Heimilisritið - 01.09.1952, Side 47
öllum kúnstarinnar reglum. £g
aetla að fá húsabyggingameistara
til að sjá um það allt saman."
Það birti yfir svip Daves.
,.Hæ, ég þekki einn ! Ég þekki
telpuhnátu, sem er bezti innan-
hússbyggingameistari í borginni.
Hún er —“
Peter bandaði frá sér.
..Sparaðu fyrirhöfnina, lagsi !
Ég kæri mig ekkert um listaskóla-
stelpurnar þínar. Það, sem ég vil
fá, er Jiarlmannsíbúð, útbúin af
f^arlmanni. Engan kögurvefnað
og útsaumsdót. Ónei! Eg ætla að
leita til firmans, sem Tom Berr-
inger skipti við — nei, þegiðu
bara með þína — þú sást sjálfur
íbúð Toms. Svoleiðis nokkuð lík-
ar mér. McLacy-firmað útbjó
hana, og hún er prýðileg. Eg fer
þangað á morgun, næ í sama ná-
ungann, og svo geta þeir byrjað
með sama.“
A leiðinni heim í hótelið aftur,
sagði Dave:
,,Það er synd og skömm, að
þú skulir hætta við ferðina. Þú
ættir sannarlega að fá þér frí.“
,,Hver segir, að ég hætti við
ferðina?“ spurði Peter undrandi.
,,Ef þú heldur, að ég ætli að
standa hjá og horfa á málarana,
ertu ekki með öllum mjalla. Eg
fer á laugardaginn. Ferðin tekur
hálfan mánuð, og þegar ég kem
heim, er íbúðin tilbúin. Það
gengur allt eins og fingur í þum-
al.“
KLUKKAN hálftíu næsta
morgun ruddist Peter gegnum
skóg af húsgögnum og inn um
breiðar dyr, sem á stóð: ,,Hús-
búnaðardeildin“.
Þar sátu margir viðskiptavinir
og biðu.
,,Er Fellows við ?“ spurði Peter
unga stúlku með gleraugu, sem
sat við skrifborð.
,,Upptekinn ! Viljið þér bíða ?“
Peter settist á bekk.
Ung, grönn stúlka með ljóst
hár kom inn um dyr, og á leið-
inni gegnum herbergið missti hún
haug af bréfmiðum, sem þyrluð-
ust í allar áttir — út í yztu skot og
undir stóla og bekki. Peter rauk
henni til hjálpar og tíndi upp.
Með hárið flögrandi um rjótt and-
litið þakkaði hún honum fyrir og
settist við skrifborð, sem flóði af
skjölum, bréfum, sýnishornum,
veggfóðursheftum, lömpum og
símum. Og mitt í öllu saman stóð
vasi með visinni rós.
Peter leit á klukkuna, gekk að
borðinu og sló til hendinni. Unga
stúlkan rétti fram höndina til að
bjarga öðrum lampanum og varð
þá á að velta um vasanum. Vatn-
ið skvettist á ljósgrá föt Peters.
,,Ég kom til að tala við Fell-
ows,“ sagði Peter gramur.
SEPTEMBER, 1952
45