Heimilisritið - 01.09.1952, Side 49

Heimilisritið - 01.09.1952, Side 49
ÞEGAR þeir gengu út, rétt undir bogadyrunum, vék Peter til hliðar, svo tvær konur kæm- ust framhjá. Um leið og hann gerði það, rak hann sig á ljós- hærðu stúlkuna, sem kom með fullt fangið af sýnishornaheftum, veggfóðurströngum og glugga- tjaldakrókum. Hann roðnaði á- kaft bæði af sársauka — eitt heft- ið hafði hæft hann í líkþorn — og af gremju, og ásamt Fellows laut hann niður til að tína upp. Unga stúlkan lagðist líka á hnén, og þegar hún stóð upp, festist lokkur af hári hennar á tölu á jakkaermi Peters. Rafnálarnar duttu á gólfið. Peter var freyð- andi í skapi, þegar hann hneigði sig, er hún þakkaði honum. A eftir, þegar þeir stóðu í gang- inum á sýnis-íbúðinni, sagði Pet- er: ,,Það kemur mér auðvitað ekki við, en ég skil ekki, hvernig mað- ur í yðar stöðu getur þolað ann- an eins kvenmann og þessa litlu, ljósu. Hún — nei mér er rétt sama hvað hún er — skrifstofu- stúlka, sendistúlka, eða hvað. Hún er laglegasta hnáta, en hún myndi gera mig vitlausan. Hirðu- laus, óhagsýn, ósjálfbjarga eins og----------“ ,,Fellows! Við höfum ver- ið að leita að yður. Frú Stoles er í símanum." ,,Eg kem strax, ungfrú Fox. Afsakið mig, Harmon. Frú Stol- es. Hm — öhö — góða ferð, Har- mon !“ ,,Þakka,“ sagði Peter. ,,Yður er þetta alveg ljóst ? Sælir þá!“ EN Fellows var stöðvaður enn einu sinni á leiðinni að símanum af ungu, ljóshærðu stúlkunni, sem kom þjótandi út úr svefnher- bergi sýnisíbúðarinnar. Brún augu hennar skutu neistum, og ljóst hárið blátt áfram gneistaði af reiði. ,,Hver heldur hann, að hann sé?“ æpti hún á eftir breiðu baki Peters. ,,0, þetta er Peter Harmon frá Furness byggingafélaginu. Ágæt- ur maður.“ ,,Já, það má nú segja. Svona mi\ill, dásamlegur maður! Að þú skyldir geta staðið þarna og látið hann segja —--------“ ,,Pat, ég hafði ekki tækifæri til að-------—“ ,,Nú, svo þú hafðir' það ekki ? Ég er bara laglegasta hnáta, eða hvað ? Eg er hirðulaus, óhagsýn, og ósjálfbjarga. Hvernig dirjist hann ?“ Fellows var skelfdur. ,,Pat, hvar hefurðu kýmnigáf- una ? Er þér ekki sama hvað —“ Undrandi sá hann, að hún var með tár í augunum. „Fjandinn SEPTEMBER, 1952 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.