Heimilisritið - 01.09.1952, Side 50

Heimilisritið - 01.09.1952, Side 50
hafi það,“ tautaði hann og flúÖi. Seinna sá hann hana við skrif- borÖiÖ, þar sem hún grúfÖi sig yfir uppdrættina af íbúÖ Peters. ,,Nú, hann vill hafa þaÖ veru- lega fínt, eÖa hvaÖ ?“ Gætilega og meÖ uppgerÖar- kæruleysi sagÖi Fellows: ,,Það er þitt verk, eins og þú veizt!“ Pat spratt upp af stólnum. ,,Nú, svo þú heldur þaÖ — en þar skjátlast þér illilega ! £g vil ekki snerta —“ ,,Þú uerður/“ sagði Fellows og baÖaði út handleggjunum. ,,Hann óskar aÖ íbúðin verði alveg ein- stök. Hann hefur séÖ Berringer- íbúðina þína, og þaÖ er eitthvaÖ í þá átt, sem hann vill fá.“ Og þegar hún enn hristi sitt þrjózka höfuð, bætti hann viÖ: ,,Pat geröu það fyrir mig, gleymdu þessu. Hann veit ekki neitt um þig, annað en það, að þú stóðst nálega á höfðinu —“ ,,Jæja, og hvað með sýn- ishornaborðið þitt, sem lítur út eins og hvirfilvindur hafi geysað á því. Það ert þú, sem ert sá hirðulausi. Þú er sá —“ Hún starði á hann og rak svo upp hlát- ur: ,,Nei, það er of fráleitt að æsa sig upp út af manni, sem —“ Og svo bætti hún við íbyggin: „Gaman að vita — hm — hm —. Jú, ég skal gera það, Arty. Og ég skal hafa það tilbúið áður en hann kemur aftur. Ég ætla að sauma góða, beitta hnífa inn í stólseturnar, ég ætla að fela slöngur í rúmstólpunum, svo þær komi skríðandi út að næturlagi og eti hann. Þá hugsa ég, að hann verði dálítið hirðuleysisleg- ur í útliti. * ‘ Fellows fór út og lokaði hljóð- lega á eftir sér, og lét hana sitja þarna skólausa með iðandi tærn- ar og fingurna rjálandi við rafnál- arnar, á meðan hún ígrundaði minnsblaðið um íbúð Peters Har- mons. DAVE kom niður á bryggjuna til að kveðja, og einnig Pene- lópa. Peter hafði borðað með henni kvöldverð. Hún var glæsi- lega klædd, í svartri dragt með hvíta rós. Augu hennar hvíldu blíðlega á Peter. Þau drukku skál hverrar hafnar, sem Peter ætlaði að koma við í, og á leið- inni niður til skipsins kyssti Pet- er í fyrsta sinn rjóðar, þrýstnar varir hennar. Dave sat og las tímaritin og reykti tóbakið, sem hann hafði komið með að skilnaðargjöf, þegar þau komu. Penelópa bar strax tösku Peters inn í baðher- bergið og fór að raða hlutum hans þar. Dave, sem sat í góðum hæg- indastól, breiddi út hendurnar, 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.