Heimilisritið - 01.09.1952, Page 52

Heimilisritið - 01.09.1952, Page 52
af staS íþróttakeppni, unnu þær og afhentu verðlaun. Þær drottn- uðu yfir öllu skipinu. A kvöldin skyldi maður ætla, að þær væru dauðuppgefnar. En ónei ! Þá fyrst voru þaer í essinu sínu. Þær stóðu fyrir dansleikj- um, hljómleikjum og grímuveizl- um. — Ef þær kölluÖu þetta hvíld hvernig voru þær þá heima fyr- ir ! Þær gerðu hann dauÖleiÖan. Skiptu um föt fimm sinnum á dag. Og svo hárið á þeim — hringaÖir lokkar upp af höfðinu ! þarna var ekki eitt hár, sem var nógu langt og þjált til að liðast um lítið höfuð yfir grannan, hvítan háls. Litla, ljóshærða telp- an hjá McCacy var indæl, og einnig það hvernig hún sneri hár- ið um fingur sér, þegar hún hugs- aÖi. Alveg eins og majnma hans hafði gert. Annað gerði hún líka alveg eins og móðir hans. Hann mundi hvernig móðir hans hafði lagt í vana sinn að sparka af sér skónum, jafnskjótt og hún settist. Og hann mundi, hvernig faðir hans hafði kropið niður til að leita að þeim, og hversu oft hann hafði lotiÖ niður og kysst hina fallegu rist, áður en hann lét á hana skóna. Hún roðnaði þá ætíð svolítið og lagði hendurnar ástúð- lega á fallegt höfuð hans. — — Faðir Peters hafði ekki kært sig um að lifa, eftir að hún var dáin, og hann sagði oft angurvær: ,,St. Pétur fær nóg að gera nú við að leita að litlu gullskónum hennar." Nú snýtti Peter sér ákaft og kenndi mjög í brjósti um sjálfan sig. Jú, hann ætlaÖi í land í Nassan og fara með hinu skipinu heim. Dagana, sem hann átti eftir af leyfinu gæti hann notað til að hjálpa til við íbúðina. 0, hann hefði átt að vera kyrr heima ! Það var alls ekki hyggilegt að fara burt og láta Fellows um allt sam- an. Þarna varð hann af með mikla peninga, og svo varð máske allt skakkt! 1 skelfingu sinni sendi hann Dave skeyti: ,,Heim fimmtudag ! Stöðvaðu Fellows.“ KRINGLULEITT andlit Dav- es brosti móti Peter, sem var þreyttur og syfjaður eftir storma- sama nótt. Þeir tróðu farangrin- um inn í bíl og óku til hótelsins. Það fyrsta, sem Peter spurði um, var, hvort Dave hefði komið boð- um til Fellows. Daves hristi höf- uÖiö. ,,Of seint,“ sagði hann. ,,Áttu við, að þeir séu þegar búnir að öllu — á þessum fáu dögum?“ sagði Peter skelfdur. ,,Halló,“ kallaði hann til bílstjór- ans, ,,lofið mér að fara út hérna á horninu ! Lg verð að vitá það versta, áður en ég hátta. Dave, 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.