Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 57
mér að segja, að maður býst varla við að hitta stúlku í einkennis- búningi hótelsendla, stadda í skipsklefa piparsveins.“ ,,Jaeja, svo þú ert ógiftur," sagði hún og hætti að nudda hnakkann. Reyndar hafði hún á- litið hann ókvæntan, en henni létti við að vita það. ,,Hvað veldur dulbúningn- um ?“ spurði hann. ,,Undan hverjum ertu að flýja?“ Hún hikaði. Atti hún að segja honum sannleikann ? Myndi hann trúa henni eða, sem var mikilvægara, myndi hann hjálpa henni ? Hún varð á einhvern hátt að komast inn í England, en hún Var vegabréfslaus. Móðir hennar hafði afhent Jean það nú í morgun, til þess að Katrín týndi því ekki, eins og hún orðaði það. Meðan hún hugsaði sig um, tók báturinn óvænta dýfu, svo að hún kastaðist fram á gólf og dýrindis skartgripir duttu úr kápuvösum hennar. Á miðju gólfi glitraði á demantsarmband og hring. Hún hafði troðið skartgripum sínum í vasana á gömlu kápunni hans Gustafs áður en hún yfirgaf hó- telið. Hún kynni að þurfa á pen- ingum að halda. Kári beygði sig eftir armband- inu. ,,Hvað er nú þetta !“ hrópaði hann undrandi upp yfir sig. ,,Svo SEPTEMBER, 1952 þú ert þá þjófur, ha ? Eg hafði þá á réttu að standa. Þú stakkst af með dýrgripi af hótelinu. Hvað ertu með meira ? Réttu mér það.“ Rödd hans var miskunnarlaus, andlit hans var líka miskunnar- laust. ,,Eg á þá,“ andmælti hún. Hann hló kuldalega. ,,Mjög ó- sennilegt! Hvaða skynvillingur heldurðu ég sé ? Þetta er lögreglu- mál, ef nokkuð hefur verið það, og láttu þér ekki detta í hug, að ég sýni þér einhverja linkind og láti þig sleppa vegna þess eins að þú ert stúlka — og skolli lagleg í þokkabót — það skal ég játa. Slík riddaramennska er löngu úr sögunni. Þú hefur tekið þetta stúlka mín, og þú verður að standa reikningsskil á því. Eg af- hendi þig lögreglunni um leið og við komum í höfn.“ ,,£g er ekki þjófur,“ andmælti hún gremjulega um leið og hún reis á fætur. ,,Eg stal þessu ekki. Eg hef sagt þér að ég á þetta. Sjáðu!“ í reiði sinni fór hún í kápuvasana og dró upp marga demantshringa og armbönd og langa perlufesti. ,,Það er satt, sem ég segi, ég á alla gripina, hvern og einn einasta." Hann leit á skartgripina og blístraði. ,,Mér þykir þú vera meira en lítið svöl, eða hvað ?“ sagði hann. ,,Ætlast til að ég 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.