Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 57

Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 57
mér að segja, að maður býst varla við að hitta stúlku í einkennis- búningi hótelsendla, stadda í skipsklefa piparsveins.“ ,,Jaeja, svo þú ert ógiftur," sagði hún og hætti að nudda hnakkann. Reyndar hafði hún á- litið hann ókvæntan, en henni létti við að vita það. ,,Hvað veldur dulbúningn- um ?“ spurði hann. ,,Undan hverjum ertu að flýja?“ Hún hikaði. Atti hún að segja honum sannleikann ? Myndi hann trúa henni eða, sem var mikilvægara, myndi hann hjálpa henni ? Hún varð á einhvern hátt að komast inn í England, en hún Var vegabréfslaus. Móðir hennar hafði afhent Jean það nú í morgun, til þess að Katrín týndi því ekki, eins og hún orðaði það. Meðan hún hugsaði sig um, tók báturinn óvænta dýfu, svo að hún kastaðist fram á gólf og dýrindis skartgripir duttu úr kápuvösum hennar. Á miðju gólfi glitraði á demantsarmband og hring. Hún hafði troðið skartgripum sínum í vasana á gömlu kápunni hans Gustafs áður en hún yfirgaf hó- telið. Hún kynni að þurfa á pen- ingum að halda. Kári beygði sig eftir armband- inu. ,,Hvað er nú þetta !“ hrópaði hann undrandi upp yfir sig. ,,Svo SEPTEMBER, 1952 þú ert þá þjófur, ha ? Eg hafði þá á réttu að standa. Þú stakkst af með dýrgripi af hótelinu. Hvað ertu með meira ? Réttu mér það.“ Rödd hans var miskunnarlaus, andlit hans var líka miskunnar- laust. ,,Eg á þá,“ andmælti hún. Hann hló kuldalega. ,,Mjög ó- sennilegt! Hvaða skynvillingur heldurðu ég sé ? Þetta er lögreglu- mál, ef nokkuð hefur verið það, og láttu þér ekki detta í hug, að ég sýni þér einhverja linkind og láti þig sleppa vegna þess eins að þú ert stúlka — og skolli lagleg í þokkabót — það skal ég játa. Slík riddaramennska er löngu úr sögunni. Þú hefur tekið þetta stúlka mín, og þú verður að standa reikningsskil á því. Eg af- hendi þig lögreglunni um leið og við komum í höfn.“ ,,£g er ekki þjófur,“ andmælti hún gremjulega um leið og hún reis á fætur. ,,Eg stal þessu ekki. Eg hef sagt þér að ég á þetta. Sjáðu!“ í reiði sinni fór hún í kápuvasana og dró upp marga demantshringa og armbönd og langa perlufesti. ,,Það er satt, sem ég segi, ég á alla gripina, hvern og einn einasta." Hann leit á skartgripina og blístraði. ,,Mér þykir þú vera meira en lítið svöl, eða hvað ?“ sagði hann. ,,Ætlast til að ég 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.