Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 59

Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 59
hún hresstist. Sammy opnaði dyrnar fyrirvaralaust og gægðist inn. ,,Húsbóndinn segir að þú get- ir komið að borða með honum ef þú vilt, sagði hann og lokaði dyrunum aftur. Hún sagðist alls ekki ætla sér að koma og borða með honum. Hún sagði það upphátt, þótt eng- inn heyrði til hennar. Hann var andstyggilegur ; hvernig gat henni nokkurn tíma hafa þótt hann að- laðandi maður ? En tíu mínútum síðar, þegar hún fann steikarilm inn í klefann, varð hún þess vör að hún var svöng, alveg ban- hungruð. Hún steig fram úr koj- unni, greiddi sér, þvoði sér um hendurnar og gekk inn í litla framklefann, þar sem hnífum og göfflum hafði verið fleygt af handahófi á dúkað hliðarborð og Sammy var að framreiða pylsur, egg og steikt svínakjöt. Kári leit glottandi upþ úr dagblaði, sem hann var að lesa. ,,Það gleður mig að ungfrúin ætlar að heiðra oss með nærveru sinni við vort fátæklega borð. Allt er velkomið, sem hér er til reiðu. Eg þárf vonandi ekki að afsaka þótt ég standi ekki upp, því við í nýlendunum kunnum enga kurteisi.“ ,,Eg hef tekið eftir því,“ sagði hún og settist andspænis honum við borðið. Hann hló lágt. ,,En vel á minnst, hefurðu ekkert til að vera í nema þessar undarlegu flíkur ?“ Hún roðnaði lítið eitt. ,,Jú, ég er með eitthvað í ferðatöskunni minríi.“ ,,Þetta hefur sannarlega verið vel undirbúinn flótti, ekki satt?“ sagði hann. ,,Ef til vill veitist okkur sú ánægja að sjá þig í ein- hverju öðru á morgun. Þú þarft ekki að vera hrædd um að við látum töfrast um of af þér. Við Sammy erum ekki líklegir til þess að verða yfir okkur ástfangnir af skartklæddri fegurðardís. Er það Sammy ?“ Hann brosti til hörundsdökka unglingsins og Sammy brosti á móti. ,,Það er ekki líklegt, húsbóndi. Eg á stúlku heima." Katrín sagði ekkert, hún beit á vör. Hana langaði mest til að slá þennan óþolandi mann utan undir. ,,Fáðu þér einn sterkan." Hann ýtti konjaksflösku til henn- ar yfir borðið. ,,Þú ert ósköp guggin og lítur út fyrir að þarfn- ast hressingar. Það var skollans gola, sem við lentum í, fannst þér það ekki?“ ,,Var það ? Ekki tók ég eftir því ?“ sagði hún, en hún hellti sér í staup og drakk það út. SEPTEMBER, 1952 57

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.