Heimilisritið - 01.09.1952, Page 60

Heimilisritið - 01.09.1952, Page 60
Henni fannst hún þarfnast þess,- ,,Lagastu?“ spurði hann, er hann sá roða færast í kinnar hennar. ,,Þetta hýrgar mann, er það ekki ? Jafnvel þótt maður sé á leið til lögreglunnar, þá er eng- in ástæða til að fá fangelsislitar- hátt ennþá.“ Hann hló lágt, eins og honum þætti þetta gaman. Hún sagði ekkert, en borðaði eggin, kjötið og pylsurnar af disk- unum fyrir framan sig. Þegar Kári hafði lokið við að borða, ýtti hann diskunum frá sér, hallaSi sér fram á olnbogana og einblíndi á hana. ,,HvaS heitirðu ?“ spurði hann. ,,Þar sem sennilega verða þrír eða fjórir dagar þangað til við komum í höfn, neyðist ég til að ávarpa þig með nafni.“ ,,Eg heiti Katrín,“ svaraði hún. ,,£g hef ekki ákveðið hvert þeirra ættarnafna, sem ég annars er vön aS nota, ég á að taka mér í þetta sinn.“ ,,Þú hefur kímnigáfu,“ sagði hann. ,,En það mun ekki koma þér að gagni, vinkona. A lög- reglustöðina skaltu um leið og við komum aS bryggju. Hinsveg- ar máttu gjarnan segja mér rauna- sögu ævi þinnar. ÞaS getur stytt okkur nokkrar leiSindastundir.” Konjaksdrykkjan var farin að verka á hana. Hún rak upp hlát- ur. ,,Allt í lagi, ég skal segja þér hana. FaSir minn var glæpamað- ur — stórglæpamaður — skart- gripaþjófur. Honum var það leik- ur að opna hvaða peningaskáp sem var. Hann er núna í Dart- moorfangelsinu. Hann lenti í vandræðum út af næturverði, þegar hann braut höfuðkúpuna á honum.“ Kári kinkaði kolli og virtist á- nægður yfir hreinskilni hennar. ,,Og móðir þín ?“ ,,MóSir mín var fátæk blóm- sölustúlka. Hún dó þegar ég fæddist.“ ,,Nei, heyrðu nú,“ sagði hann. ,,Þú getur ekki ætlazt til þess að ég leggi trúnað á svona hryggðar- sögu.“ ,,SpyrSu mig ekki, ef þér geðj- ast ekki að svörum mínum,“ sagði hún og smurði sér brauðsneiS. ,,Mætti mér nú leyfast að leggja fram nokkrar spurning- ar ?“ spurði hún allt í einu, þeg- ar þau sátu yfir bolla af rótsterku te. ,,Láttu þær koma,“ sagði hann. ,,Eg er ekki viss um að ég svari nema þeim sem mér sýn- ist.“ ,,Ertu að koma frá Ástralíu ?“ ,,Hvernig veiztu það ?“ sagði hann undrandi. Hún brosti yfir borðið með uppgerðarljóma í augum. 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.