Heimilisritið - 01.09.1952, Page 67
Ur einu í annað
Þegar börnin langar til að blása sápu-
kúlur, er gott að láta i eða 2 teskciðar
af glyserini út í sápuvatnið, þá verða
kúlurnar stærri og fcgurri. Ef látin er
dula eða gömul flík á gólfið, springa
sápukúlurnar síður, þegar þær detta á
gólfið.
#
„Af hverju ertu svona niSnrdrcginn?"
„Nú, ég hef mánuðum saman lagt
mig í líma við að geðjast vinnukonunni
svo að htín fœri ekki tír vistinni, en nú
er konan mín farin frá mér!"
#
Þótt maður finni til sársauka á sér-
stökum stað, cr ekki víst að upptök
meinsins séu þar. Til dæmis orsakar
gallblöðrubólga oft verk í herðablaðið,
og sjúkdómur í mjöðm veldur oft sárs-
auka í hné. Algcnt er líka að eyma-
verkur stafi af tannskemmdum.
«
I enskum hjónaskilnaðarrétti krafðist
maður nokkur skilnaðar, þar sem hann
fengi aldrei heitan mat hjá konu sinni.
,pað er lýgi," hrópaði konan, „hann
fékk soðið egg síðast á laugardaginn."
#
„Mér hafa verið boðnar gífurlegar
fjárhæðir fyrir að skrifa ritgerðir um
England, Bandaríkin og Frakkland, en
ef ég gerði þær samviskusamlega, hvar
ætti ég þá að búa á efrir?“
Somerset Maugham.
»
Rithöfundur nokkur, sem fyrirlitur
smásmuguhátt í greinamerkjaskipun,
sendi eitt sinn miða með söguhand-
riti til útgefanda sins, svohljóðandi:
~ •.......?
Gjörið svo vel að láta þessi greinamerki
þar sem þau ciga að vera i handritinu."
Ef kerti eru of sver eða mjó í kerta-
stjakann, er ráðlegt að dýfa þeim ofan
í brennheitt vam. Þá mýkist vaxið, svo
að auðvelt er að láta kertið hæfa í stjak-
ann.
#
Notaðu ekki öxi til þess að fæla burt
flugtt af enni vinar þins. (Kinverskur
talsháttur).
#
Það vakti nýlega furðu í St. Louis í
Bandaríkjunum, þegar stærsta dagblað
borgarinnar angaði af ilmvatni. Skýr-
ingin var sú, að ný ilmvamsverksmiðja
auglýsri framleiðslu sína í blaðinu og
blandaði prentsvertuna með ilmvatni
sínu.
#
Glefsur úr barnaskólastílum: Hringur
er kringlótt lina, sem ekki sést hvar
byrjar. . . . Ryk er leðja, sem saftin hef-
ur verið pressuð úr. . . .Net er ósköp
mörg göt, sem eru girt með mjóu bandi.
#
Gamanyrðin vom skrúfurnar, sem
knúðu ræðu hans áfram. (Lillian fordan)
#
Stúlkan (við rithófundinn): „Siðasta
bókin yðar hafði mikil áhrif á mig. Vin-
kona mín las söguþráðinn aftan á káp-
unni og sagði mér svo efniságripið."
#
Margir frægir mcnn í mannkynssög-
unnj hafa vcrið rauðhærðir. Sá frægasti
þeirra í fomöldinni var rómverski harð-
stjórinn Nero, en sá nafnkunnasti á
miðöldunum var Friðrik Barbarossa.
Oliver Cromwell, hinn þekkti stjórn-
málamaður Breta, var rauðhærður og
einnig Garibaldi, frelsishetja Itala. Með-
al rauðhærðra skálda má nefna Shake-
speare, Schiller og Bernard Shaw.