Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 14
Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Veldu gæði á góðu verði. Bættu heilsuna fyrir þig og þína. HEILSUSPRENGJA Yfir 200 tegundir! 25% afsláttur af öllum NOW vítamínum 20% afsláttur af völdum lágkolvetna­ matvörum 25% afsláttur !H ei ls u sp re n g ja n e r fr á fi m m tu d . 4 . j ú lí t il 7 . j ú lí 2 01 3 20% afsláttur ! Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur með einsleitar þarfir Aldraðir eiga framtíðina fyrir sér É g ætla ekki að kalla pabba minn eldri borgara. Hann er ekki nema 66 ára og á því ár í að verða „löglegt gamal- menni,“ eins og sagt er. Hann býr á Reykhól- um og ég í Reykjavík. Ég er eina barnið hans og hjá mér býr eina barnabarnið hans, hún Lovísa mín. Við reynum að heim- sækja hann og hann okkur en það er ekki alveg nógu oft. Ég hef alltaf verið ánægð með hvað pabbi er duglegur að nýta sér tæknina. Spjallforritið MSN var ekki fyrr komið til sögunnar en pabbi var kominn með það og skyndilega vorum við pabbi farin að spjalla saman kvöldlangt á netinu um heima og geima. Allt í einu vorum við farin að deila meiri hluta af lífi okkar með hvort öðru, þökk sé samskiptamiðli á Netinu. Á sínum tíma ritstýrði hann vef fréttablaðsins Bæjarins besta á Ísafirði og komst ekki hjá því að tileinka sér nýja tæknimöguleika og þess nýtur hann sannarlega í dag. 66 ára gamall sér hann um einn virkasta og auðvitað lang- besta héraðsvef landsins, Reykhólavefinn. Ég man enn hvað mér fannst skondið þegar við pabbi byrjuðum að tala saman í gegn um sms í símanum. En það eru ekki bara unglingar sem senda sms og hanga á Facebook. Pabbi er auðvitað á Facebook og einn daginn fékk hann þá stórgóðu hugmynd að spjalla við Lovísu mína í gegn um Skype. Hún segir honum hvað hún gerði á leikskólanum þann daginn, sýnir honum myndir sem hún hefur teiknað og gerir jafnvel nokkrar jógaæfingar fyrir afa. Afi sýnir Lovísu gretturnar sínar, boltann sem hún lék sér með síðast þegar hún var í heimsókn og barnabarnið fylgist vel með hversu sítt skeggið hans afa er á hverjum tíma. Þegar ég hringdi í formann Landsambands eldri borgara vegna umfjöllunar hér í Frétta- tímanum kom í ljós að hún býr í Reykhóla- hreppi og er vinkona pabba míns. Svona er nú heimurinn lítill. En við ræddum um tölvur og aldraða og hún sagðist þekkja afa og ömmur sem búa fjarri barnabörnunum en nýta sér nýjustu tækni og lesa kvöldsögur fyrir börnin í gegn um Skype, þar sem þau eru með eina bók og barnið með aðra eins bók. Þannig deila þau einstökum stundum sem annars yrðu kannski aldrei til, fylgjast með barnabörnunum stækka og þroskast, og börnin halda einstökum tengslum við ömmur og afa. Já, gamalt fólk getur nefnilega alveg lært á tölvu. Á nýlegu framtíðarþingi um farsæla öldrun ræddu fundarmenn um að mikilvægt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til aldraðra, minnka neikvæðni og efla skilning á því að þeir eru hópur fjölbreyttra einstaklinga. Þá var einnig rætt, bæði í gamni og alvöru, um að búa til nýja staðalmynd fyrir „gamla fólkið“ með því að „færa það úr baðstofunni og inn á Sushi-barinn“. Ég hef sjálf fallið í þá hugsanagildru að tala um „gamalt fólk“ eins og einsleitan hóp en það er auðvitað jafn fjarstæðukennt og að ætla öllum unglingum að vera eins. Á fundinum komu aldraðir þeirri upplifun sinni á framfæri að þeir séu gleymdur hópur sem ekki sé spurður álits á einu eða neinu og til marks um það þá eru þeir sjaldnast með þegar gerðar eru skoðana- kannanir um allt milli himins og jarðar. Síðan eru sumir eldri borgarar hreinlega einmana, lokast af félagslega og eiga erfitt með að brjótast úr úr þeim vítahring. Stungið var upp á stefnumótasíðu fyrir aldraða sem ég held að sé hin besta hugmynd. Amma getur þá sett inn einkamálaauglýsingu og einhver afi í rómantískum hugleiðingum, já eða önnur amma, finnur sér félaga til að skjótast með til Kanarí og líka til að gera allt það hversdags- lega sem gefur lífinu gildi. Eða eins og einn fundarmaðurinn sagði: „Aldraðir eiga líka framtíðina fyrir sér.“ Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is 9 milljarða króna krefur Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell, Valitor um í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Vikan í tölum 600 manns skráðu sig til leiks í óbyggðahlaupið RacingThePlanet: Iceland 2013 en aðeins helmingur þeirra komst að. Hlaupið hefst 4. ágúst og farnir verða 250 kílómetrar á sjö dögum, frá Kerlingarfjöllum í Bláa lónið. 39 milljónir króna fékk Árni Páll Árnason, formaður Samfylk­ ingarinn ar, greidd ar frá Íbúða­ lánasjóði fyrir lögfræði­ ráðgjöf á árunum 2004­ 2008. 765 eintök hafa selst af nýjustu plötu Sigur Rósar, Kveik, hér á landi síðan hún kom út á þjóðhátíðardaginn. 12.198 bílaleigubílar eru í notkun á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Ríflega þrjú þúsund hafa bæst í flotann í ár. 14 viðhorf Helgin 5.­7. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.