Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 21

Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 21
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Rjóminn er einstakur. Hann á sér fastan sess í matargerð okkar íslendinga. Þú nnur girnilegar og sumarlegar uppskriftir með rjóma á gottimatinn.is rjóminn er kominn í nýjar umbúðir virða öryggi íbúa að vettugi. Þrátt fyrir að 31 hafi látist í rafmagns- vírum Celpe, sem veitir rafmagni um allt fylkið Pernambuco, var það ekki fyr en eftir að David lést sem málið fékk athygli fjölmiðla. „Davi var vel þekktur í Brasilíu. Hann var í vinsælli hljómsveit áður en hann flutti til Kaliforníu. Hann var menntaður lögfræðingur og vann við það í Recife rúmt ár. Honum fannst hins vegar spillingin svo mikil að hann vildi ekki vinna við það lengur. En hann þekkti marga lögfræðinga sem hafa vakið athygli á málinu hans núna. Davi var mjög vinsæll og átti marga vini. Hann þekkti líka fjöl- miðlafólk og allt hefur þetta hjálpað til að vekja athygli á því hvað Celpe er að gera.“ Borgin sem Kristín og Davi bjuggu í, Recife, er stærsta borg fylkisins Pernambuco og sér Celpe um að veita orku um allt fylkið. Vinir og félagar David stóðu fyrir mótmælum fyrir framan höfuðstöðvar Celpe þann 25. júní þar sem þeir negldu niður 32 krossa á lóðinni, einn kross fyrir hvern þann sem hafði dáið eftir að fá í sig opna rafmagnsvíra. Einn til viðbótar hefur dáið síðan þá. For- eldrar David tóku þátt í mótmælun- um og setti faðir hans niður kross í minningu sonar síns. „Þetta voru friðsöm mótmæli hjá okkur. Það voru verðir sem gerðu ekki neitt og mér fannst svo merkilegt að það sást enginn úti í glugga hjá Celpe. Ég heild að þeir hafi vitað upp á sig skömmina,“ segir Kristín. Spilling og fjöldamótmæli Henni finnst Brasilía dásamlegt land að mörgu leyti og segir fólkið í Recife alveg yndislegt. Þannig hafi nágrannar þeirra sífellt verið að athuga með líðan hennar eftir að Davi lést og gert það sem þeir gátu til að aðstoða hana og færa henni mat. Kristín er samt reið yfir því hvernig stjórnvöld haga sér og hversu miklu sé ábótavant. „Sjúkra- bíllinn var endalaust lengi á leiðinni þegar Davi dó. Það er bara þannig þarna. Heilbrigðiskerfið er alveg hræðilegt. Þessir opnu rafmagns- vírar eru bara ein birtingarmynd ástandsins.“ Þetta er ástæðan fyrir því að hún er á báðum áttum með að búa áfram í Brasilíu. Hún bendir á að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu fer þar fram á næsta ári og að nokkrir leikir verði í Recife. „Nú er miklum fjármunum eytt í að byggja upp ýmislegt í tengslum við heimsmeistaramótið en íbúar landsins eru látnir sitja á hakanum. Þegar við fyrst fluttum þangað var ég hissa á hvað fólk lét yfir sig ganga en mér finnst fólk núna vera að vakna. Sem betur fer.“ Mótmæli hafa verið víða um Brasilíu að undanförnu. Það var líkt og hækkun á strætófargjaldi hafi verið kornið sem fyllti mælinn, en það var hækkað úr 3.00 í 3.20 ríal en eitt ríal er um 55 krónur. Nú leggja mótmælendur áherslu á að þeir séu ekki bara að mótmæla þessum „20 centum“ heldur lélegu heilbrigðiskerfi, niðurskurði í menntamálum, spillingu og því hversu miklum fjármunum er varið beint í heimsmeistaramótið. „Þetta land er ekki í neinu ástandi til að halda þessa keppni. En ég er ánægð með að fólkið er byrjað að láta í sér heyra,“ segir Kristín. Verið er að safna undirskriftum til að krefja hið opinbera um að láta Celpe setja rafmagnskapla í jörð og hreinlega banna að Celpe sé einkarekið. „Ég vona innilega að þessu verði breytt. Hann má ekki hafa dáið til einskis,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hann má ekki hafa dáið til einskis. Recife er strandborg í Brasilíu og þar búa um 1,5 milljón manns.Afar illa er gengið frá rafmagnsvírum hjá Celpe og má sjá opna víra víða um Recife. viðtal 21 Helgin 5.-7. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.