Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 40

Fréttatíminn - 05.07.2013, Síða 40
40 matur Helgin 5.-7. júlí 2013  RabaRbaRi uppskeRutími GAGGALA—GÓÐAN DAGINN! SUNNY STYLE «69 SÉRSTAKUR Í SÓKN HEAVY SPECIAL «70 VORBOÐINN LJÚFFENGI CHICKEN HEALTHY STYLE «91 LÆSTU KLÓNUM Í LOBSTER STYLE «60 Nú er rétti tíminn kominn til þess að tína upp rabarbarastönglana sem eru áberandi í mörgum görðum landsmanna áður en hann fer að tréna. Rabarbarinn er mjög hollur en hann inniheldur hátt hlutfall C-vítamíns, A- og K-vítamíns sem og kalks og annarra góðra trefja. Þeir sem hafa lagt stund á grasalækningar segja að í rabarbara séu sterk andoxunarefni sem eru styrkjandi fyrir sjónina og innihaldi efni sem hugsanlega dragi úr æxlismyndun. Rabarbarann má nýta til matar- gerðar með mjög fjölbreyttum hætti eins og má sjá á eftirfarandi uppskriftum. Deig ¼ bolli smjör ¼ bolli hvítur sykur 1 egg 1 teskeið vanilludropar 1 ¼ bollar hveiti 1 teskeið lyftiduft ¼ teskeið salt Fylling 3 bollar saxaður ferskur rababari 3 matskeiðar vatn ½ bolli hvítur sykur ½ teskeið af kanil 3 matskeiðar vatn 3 matskeiðar maísterkja Ofan á 2 eggjahvítur ½ bolli hvítur sykur ¼ bolli kókosflögur Aðferð 1. Hitið ofninn í 175C og smyrjið 20x20 cm skúffuform. 2. Blandið saman smjöri og ¼ bolla af sykri þangað til að blandan er mjúk og létt. Bætið við eggjum og vanilludropum. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti; blandið við smjörblönd- una þangað til að deigið verður þykkt. Pressið deiginu niður í botninn og um 1,5 cm upp á hliðunum. 3. Bakið deigið í 15 mínútur eða þangað til að það er hart. 4. Blandið saman í potti á miðl- ungs hita rababarann, ½ bolla sykri, kanil og 3 matskeiðar vatn. Hitið upp að suðu eða þangað til að rabbabarinn er mjúkur, eða um 10 mínútur. Hrærið saman 2 matskeiðar af 1 bolli mjólk 1 matskeið sítr- ónusafi 1 teskeið van- illudropar 1 ½ bolli brúnn sykur 2/3 bolli jurtaolía 1 egg 2 ½ bolli hveiti 1 teskeið salt 1 teskeið lyftiduft 1 ½ bollar sax- aður rabarbari ½ bolli saxaðar valhnetur ¼ bolli brúnn sykur ½ teskeið mulinn kanill 1 matskeið bráðið smjör Nú er tími til að taka upp rabarbarann! Rababaramarengspæ Rabarbarabrauð Aðferð 1. Hitið ofninn í 165. Smyrjið 2 form (22 x 12 cm). Blandið saman í lítilli skál, mjólk, sítrónusafa og vanilludropa og látið standa í 10 mínútur. 2. Blandið saman í stórri skál, 1 1/2 bolla af brúnum sykri, olíu og egg. Bætið við hveiti, salti og lyftidufti við sykurblönduna og bætið svo mjólkinni við. Setjið rabarbarann og hneturnar saman við deigið og setjið í formin. 3. Blandið saman í lítilli skál, 1/4 af brúnum sykri, kanil og smjöri. Dreifið blöndunni yfir deigið áður en það fer í ofninn. Bakið í 165 C heitum ofni í 40 mínutur.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.