Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Side 56

Fréttatíminn - 05.07.2013, Side 56
 List NorræNi meNNiNgarsjóðuriNN veitir styrk Sextíu milljón króna styrkur til stafrænnar listar Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is Norræni menningarsjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum að sextíu milljón króna styrk sem veittur er annað hvert ár. Styrk- urinn mun fara til verkefnis á sviði stafrænnar listar og gilda fyrir tímabilið 2015 til 2016. Markmið sjóðsins með styrkn- um er að hvetja til sköpunar á sviði starfrænnar listar þar sem samspil tækni og lista leiðir til þróunar og tækifæra. Sjóðurinn leggur áherslu á að verkefnin sýni fram á listræna nýsköpun með áherslu á gagnvirkni og tjáskipti. Sú regla gildir hjá sjóðnum að fólk frá þremur Norður- löndum, hið minnsta, taki þátt í þeim verkefnum sem hann styrkir. Á síðasta ári veitti Norræni menningarsjóður- inn þessum sama styrk til verkefnisins Norræna ljósið 2014 en að því standa Vilborg Einarsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir, í samstarfi við tvo finnska listamenn. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2014 og nánari upplýsingar má nálgast á síðu sjóðsins www.nordiskkulturfond.org Framleiðendurnir Vilborg Einarsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir hlutu sama styrk í fyrra vegna Norræna ljóssins 2014. Ljósmynd/Hari. Norræni menningarsjóðurinn styrkir verkefni á sviði starfrænnar listar árin 2015-2016. Það eru ekki aðeins for- réttindi að geta notið listarinnar og þess sem hún gefur manni, held- ur getur hún einnig verið fyrirtaks fjár- festing.  meNNiNg sumarsýNiNg í miðbæ reykjavíkur Níu listamenn á sumar- sýningu Tveggja hrafna Listhúsið Tveir hrafnar opnar í dag sumarsýningu á verkum níu íslenskra listamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa heillað eigendur listhússins, þau Höllu Jóhönnu Magnúsdóttur og Ágúst Skúlason. Sýningin mun standa yfir til loka sumars en opnunin verður í dag á milli klukkan 17 og 19 og eru allir velkomnir. v ið hérna hjá Tveimur hröfnum eigum í samstarfi við sex lista-menn, þau Davíð Örn Halldórs- son, Hallgrím Helgason, Huldu Hákon, Húbert Nóa Jóhannesson, Jón Óskar og Steinunni Þórarinsdóttur. Á sumarsýn- ingunni verða verk frá þeim auk verka eftir Erró, Kristján Davíðsson og Óla G. Jóhannsson,“ segir Ágúst Skúlason sem er eigandi listhússins ásamt konu sinni, Höllu Jóhönnu Magnúsdóttur. „Kristján lést fyrir skömmu síðan en Óli fyrir tveimur árum. Við þekktum þá báða vel, þótti mjög vænt um þá merkismenn og langar með þessu að heiðra minningu þeirra en þeir sýndu saman í Listasafni Akureyrar árið 2001.“ Ágúst segir lista- menn sýningarinnar eiga það sameigin- legt að vera í miklum metum hjá þeim hjónum. „Við leggjum mikið upp úr því að starfa með góðum listamönnum og erum alsæl með það fólk sem við eigum í samvinnu við.“ Að sögn Ágústs eru listamennirnir breiður hópur fólks á öllum aldri. Yngst- ur þeirra er Davíð Örn Halldórsson sem er þrjátíu og sex ára en fyrr á þessu ári var hann tilnefndur til skandinav- ísku Carnegie listaverðlaunanna sem veitt eru annað hvert ár. „Hann verður fulltrúi Íslands, ásamt Einari Garibaldi Eiríkssyni, á sýningu verðlaunanna sem opnar í haust í Stokkhólmi í Svíþjóð.“ Ágúst og Halla hafa lengi verið mikið áhugafólk um myndlist og hafa sjálf safnað verkum í gegnum árin. Þau hafa kynnt og miðlað listaverkum ýmissa listamanna til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. „Það er gaman að sjá hvað fólk er áhugasamt um myndlistina. Það eru ekki aðeins forréttindi að geta notið listarinnar og þess sem hún gefur manni, heldur getur hún einnig verið fyrirtaks fjárfesting,“ segir Ágúst. List- húsið Tveir hrafnar annast einnig endur- sölu á völdum verkum auk þess að veita ráðgjöf við kaup á myndlist. Galleríið er staðsett að Baldursgötu 12, gegnt veitingastaðnum Þremur frökkum og er opið frá klukkan 11 til 17 miðvikudaga til föstudaga en frá 13 til 16 á laugardögum og utan þess tíma eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef listhússins www.tveir- hrafnar.is Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Halla Jóhanna Magnúsdóttir og Ágúst Skúlason opna sumarsýningu í dag klukkan 17:00 í listhúsi sínu, Tveimur hröfnum og eru allir velkomnir. Mynd/Hari. 56 menning Helgin 5.-7. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.