Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 05.07.2013, Blaðsíða 62
62 dægurmál Helgin 5.-7. júlí 2013 ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS - Hnappur sem getur bjargað þínu lífi og þinna nánustu.  Menning SirkuShátíðin Volcano hófSt í gær Á hvolfi í Vatnsmýrinni Á sirkushátíðinni Volcano sem stendur yfir dagana 4. til 14. júlí er boðið upp á ýmsa viðburði fyrir alla fjölskylduna. Katla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður kennir börnum sirkusatriði á námskeiðum tengdum hátíðinni og segir alla finna eitthvað við sitt hæfi innan sirkussins. Katla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður að kenna áhugasömum nemendum sirkusatriði. Ljósmynd/Hari Þ að sem er svo skemmtilegt við sirkusinn er að allir geta fundið sér eitthvert hlutverk,“ segir Katla Þórarinsdóttir, sirkuslistamaður. Í tengslum við sirkushátíðina Volcano í Vatnsmýrinni, 4. til 14. júlí, standa Katla og Birta Benónýsdóttir, sem einnig er sirkuslistamaður, fyrir nám- skeiðum sem njóta mikilla vinsælda. „Núna er hátíðin að lifna við sem er mjög skemmtilegt fyrir okkur á námskeiðinu því þá fá krakkarnir að sjá að það er til fólk sem vinnur við sirkus. Sumir vinna við að setja tjöldin upp og aðrir sem sirkuslista- menn. Það er gaman að þau fái tilfinningu fyrir því að þetta sé líf og starf fólks.“ Í næstu viku verður haldið námskeið fyrir hóp ungmenna frá Hinu húsinu. „Í þeim hópi eru börn með sérstakar þarfir. Við vorum svo heppin að fá sam- norrænan styrk til að kynna sirkus fyrir öllum hópum. Það er sjaldnar boðið upp á sirkusnámskeið fyrir þessi börn svo það verður sérstaklega gaman að fá þau hingað í Vatnsmýrina í sirkusnám,“ segir hún. Katla segir sirkusinn henta breiðum hópi fólks og hefur kennt ungum sem öldnum. „Í fyrra lærði blind stúlka sirk- us hjá mér. Það sem er svo skemmtilegt við sirkusinn er að það finna sér allir eitthvert hlutverk innan hans. Það er gaman að sjá krakka, sem kannski eiga erfitt með einbeitningu, gleyma sér við skemmtileg verkefni eins og að halda jafnvægi með fjöður.“ Katla starfar sem sirkuslistamaður en lærði áður ballett og notar enn ballett- tæknina þó hún sé á hvolfi. Hún var einn af stofnendum Sirkuss Ís- lands en starfrækir nú Sirkusinn Öskju. „Ég treð upp við hin ýmsu tækifæri, eins og á árshátíðum og útihátíð- um og er aðallega í loft- fimleikum.“ Aðspurð hvort loftfimleikar séu ekki hættulegir segir hún: „Jú, jú! En ef maður treystir manneskjunni sem á að grípa mann þá er þetta allt í lagi. Það er líka mikilvægt að gera þetta allt í réttri röð og fást ekki við of flókin atriði í byrjun. Ég fæ alltaf fiðring í magann í þegar ég prufa ný atriði í loftfimleikum í fyrsta sinn.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Það er gaman að sjá krakka, sem kannski eiga erfitt með einbeitningu, gleyma sér við skemmti- leg verkefni eins og að halda jafn- vægi með fjöður. Á hverjum degi Volcano sirk- ushátíðarinnar verður einnig boðið upp á örnámskeiðið Sirk- us fyrir forvitna. Námskeiðið tekur eina klukkustund og gefst bæði börnum og fullorðnum tækifæri til að spreyta sig í línudansi, juggli, húllahoppi, línudansi og diskasnúningi. Námskeiðið hentar þriggja ára og eldri og nánari upplýsingar má nálgast á síðunni midi.is Nile Rodgers og Chic færa sig í Silfurberg Tónleikar Nile Rodgers and The Chic Organization miðvikudagskvöldið 17. júlí hafa verið færðir úr Laugardalshöll í Silfurberg í Hörpu. Að sögn Þorsteins Stephensen tónleikahaldara hefur miðasala á þá ekki verið í samræmi við væntingar og því var brugðið á það ráð að færa þá í minni sal. „Með því að flytja tónleikana yfir í Hörpu verður stemmingin þéttari og búast má við að í frábærum hljómi í Silfurbergi og með aukinni nánd við listamennina muni upplifun tónleika- gesta verða enn magnaðri,“ segir Þorsteinn. Á tónleikunum í Hörpu munu Nile Rodgers og Chic spila öll þekktustu lög sín. Á undan Chic munu Moses Hightower og Sísí Ey hita upp með dans- vænni íslenskri eðaltónlist. Miðaverð er 8.500 krónur og enn eru til miðar á Harpa.is og Miði.is. Skátar heiðra fallinn félaga Hljómsveitin Skátar snýr aftur í kvöld, föstudagskvöld, til að heiðra minningu Björns Kolbeinssonar, fyrrum bassaleikara sveitarinnar. Hann var í íslensku jaðarrokksenunni þekktur sem Bjössi Skáti eða sem El Buerno. Bjössi lést í köfunarslysi í Silfru við Þingvelli 28. desember síðastliðinn. Hann hafði búið frá því í ágúst 2009 í Genf í Sviss þar sem hann starfaði sem lögfræðingur hjá EFTA. Tónleikarnir eru á Faktorý og hefjast klukkan 22. Auk Skáta koma fram Bloodgroup, Grísalappalísa, Jan Mayen og Sig- tryggur Berg Sigmarsson. Miðaverð er þúsund krónur og allur ágóði af tónleikunum rennur til Kvennaathvarfsins.  SjónVarp ebba guðný guðMundSdóttir gerir MatreiðSluÞætti frá eigin brjóSti Heilsuréttir Ebbu í nýjum matreiðsluþætti „Ég verð með uppskriftir sem ég elda fyrir mína fjölskyldu, upskriftir sem hafa virkað. Ég vil vona að þær geti nýst fleirum því ég vil sýna fólki hvað það er einfalt að búa til hollan mat,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir um nýja mat- reiðsluþætti sem hún mun stjórna á RÚV næsta vetur. Ebba hefur vakið athygli fyrir heilsu- rétti sína. Þættir hennar á Mbl.is vöktu mikla athygli fyrir nokkrum misserum og bók hennar, Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?, sló í gegn á sínum tíma. Ebba hefur haldið úti heimasíðunni Pureebba.com um nokkra hríð. Nú tekur hún skrefið enn lengra og stjórnar átta þátta röð í Ríkissjónvarpinu. Saga film framleiðir og leikstjóri er Sævar Sigurðs- son. „Við vorum að klára síðustu tökuna í eldhúsinu svo ég er óskaplega glöð,“ segir Ebba og hlær. Auk þess að kenna áhorfendum að elda hollan mat fyrir fjölskylduna mun Ebba verða með ýmsan gagnlegan fróðleik í þáttunum. „Ég mun reyna að fræða fólk um hráefnið og eitt og annað um heil- brigða lífshætti og lífsstíl almennt. Það verða alls konar eldhúsráð líka. Og þetta verður allt frá mínu brjósti.“ -hdm Ebba Guðný Guðmundsdóttir stýrir nýjum matreiðsluþáttum á RÚV næsta vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.