Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 16
Enda fáar bækur þar Það gekk ágætlega að athafna sig á Bók- hlöðunni enda aðstæður til fyrirmyndar, nóg pláss, svo eru snagar sem hægt er að hengja af sér fötin. Háskólafólk upplýsti í könnun að ýmsar byggingar Háskóla Íslands hentuðu vel fyrir skyndikynlíf. Ekki síst Bókhlaðan þar sem plássið er gott. Tekið með töngum Ég tel mig fyllilega ráða við þetta. Ásmundur Einar Daðason þingmaður er störfum hlaðinn er lætur sig ekki muna um að aðstoða forsætisráðherra ofan á allt annað. En Framsókn er líka opin í báða enda Ég er alveg viss um að hann Ási er rosalega duglegur en það er ekki hægt að manneskja sem er í fjárlaganefnd, sem á að veita framkvæmda- valdinu aðhald, sé aðstoðarmaður ráðherra um málefni sem tengjast fjár- lögunum. Hann hlýtur þá alltaf að vera trúr framkvæmdavaldinu. Birgitta Jónsdóttir, pírati á þingi, hefur efasemdir um erindi Ásmundar Einars í forsætisráðuneytið. Eru þá allir í símaskránni komnir? Núna ætla ég að láta sverfa til stáls og ég mun stefna þessum útibússtjóra. Sturla Jónsson vörubílstjóri ætlar að verjast nauðungarsölubeiðni af fullri hörku. Feilnóta í gagnrýninni Ég vil hér með biðja Gunnar og hlutað- eigendur afsökunar á að hafa farið yfir strikið í umfjöllun minni um hann. Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen baðst afsökunar á þungum orðum sem hann lét falla um kvefaða tenórinn Gunnar Guðbjörnsson sem átti slæmt kvöld á tónleikum sem Jónas gagnrýndi í Fréttablaðinu. Hvaða vitleysa er þetta? Hvaða dónaskapur er það að telja menn einangrunarsinna fyrir að hafa þá skoðun að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusam- bandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra brást hinn versti við greinarskrifum Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu um helgina. En heldur þykir ráðherra seilast langt þegar hann skammar annálað prúðmenni eins og Þorstein fyrir dónaskap. En jólin? Hvort eitthvað kemur fyrir vorið fer að verða góð spurning en kannski hæstvirtur forsætisráðherra geti frestað vorinu líka, rétt eins og honum hefur nú hingað til tekist að fresta sumrinu og nóvembermánuði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, greindi Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, með frestunaráráttu. Vandinn í hnotskurn Vandræðalegt að Gísli Marteinn skuli hafa verið með sex karla og eina konu í öllum almennum umræðum í þættinum sínum í dag fyrir utan þær tvær konur sem mættu til að ræða vanda sem bitnar á konum og karlar hafa valdið til að breyta. Hildur Lilliendahl botnar lítið í Gísla Marteini sem var með karlafjöld í þætti sínum þar sem kynjahalli í fjölmiðlum var til umræðu.  Vikan sem Var Vikan í tölum Allt í einu fannst mér öll vandamál mín vera svo afskaplega yfirstíganleg Faðmlag þakklætis s tundum læt ég það draga mig niður að eiga ekki nýrri bíl eða búa í fínni húsakynnum. Ég verð líka pirruð ef ég er með hálsbólgu þegar ég er að fara í afmælisboð eða þegar ég verð andvaka og mæti ósofin í vinnuna. Ég er ekki frá því að svefnleysið auki á pirringinn. Nei, ég er ekki ein af þeim sem hef náð að tileinka mér hugsunarhátt Pollýönnu. Reyndar las ég bókina um hana aftur fyrir nokkrum árum og var svo hrifin að ég gaf barnapíunni eintak í afmælisgjöf því ég vildi að hún myndi upp- lifa sömu gleði og ég við lesturinn. Bókin um Pollýönnu kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1913. Löngu síðar var hún gefin út á Íslandi og fyrir örfáum árum var hún endurútgefin á íslensku. Söguþráðurinn er í stuttu máli sú að rík en skapvond kona sem hefur aldrei laðast að börnum neyðist til að taka að sér mun- aðarlausa 11 ára systurdóttur sína. Þessi stúlka er Pollýanna og hún er glöð sama hvað á dynur. Bjartsýni hennar og gleði smitar út frá sér og hefur undraverð áhrif á alla sem umgangast hana, líka skapvondu frænkuna. Í raun er þetta dásamleg saga um hvernig gleði og jákvætt hugarfar geta unnið bug á erfið- leikum lífsins og hana ættu allir að lesa sem oftast. Pollýanna hefur vingast við marga í raunheimum í gegnum árin. Ein þeirra sem lítur á Pollý- önnu sem sérstaka vinkonu sína er Katrín Björk Baldvinsdóttir sem er í viðtali hér í Fréttatímanum ásamt eiginmanni sínum, Eyþóri Má Bjarnasyni. Þau hjónin glímdu við ófrjósemi og reyndu í fimm ár að eignast barn. Katrín og Pollýanna urðu þá strax vinkonur. Katrín varð loks ólétt af þríburum með hjálp gjafasæðis og tæknifrjóvgunar, en eitt barnið dó á meðgöngunni. Pollýanna reyndist þá aftur mikil stoð og stytta. Fyrr á þessu ári greindist Katrín með brjósta- krabbamein, hún fór í brjóstnám og brjóstauppbyggingu og er nú laus við meinið. En það er ekki allt. Þrír mánuðir eru síðan Eyþór, maðurinn hennar, lenti í alvarlegu vélhjóla- slysi. Honum var um tíma haldið sofandi í öndunarvél og þurfti hann að fara í ellefu tíma aðgerð til að laga andlit hans en allur neðri hluti þess var brotinn. Pollýanna er góð vinkona fjölskyldunnar og hefur haft mikil áhrif á líf þeirra. Já- kvæðni þeirra hjóna er einstök. Í raun var það einstök reynsla fyrir mig að fá tækifæri til að hitta þau og ég fylltist auðmýkt yfir gleði þeirra og þakklæti í stöðu sem margir hugsa til með kvíða og sorg. Ég veit ekki hversu oft mig langaði hreinlega til að faðma þau á meðan á viðtalinu stóð en fannst það nú ekki alveg viðeigandi. Að viðtalinu loknu, þegar ég var komin í skóna og úlpuna, stóðst ég ekki lengur málið og spurði feimnislega hvort ég mætti svolítið – hvort ég mætti faðma þau. Við föðmuðumst og mér fannst það forréttindi að fá að taka utan um þetta ótrúlega fólk. Katrín benti þá á enn eina jákvæðu hliðina við tilveru þeirra, að nú væru svo margir sem vildu faðma þau og þannig margir sem þau fengju að faðma. Í bílnum á leiðinni heim fylltist ég líka miklu þakklæti fyrir allt sem ég hef og fannst öll mín vandamál allt í einu vera svo afskaplega yfirstígan- leg og ógurlega smá. Við föðmuðumst og mér fannst það forréttindi að fá að taka utan um þetta ótrúlega fólk. Íbúðir • Leiguíbúðir • Öryggisvöktun • Frábært útsýni • Púttvöllur • Íbúaþjónusta • Gott aðgengi • Gönguleiðir Þjónustumiðstöð • Innangengt frá íbúðum • Innisundlaug • Hádegismatur • Fjölbreytt afþreying • Sjúkraþjálfun • DAS klúbbur • Hárgreiðsla Kynnið ykkur kostina Íbúðir sýndar alla virka daga Hafið samband í síma 585 9302 og hjá thuridur.gunnarsdottir@hrafnista.is Njótið lífsins í íbúðum fyrir 60+ Boðaþing 22-24 Kópavogi Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is sjónarhóll 28 matreiðslubækur koma út hér á landi í ár sem ku vera met. Eva Laufey Kjaran er höfundur einnar bókarinnar. 460 fermetrar er húsið að Blikanesi 20 sem sett var á sölu á dögunum. Það þykir eitt glæsilegasta hús landsins og var eitt sinn metið á 200 milljónir króna. 800.000 manns hafa nú halað niður spurninga- leiknum QuizUp sem íslenska leikjafyrir- tækið Plain Vanilla hannaði. 500 milljónir króna hefur fjárfestingafélag Skúla Mogensen greitt inn í WOW air í formi hlutafjár. Heildarfjárfesting hans er því orðin 1,5 milljarðar króna frá stofnun WOW. 16 viðhorf Helgin 15.-17. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.