Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 76
76 skák og bridge Helgin 15.-17. nóvember 2013  Skák Ný Skákbók á íSleNSku fyrir börN og byrjeNdur Loksins, loksins! f agnaðarefni: Í dag kemur út hjá Bókabeitunni bókin „Lærum að tefla“. Þetta er bók fyrir byrjendur í skák sem útskýrir mannganginn á einfaldan og þægilegan hátt með líflegum skýringarmyndum og auðskiljanlegum dæmum. Bókin var upphaflega gefin út af barnabókaútgáfunni Usborne. Þetta virta breska forlag var tilnefnt barna- bókaútgefandi ársins árið 2012-2013 fyrir einstaklega vandaðar bækur og áherslu á fróðleik í bland við skemmtun. Það var því ekki að ástæðulausu að Bókabeitan leitaði til Usborne þegar leit stóð yfir að vandaðri kennslubók í skák. Hugmyndin kom reyndar frá ágætum bóksala, einsog segir í tölvupósti til um- sjónarmanns skákdálksins, og þótti það góð að umsvifalaust var farið af stað að finna réttu bókina. Gefum Bókabeitunni orðið: „Það var reyndar þannig að við höfðum samband við nokkra útgefendur og blöðuðum gegnum ansi margar bækur þar til við fundum þá réttu. Eftir á að hyggja hefur sú staðreynd að enginn starfsmanna Bókabeitunnar hefur mikla þekkingu á skák, utan að kunna mann- ganginn, líklega hjálpað við að finna bók sem útskýrir málið á auðskiljanlegan hátt.“ Fyrir börn og byrjendur Bókin er aðgengileg fyrir byrjendur í skák og hentar vel börnum. Hún skýrir mann- ganginn vel en fjallar einnig um algengar skákfléttur og hugsunarhátt sem gott er að tileinka sér þegar maður teflir. Bókin er skreytt líflegum myndum af taflmönnum og teikningum til skýringa og þótt verið sé að kenna tungumál skákarinnar þá er það gert á léttan og auðskilinn hátt. Lærum að tefla er skemmtileg og að- gengileg handbók fyrir skákkennslu. Upp- setning er afar skýr þannig að þeir sem kunna að tefla geta notað bókina til kennslu og börn geta einnig skoðað hana sjálf og kennt þannig sjálfum sér. Hér og þar um bókina eru þrautir sem tengjast efninu og lausnirnar aftast. Full ástæða er til að fagna frumkvæði Bókabeitunnar. Skákbækur hafa verið sjaldséðir gripir á Íslandi, síðan hinn mikli skákfrömuður Jóhann Þórir Jónsson lést. Hann gaf í áratugi út tímaritið Skák, og puðraði út skákbókmenntum fyrir háa og lága. Jóhann Þórir var ein allra merkileg- asta persóna íslenskrar skáksögu, og ein- staklega gleðilegt að merki hans skuli nú hafið á loft á nýjan leik. Og það er mikil þörf fyrir þessa nýju bók. Þúsundir ungra – og eldri – skákunnenda hafa beðið í ofvæni eftir bók sem útskýrir grundvallarlögmál skákíþróttarinnar. Skák er nú kennd í tugum grunnskóla í Reykjavík, þökk sé Skákakademíunni, og fjölmörgum skólum utan höfuðborgar- svæðisins. Nýja bókin nýtist ekki einasta byrjendum, heldur jafnframt kennurum, foreldrum, öfum og ömmum, og öllum þeim sem leiðbeina byrjendum um fyrstu stig skákarinnar. Við í þessum dálki til- nefnum „Lærum að tefla“ sem eina af bókum ársins! Spennan magnast í Chennai Magnus Carlsen og Vishy Anand hafa nú teflt fjórar skákir í heimsmeistaraeinvíg- inu á Indlandi. Þeim hefur öllum lokið með jafntefli, en spennan magnast með hverri skák. Anand heimsmeistari mætir greinilega vel undirbúinn til leiks gegn norska undrabarninu, og ætlar ekki að láta krúnuna af hendi án baráttu. Fimmta skák einvígisins verður tefld í dag, föstudag, og hér skal því spáð að hrein úrslit fáist í fyrsta sinn. Allir veðbankar heims spá Carlsen sigri í einvíginu – og að hann verði þar með fyrsti heimsmeistari Norðurlanda í skák – en enginn skyldi af- skrifa Anand; hann er einn af risum skák- sögunnar, hokinn af reynslu og brimandi af snilld. Hægt er að fylgjast með á chess- bomb.com og fréttum á skak.is. Góða skákhelgi! f jöldi Íslendinga hefur undanfarin ár tekið þátt í bridgehátíð á hinni fallegu eyju Madeira sem er fyrir norðan Kanaríeyjar fyrir utan vesturströnd Afríku. Keppnisform er þannig að byrjað er á upp- hitunartvímenningi, síðan kemur þriggja daga tvímenningur og síðan þriggja daga sveitakeppni. Fjölmargir sterkir spilarar, bæði íslenskir og erlendir hafa verið þátttak- endur þarna um árabil og fjarri því auðvelt að hafa sigur í einhverri þessara keppna. Á Madeira bridgehátíðinni, sem lauk um síðustu helgi, hafði sveit sem hét Stone Cutters sigur í sveitakeppninni að þessu sinni. Hún var skipuð Íslendingunum Sveini Rúnari Eiríkssyni og Þresti Ingimarssyni auk Þjóðverjanna Jascha Garre og Matthias Schueller. Sveit sem bar nafnið Don Julio hafnaði í fjórða sæti en hún var skipuð Júl- íusi Sigurjónssyni og Rúnari Einarssyni auk hins sænska Peter Fredins og Gary Gott- lieb. Lokastaða 5 efstu sveita varð þannig: 1. Stone Cutters .................................................. 161,33 2. Sigdonneman ................................................. 156,95 3. Palma .............................................................. 156,10 4. Don Julio......................................................... 149,97 5. Buchlev ........................................................... 148,77 Sveit Stone Cutters mætti enskri sveit (Stanford) í 6. umferð og þar hafði sveit Stone Cutters betur. Á borðinu þar sem Sveinn Rúnar og Þröstur sátu NS vakti Sveinn Rúnar í annarri hönd á einum tígli í norður, austur kom inn á einu hjarta, Þröstur (suður) sagði tvö hjörtu til að sýna stuðning í tígli og áskorun eða betri spil. Vestur doblaði (lofaði ekki endilega háspili í hjarta, heldur fyrst og fremst stuðningi við hjartalitinn. Sveinn sýndi lauflit sinn með 3 laufum, Þröstur krafði aftur með 3 hjörtum og Sveinn sagði 4 lauf sem lofaði 5+ tíglum og 5 laufum. Þröstur valdi 4 hjörtu til að krefja spilið og Sveinn bauð upp á 5 tígla. Metnaður Þrastar var meiri svo hann sagði 5 grönd og Sveinn endaði sagnir með því að segja 6 tígla. Allt spilið var svona, Vestur gjafari og allir á hættu: Sveinn fékk út hjartaþrist frá austri og Sveinn varð að finna niðurkast fyrir tapslag í spaða. Hann ákvað að treysta ekki á hjarta- svíningu og hafði það sem aukamöguleika að hann gæti gert sér mat úr laufinu. Hann drap á hjartaás og spilaði laufás og aftur laufi sem vestur trompaði. En þessi vörn gerði Sveini mögulegt að standa slemm- una. Vestur skipti yfir í spaða sem Sveinn drap á ás í blindum. Hann tók tvisvar tígul, trompaði hjarta heim, trompaði lauf og trompaði aftur hjarta og hjartakóngur vest- urs féll. Enn voru tvö tromp í blindum, svo Sveinn Rúnar gat trompað tvö síðustu laufin og hent spaðatapslag í hjartadrottningu. Á hinu borðinu opnaði vestur á veikum tveimur spöðum og NS sögðu sig einnig upp í tígulslemmu. Spaðaútspil í byrjun neyddi sagnhafa til að treysta á hjartasvíningu sem gekk ekki. Stone Cutters græddi 17 impa á þessu spili. Parasveitakeppni í nóvember 2013 Íslandsmótið í parasveitakeppni verður haldið helgina 16-17.nóvember. Hægt er að skrá sveitir á síðu Bridgesambands Íslands (bridge.is ) og í síma 587 9360. Íslands- meistarar 2012 er sveit PwC. Jón og Sigurbjörn í forystu í BR Þriðjudagskvöldið 5. nóvember hófst þriggja kvölda butler tvímenningur hjá Bridgefélagi Reykjavíkur sem ber heitið Sushi Samba tvímenningur. Það kemur ekki á óvart að spilafélagarnir Jón Baldurs- son og Sigurbjörn Haraldsson skoruðu mest á fyrsta kvöldinu. Staða efstu para er þannig: 1. Sigurbjörn Haraldsson – Jón Baldursson ................. 59,0 2. Friðjón Þórhallsson – Hrólfur Hjaltason ................. 51,1 3. Kjartan Ásmundsson – Stefán Jóhannsson .............. 46,0 4. Björn Eysteinsson – Guðmundur Sv. Hermannsson .. 41,0 5. Helgi Sigurðsson – Haukur Ingason ........................ 31,0  bridge SveiNN rúNar eiríkSSoN og ÞröStur iNgimarSSoN efStir Sigur Íslendinga á Madeira Fyrsta bókin í divergent þríleiknum er komin út í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur sem þýddi Hungurleikana 97% af 420.000 notendum á Goodreads líkar Afbrigði Divergent ... þarf að segja eitthvað meira? www.bjortutgafa.is Sími 588 6609 4.4 stjörnur af 5 mögulegum skv. notendum Goodreads „This book is simply a must read“ - The Guardian Mest selda rafbók Harper Collins frá upphafi FRUMSÝND Í MARS 2014 KVIKMYNDIN afbrigðidiver ge nt BÓKAÚTGÁFA ♠ G9 ♥ 2 ♦ ÁKD52 ♣ D8642 ♠ Á6 ♥ ÁD65 ♦ G9864 ♣ Á5 ♠ D108752 ♥ K94 ♦ 1073 ♣ 7 ♠ K43 ♥ G10873 ♦ - ♣ KG1093 N S V A Sveinn Rúnar Eiríksson og Þröstur Ingimarsson náðu fyrsta sæti í sveitakeppni á bridgehátíð á eyjunni Madeira undan vesturströnd Afríku. Lærum að tefla. Kærkomin bók fyrir börn og byrjendur á öllum aldri. Lærum að tefla er skemmtileg og aðgengileg handbók fyrir skákkennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.