Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 64
64 bílar Helgin 15.-17. nóvember 2013  Bílar Chevrolet trax hönnun Yfirhönnuður Kia verðlaunaður HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUM HÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Fallegur, fjórhjóladrifinn „jepplingalingur“ v á, þetta er eins og geim-skip!“ sagði vinkona mín þegar hún settist inn í bíl hjá mér í vikunni þegar ég var að prófa nýjan Chevrolet Trax. Það eru orð að sönnu, því hann er, líkt og flestir nýir bílar nútildags, með mjög framúrstefnulegt mælaborð þar sem stór litaskjár fyrir miðju er mest áberandi. Chevrolet Trax er stór smábíll eða lítill jepplingur (ætti því kannski að kallast „jepplingalingur“), allt eftir því hvernig á það er litið. Hann er nettur og fallegur en er þeim kost- um búinn að hann er álíka hár og jepplingur og því situr maður hátt og auðvelt er að stíga inn og út úr honum. Hins vegar er hann lítill um sig sem getur verið kostur fyrir þá sem þurfa að fara mikið um í borg- arumferðinni en þurfa ekki pláss fyrir mörg börn í aftursætinu. Því hann er ekki eins rúmur að innan og sýnist að utan. Ég myndi mæla með honum fyrir fólk með stálpuð börn (eða barnlaust fólk eða fólk með uppkomin börn) en leggja til að barnafólkið tæki stærri týpu á borð við Orlando eða Captiva, ætli það á annað borð að velja Chevrolet, því ég átti erfitt með að spenna börnin í barnastólana sem eru reyndar óþol- andi breiðir. Traxinn er hlaðinn aukabúnaði og mjög fallega hannaður, jafnt að utan sem innan. Hann er nokk- uð sparneytinn og búinn þeim kostum að hann drepur á sér á ljósum til þess að draga úr elds- neytiseyðslu. Hann er með bakk- myndavél og fjarlægðarskynjara auk þess sem hann er með fínustu hljómflutningsgræjur sem stýrt er í gegnum stóran skjá sem tengja má við síma í gegnum Bluetooth svo hann virkar sem framlenging á snjallsíma. Mér fannst sannarlega kostur að sitja svona hátt. Hins vegar hefði ég persónulega viljað hafa meira rými milli framsætanna, eða hand- bremsuna staðsetta betur fyrir miðju svo hún þvælist ekki fyrir beltisfestingunni þegar maður spennir bílbeltið með handbrems- una á. Ég fann reyndar að það vandist með tímanum. Bíllinn sem ég prófaði var með 1,7 lítra dísilvél og beinskiptur og reyndist vel í akstri. Það er þægi- legt að taka u-beygjur á honum, ekki síst vegna fjarlægðarskynj- aranna sem láta vita ef bíllinn er kominn of nálægt öðrum bíl eða annarri fyrirstöðu. Hann er fjór- hjóladrifinn sem hentar vel í ís- lenska vetrinum. Hann er mjög öruggur og hlaut hæstu einkunn í öryggisprófi Euro NCAP. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Chevrolet Trax er fallegur, lítill jepplingur, sem hentar vel fólki sem þarf ekki að troða barna- stólum í aftursætið. Hann er vel búinn aukabúnaði og mæla- borðið er eins og á geimskipi. Plúsar Fallegur Hár Gott útsýni Góð stærð á skotti Ekki fyrir fólk með barnastóla Eiginleikar Eldsneytisnotkun 4,9 lítrar* Co2 losun (gr/km) 120 Hámarkshraði (km/klst) bsk 200 Verð frá 4.890.000 kr *Eldsneytisnotkun lítrar/km í blönduðum akstri Aðrir bílar í sama flokki Kia Sportage kr. 4.990.777 Mazda CX-5 kr. 5.490.000 Nissan Qashqai kr. 4.990.000 Ford Kuga kr. 5.790.000 Subaru Forester kr. 5.790.000 Chevrolet Trax er hlaðinn búnaði og fallega hannaður. Ljósmynd/Hari Þýski bílahönnuðurinn Peter Schreyer, yfirhönnuður hjá Kia Motors, hlaut Gullna stýrið fyrir afburða árangur í hönnun í bíla- iðnaðinum. Schreyer hefur hannað alla hina nýju línu bílaflota Kia Mot- ors sem þykir ákaflega vel heppn- uð. Það eru þýsku bílaritin Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin sem þykja mjög eftirsótt, að því er fram kemur í tilkynningu Öskju, umboðsaðila Kia. „Ég er ákaflega stoltur að hljóta þessi mikilvægu verðlaun. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig pers- ónulega en einnig hönnunarteymi Kia um heim allan sem hafa skilað frábærri vinnu,“ segir Schreyer en hann er einungis annar hönnuður- inn sem hlýtur Gullna stýrið frá upphafi en Giogdetto Giugiaro hlaut verðlaunin árið 1995. „Kia Motors gaf mér hið einstaka tækifæri að endurhanna heila línu af vönduðum bílum frá grunni og gefa þeim nýtt andlit og nýjan kar- akter. Þetta hefur verið mikil en skemmtileg áskorun og ég vil þakka fyrir það mikla traust sem mér var sýnt,“ segir Schreyer. Schreyer var á síðasta ári ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin átta ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsvið- inu. Schreyer hefur, ásamt hönnun- arteymi Kia, endurhannað bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunar- verðlauna um allan heim á undan- förnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee‘d og pro cee‘d. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrir- tækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kom á markað á þessu ári. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Peter Schreyer hlýtur Gullna stýrið Peter Schreyer, yfirhönnuður og forstjóri Kia Motors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.