Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 27
Öflugi sportjeppinn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 28 75 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz GLK 220 CDI með 7 þrepa 7 G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu. Verð frá 7.590.000 kr. Mercedes-Benz GLK er ríkulega búinn og einstaklega öflugur sportjeppi. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og aukinn stöðugleika, jafnt á bundnu sem óbundnu slitlagi. 4MATIC er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,1 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs. Kertaljósamatur á laugar- dögum Á Vinasetrinu gengur helgin eins og hún myndi gera hjá hefðbund- inni stórfjölskyldu. „Á föstudögum búa öll börnin til eigin pizzu. Á laugardagskvöldum erum við með kertaljósakvöldverð. Þá reynum við að gera fínan mat. Þau hafa beðið um að við eldum lambalæri en það sem þau eru hrifnust af eru hakk og spaghettí sem okkur finnst meira svona mánudagsmatur,“ segir Silja. Krökkunum finnst mjög gaman að taka þátt í matargerðinni. Þau baka líka og koma jafnvel með uppskriftir af uppáhaldskökunni sinni. „Sumum finnst mjög merki- legt að fá að brjóta egg því við erum ekkert að stressa okkur á hvort það kemur smá skurn með. Við plokkum hana þá bara úr,“ segir Silja. Allir ákveða saman hvað er gert yfir daginn, oft er farið í sund, á Víkingasafnið, í Skessuhelli eða einfaldlega bara út á leikvöll. „Þjóð- leikhúsið bauð okkur á sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi og það var mjög gaman. Í þeirri ferð var 12 ára drengur sem hafði aldrei farið í leikhús. Hann var í fyrstu mjög stressaður og við þurftum að út- skýra fyrir honum hvað leikhús var. Fyrir mörg þessara barna er mikil upplifun að fara í leikhús, bíó eða á skyndibitastað því á þeirra heimili eru ekki til peningar til að gera svona lagað, sérstaklega ekki þegar það eru mörg börn á heim- ilinu,“ segir Díana. Meðal þess sem þær hafa unnið með á Vinasetrinu er ótti sumra barna við karlmenn. „Þetta eru börn sem hafa upplifað heimilisof- beldi eða að karlmenn hafa verið mjög fjarlægir í þeirra lífi. Þau sjá karlmenn sem ákveðna ógn og tengja ekkert gott við þá, líta hrein- lega á þá sem vondar verur,“ segir Hildur. Silja bendir á að þarna hafi einnig verið drengur sem óttaðist konur. „Það var mikil áskorun fyrir okkur að sýna þeim dreng okkar allra bestu hliðar. Hann leit á kon- ur sem hræðilegar og vondar, og fannst mæður alveg skelfilegar. Síðan er líka eitt barn sem vill ekki vera nálægt ömmum. Þessi börn koma hingað með stóra bakþoka fulla af reynslu,“ segir hún. Um næstu helgi hefur fyrsti karl- maðurinn störf hjá Vinasetrinu og verður því til tækifæri til að vinna með ótta þeirra barna sem hræðast karlmenn. „Börn þurfa að upplifa að karlmaður geti verið skemmti- legur og sé til staðar þegar þau mæta hingað. Þau þurfa að fá sem réttasta mynd af veröldinni og fari út í lífið vitandi að það er hægt að stóla á fullorðna einstaklinga hvort sem þeir eru karlmenn eða konur,“ segir Hildur. Hreinsuðu geymslur hjá vin- unum Þær fóru í gegn um þykkan bunka starfsumsókna og völdu vandlega úr enda gera þær miklar kröfur til starfsfólks. Auk þess er það mikil skuldbinding að vera í Vinasetrinu heila helgi þar sem engin vakta- skipti eru. Það er samt hluti af því að líkja eftir hefðbundnu fjöl- skyldulífi. „Um daginn vaknaði einn strákurinn snemma og ég fór líka á fætur og borðaði með honum morgunmat. Hann var mjög hissa á því að ég kæmi með honum. Þau eru ekki öll vön því að fullorðnir sýni áhuga á því að vera með þeim, borða með þeim morgunmat og horfa með þeim á barnatímann,“ segir Silja. „Sum þessara barna eru nánast sjálfala. Það eru krakkar allt niður í 7 ára sem pakka sjálfir niður áður en þau eyða helginni hér. Svo eru líka börn sem hafa farið í fóstur og það getur verið erfitt fyrir þau og foreldra þeirra að venjast þessu. Foreldrar óttast að barnið verði tekið og barnið á erfitt með að venj- ast nýjum stað. Við vinnum þá með þeim í aðskilnaðarkvíða. Sum börn- in eiga ekki vini og kunna ekki að nálgast jafnaldra sína. Þau eignast sum vini hér og mynda tengsl sem er þeim dýrmætt,“ segir hún. Vinasetrið á sér enga fyrir- mynd, hvorki hér á landi né erlendis svo þær viti til. Það er fjármagnað með samningum við félagsþjónustuna og barna- verndarnefndir og er ekki rekið í gróðaskyni. Þeim hefur reynst erfitt að sækja um styrki, bæði því þessi tegund af nýsköpun passar illa inn í skilgreinda flokka og svo því að fyrirtæki veigra sér við að styrkja félag sem ekki getur aug- lýst styrkveitingarnar. Vinasetrið hefur þó fengið bakpoka frá Sím- anum, mynddiska frá Myndformi og kynningarbæklinga frá Odda. „Annars höfum við bara hreinsað út úr geymslum hjá vinum og ættingjum. Ég held að fólk hætti bráðum að svara okkur,“ segir Hildur hlæjandi en meðal þess sem þau hafa fengið frá vinum eru ýmisskonar spil og leiktæki. Fyrst og fremst er áherslan lögð á að vinna náið með fjölskyldunni og félagsþjónustunni. „Þetta hefur gengið mjög vel og okkur hefur tekist að mynda traust. Við sjáum að það er þörf fyrir Vinasetur annars staðar á landinu og einnig fyrir börn sem eru eldri en 13 ára. Vonandi verður hægt að veita þá þjónustu þegar fram í sækir,“ segir Hildur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Á dýnugólfinu eru allir í sömu hæð. Þar má hoppa, rúlla sér eða bara slaka á. úttekt 27 Helgin 15.-17. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.