Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 18
Ástríðufullt orðbragð og fíflagangur Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason byrja með nýjan skemmtiþátt þar sem tungumálið í allri sinni dýrð verður í brennidepli. Þátturinn heitir Orðbragð og þar ætla þau Brynja og Bragi að leika sér að tungumálinu, toga það og teygja. Bæði segjast þau gera þetta af brennandi ást og ástríðu fyrir íslenskunni sem þau féllu ung fyrir í fásinni úti á landi þar sem bóklestur var helsta dægradvölin. B rynja Þorgeirsdóttir, ritstjóri Djöflaeyj-unnar í Sjónvarpinu, og Baggalútur-inn Bragi Valdimar Skúlason sjá um skemmtiþáttinn Orðbragð sem hefur göngu sína sunnudagskvöldið 24. nóvember. Í þætt- inum fjalla þau um tungumálið frá ýmsum hlið- um og blása í það lífi með hæfilegum fíflagangi. Þau ætla að fjalla um hvernig ný orð verða til, um dónaleg orð, af hverju sérfræðingar tala oft svo óskiljanlega, hvernig íslenska verður orðin eftir 100 ár og ýmislegt fleira auk þess sem mál-tilraunastofa Braga verða á sínum stað í hverjum þætti. „Þetta er mikið stuð,“ segir Bragi sem tók Brynju fagnandi þegar hún hringdi í hann fyrir nokkrum mánuðum til þess að athuga hvort hann væri til í að gera sjónvarpsþætti um tungumálið. „Mér fannst það vera skemmti- legasta símtal ársins, af því að þetta var einmitt það sem ég hafði áhuga á að gera. Brynja var óð og uppvæg að gera þessa þætti.“ Orðbragð sækir sér fyrirmynd til norska þáttarins Typisk norsk sem átti sér svo aftur fyrirmynd í hinum sænska Värsta språket en eftir að hafa horft á norska þáttinn vildi hún endilega gera eitthvað svipað um íslensku. „Norðmenn hafa gert skemmtilega þætti um tungumál. Annað en Íslendingar. Þetta er mjög skemmtilegur þáttur. Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta sé norskt. Norðmenn eru al- veg að massa grínið eftir margar magrar aldir,“ segir Bragi og bætir við að þau hafi hrifist af nálgun Norðmannanna. „Þetta er ekki kópía af norsku þáttunum,“ skýtur Brynja inn í ákveðin. „Nei, nei, en þetta er svolítið kærulaus nálgun á tungumálið,“ heldur Bragi áfram. „Við förum líka út um allt og erum ekki bara bundin við einhver ákveðin afmörkuð efni. Höfum svo- lítið allt undir og svolítið svona grín með.“ „Þetta hefur alltaf haft yfir sér einhverja leiðinda stagl áru,“ segir Brynja um tungu- málaþætti fortíðarinnar. „Kennari í flókaskóm að berja þig með priki og kenna þér að beygja afturbeygðar sagnir. Okkur langaði til að draga það fram hversu lifandi tungumálið er. Hversu mikið það er hægt að leika sér með það. Og fífl- ast með það.“ Doxop Brynja segir þau hafa fengið alveg frjálsar hendur og að þau muni því koma víða við. „Við erum aðeins að fikta í tungumálinu og virða það fyrir okkur,“ segir Bragi. „Þetta er okkur mikið hjartans mál og bara lang flestum Ís- lendingum.“ Og Brynja heldur áfram: „Við erum að nota tungumálið allan daginn og það gengur þvert í gegnum allt sem við gerum. Menninguna og bara lífið allt. Við reyndum að vanda okkur rosalega. Vegna þess að yngsti aldurshópurinn, þau sem eru í menntaskóla og efstu bekkjum grunnskóla, eru svo kröfuharður áhorfenda- hópur og slökkva bara strax.“ „Og kveikja helst ekki.“ Botnar Bragi. Þau telja sig þó fullfær um að halda áhorfend- um við efnið með fjörugri nálgun á tungumálið. „Það var gríðarlega gaman að gera þessa þætti og bara að fá að gera þá. Og í raun og veru mjög undarlegt að það hafi ekki verið neinir svona þættir um tungumálið,“ segir Bragi og bendir á að framleiðslan hafi verið ansi umfangsmikil. „Þetta er í sjálfu sér ekki eitthvert kennsluefni þetta er bara reyna lúmsk leið til að kveikja áhuga“ „Það er búið að planta alls konar nördisma í þetta sem fólk fattar kannski ekkert endilega,“ segir Brynja. „Nema kannski einstaka nörd sem kveikir á því.“ Brynja upplýsir síðan að það sé einmitt ekki síst í nördismanum sem þau nái vel saman. „Ég komst nefnilega að því að Bragi, eins og ég, ólst upp í einangrun...“ „Í Hnífsdal,“ skýtur Bragi inn í. „Vestur á fjörðum, í Hnífsdal, þar sem ekk- ert var við að vera nema stinga nefinu ofan í einhverjar bækur,“ heldur Brynja áfram. „Og hann er svona hálf anti-sósíal týpa. Svona svolítið eins og ég. Þarna fann ég svolítinn andlegan skyldleika með honum,“ segir hún og hlær. „Þetta er mjög anti-sósíal þáttur,“ segir Bragi. „Bragi hafði semsagt ekkert mikið að gera heldur en að lesa bara og pæla í orðum. Greinilega. Þannig að hann er búinn að pæla rosalega mikið í tungumálinu og fór síðan í nám í íslensku sem ég gerði reyndar ekki. Hann hefur sérkennilegan áhuga á íslensku. Hann pælir mjög mikið í því hvernig orð líta út. Á prenti. Og er mjög hrifinn af orðum sem eru ekki til. Og ættu helst að vera til. Eins og doxop.“ Brynja bendir á að doxop sé þeirri náttúru gætt að sé það skrifað niður og svo snúið á hvolf þá líti það eins út. „Svo þegar maður gúgglar það reyndar þá sér maður að það þýðir eitthvað á einhverju tungumáli.“ „Það þýðir örugglega eitthvað mjög dóna- legt.“ Glottir Bragi. „Tungumálið er bara mjög skemmtilegt.“ „Maður á að leika sér með tungumálið. Maður á að hafa gaman af því, “ segir Brynja. Málfræðitöffarar „Svo er hann líka snertifælinn,“ segir Brynja og brosir prakkaralega um leið og hún segir frá því í byrjun samstarfsins hafi hún gert Braga lífið leitt með því að heilsa honum með faðmlagi og kossi, eins og henni er eðlislægt. „Tölum aðeins um snertifælnina mína.“ Seg- ir Bragi og virðist alveg til í að breyta strax um umræðuefni. „Eftir nokkur skipti fann ég að þetta fór eitt- hvað illa í hann og spurði hvort honum þætti þetta óþægilegt og hvort hann vildi að ég hætti þessu.“ „Og þá var það útrætt,“ segir Bragi og bætir við að samstarfið hafi verið mjög skemmtilegt eftir að Brynja hætti að heilsa honum með kossi á kinn. „Þá fór þetta að ganga og er búið að vera helvíti gaman. Og ég vona bara að þessir þættir veki áhuga fólks á þessu blessaða máli og ekki síst á okkur sko. Að við fáum mikla athygli.“ Bragi segir fjölda viðmælenda koma við sögu í þættinum. „Við erum að reyna að gera málfræðinga dálítið töff,“ segir hann og nefnir sem dæmi að þau reyni að upphefja inniskó með smart myndavélahreyfingum. „Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af fólki sem þykir vænt um tungumálið og er að grufla í því alla daga.“ „Já, það er rétt. Þessi væntumþykja er kannski kjarni málsins.“ Segir Brynja. Og Bragi heldur áfram: „Það er hægt að finna það út um allt. Fólk sem situr við og hefur metnað fyrir því að þýða ný orð sem okkur vantar inn í tungumálið. Situr bara og er að þýða tölvuorð og tæknimál. Nöfn jurta, dýra og skordýra. Einhver verður að gefa þessu nöfn, það er ekkert sérstaklega þakklát starf alltaf. 90% af orðunum deyja kannski bara strax. Þetta er náttúrlega eilífðarbarátta að halda þessu uppi.“ „Það er náttúrlega dálítið mál að finna ný orð og mörg dæmi eru til um misheppnuð ný orð sem fólk hefur reynt að koma í umferð en það hefur bara ekki gengið vegna þess að upprunalega slettan var bara þjálli. Eins og til dæmis klassíska dæmið „togleðurshringur“ fyrir dekk. Þá vildu menn ekki segja gúmmí. Þetta var reynt en náttúrlega bara festist ekk- ert. Og bjúgaldin fyrir banana.“ „Það þarf alltaf að finna þessu einhvern far- veg og það er bara gaman að spá í þessu. Þetta er skemmtilegt mál,“ segir Bragi. Að spara pláss á skjá og skinni Brynja og Bragi segjast hafa litlar áhyggjur af framtíð íslenskunnar. Hún muni alltaf spjara sig og að áhyggjurnar af henni séu síður en svo nýjar af nálinni heldur sígilt áhyggjuefni í gegnum árhundruðin. „Svo kemst maður að því að margt af því sem krakkar eru að gera í dag hefur bara verið stundað árhundruðum saman. Eins og þessar styttingar sem krakkar nota og fullorð- ið fólk líka og við öll í símum og á netinu. Eins LOL til dæmis. Þetta var líka í handritunum. Með sömu lógík þar sem verið var að spara pláss, spara skinn og tíma. Það skildu allir þetta þannig að það þótti sjálfsagt að stytta,“ segir Brynja og Bragi sér þjóðhagslegan ávinning af þessu: „Svo fær fólk vinnu eftir nokkur hundruð ár við að þýða gömul SMS þannig að þetta er atvinnuskapandi líka.“ Bragi er þess fullviss að Orðbragð muni höfða til fólks. „Það þarf náttúrlega ákveðna fötlun til að takast á við svona verkefni.“ „Áfram örvhentir,“ segir Brynja og bendir á að þau séu einmitt bæði örvhent rétt eins og Konráð Pálsson sem kom að dagskrár- gerðinni með henni. „Við þurfum bara fleiri örvhenta dagskrárgerðarmenn. Hverjar eru líkurnar á því að þrír höfundar að sama verk- efninu séu allir örvhentir?“ Spyr hún, bersýni- lega býsna ánægð fyrir hönd þessa samfélags- hóps. „Við höfum ástríðu fyrir þessu,“ segir Bragi. „Og ást,“ bætir Brynja við og sjálfsagt ligg- ur helst þar sú fötlun sem Bragi vísar til. „Vonandi fáum við að gera 40 seríur í við- bót,“ segir Bragi. „Eða kannski ekki. Það yrði svo mikil vinna fyrir Brynju.“ „Kannski eina í viðbót,“ segir Brynja sem bar hitann og þungann af dagskrárgerðinni. „Ég seldi sál mína fyrir þetta verkefni sem er eitt það erfiðasta sem ég hef unnið, “ segir Brynja um Orðbragð en fyrsti þátturinn af sex verður sýndur í Sjónvarpinu síðasta sunnudag þessa mánaðar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa brennandi áhuga á íslensku máli og ætla að leika sér með það í sjónvarpsþáttunum Orðbragð sem hefja göngu sína í Sjónvarpinu síðar í þessum mánuði. Ljósmyndari/Hari 18 viðtal Helgin 15.-17. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.