Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 56
H ugmyndin að kisukertinu kviknaði þegar ég var í námi við Royal College of Art í London en þá fór ég að velta fyrir mér hvernig fólk notar kerti. Einn daginn horfði ég á kerti bráðna sem var í laginu eins og lítill feitur jólasveinn. Hann aflagaðist allur og mér fannst það frekar fyndið hvað fólk spáir lítið í því hvað þetta er í rauninni hrollvekjandi,“ segir Þór- unn Árnadóttir hönnuður sem í fram- haldinu velti því fyrir sér hvort hún gæti einhvern veginn gert þá athöfn þegar kerti brennur upp að meiri upplifun og er nú búin að hanna kerti sem er eins og köttur í laginu. Inni í kertinu er beinagrind sem kemur smátt og smátt í ljós þegar kertið brennur. „Beinagrindin er falin inni í vaxinu og bíður eftir að láta sjá sig óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu,“ segir hún. Þórunn segir að tilvalið hafi ver- ið að hanna kött því þeir séu ýmist taldir táknmynd krúttlegheita og sakleysis eða að þeir eigi sér dekkri hlið og hafa til dæmis verið kallaðir gæludýr kölska. „Kettir voru dýrk- aðir sem guðir í Egyptalandi til forna og á okkar tímum virðast þeir ráða yfir internetinu. Svo hafa þeir níu líf. Þeir búa greinilega yfir einhverj- um myrkum öflum. Kisa felur í sér báðar þessar hliðar. Hún byrjar sem sakleysislegur og krúttlegur kett- lingur en umbreytist í beinagrind með hvassar tennur og eldglæringar í augum.“ Þórunn safnaði fjármagni til að hefja framleiðslunni á vefnum Kick- starter og gekk vonum framar og safnaði því sem til þurfti á aðeins fjórum dögum. Kertin verða seld þar í forsölu til 22. nóvember. Kisukertanna er beðið með mik- illi eftirvæntingu og hefur Þórunn fengið fjölda fyrirspurna frá fólki um allan heim. Á dögunum eftir að hún setti nýjar myndir á heimasíð- una sína var þeim deilt nálægt tvö hundruð og fimmtíu þúsund sinn- um af vefmiðlinum Tumblr! Þá hef- ur verið fjallað um kertin á miðlum eins og 9GAG, The Meta Picture og ReddIt. „Svo er ég núna komin með nálægt sjö þúsund manns á póst- lista hjá mér en allt er þetta fólk sem vill fá að vita hvar og hvenær hægt verður að kaupa kertin. Svo kisi er aldeilis búinn að fá byr undir báða vængi áður en hann er einu sinni tilbúinn.“ Þórunn starfar sjálfstætt sem hönnuður og deilir vinnustofu með nokkrum öðrum hönnuðum í Braut- arholti og hefur unnið að ýmiss konar verkefnum bæði hérlendis og erlend- is og er nýbúin að stofna fyrirtækið PyroPet Candles með Dan Koval, vöruþróunaraðila í Bandaríkjunum. Kertið Kisa er fyrsta dýrið en aldrei er að vita nema fleiri bætist í hópinn síðar. Varan mun heita Kisa bæði á markaði hér á landi og erlendis. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is heimili Helgin 15.-17. nóvember 201356  Hönnun Kerti sem upplifun er að sjá brenna Kisulaga kerti Hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir setur kisulaga kerti á markað á næstunni. Innan í kertinu er beinagrind svo mikil upplifun er að sjá það brenna niður. Kertanna er beðið með mikilli eftir- væntingu og hefur hönnuðurinn vart undan að svara fyrirspurnum hvaðanæva að úr heiminum. Kertið ber vöruheitið „Kisa“ bæði hér á landi og á mörkuðum erlendis. Kisi er aldeilis búinn að fá byr undir báða vængi áður en hann er einu sinni tilbúinn! Kisukerti Þórunnar Árnadóttur fer brátt á markað. Kertin verða seld í forsölu á vefnum Kickstarter til 22. nóvember. Ljósmynd Hari. Kertið er sem sakleysislegur og krúttlegur kettlingur en umbreytist í beinagrind með hvassar tennur og eldglæringar í augum þegar það brennur. Ljósmynd/Glamour Et Cetera. Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.