Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 90
S veinsstykki Þorvaldar Þor-steinssonar í meðförum Arnars Jónssonar undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur er svo spriklandi mann- og aldarfars- lýsing að ég get ekki annað en skrifað um þennan mann; Svein Kristinsson, sem einhverjir hafa kallað mannleysu. Ég veit ekki um það. Sveinn er alla vega ekki farsæll maður. Hann naut lítillar lukku og líkast til bar hann nokkra sök á því sjálfur; þótt lukkan láti sjaldnast segja sér fyrir verkum. Við getum búið í haginn fyrir hana en aldrei treyst á að hún mæti. En það má skilja þetta lukku- leysi Sveins á marga vegu og það gerir þetta leikrit Þorvaldar svo gott. Og mannleysuna hann Svein svo stóra persónu að mér finnst hann eiginlega vera maður ársins. Listin er hversdagsleg Þorvaldur var mikill sérfræðingur í menningarlífi alþýðufólks. Ein af mörgum góðum sýningum sem ég aldrei sá var sýning hans á Akur- eyri 1996; þar sem hann fangaði menningu bæjarbúa og reyndi að kortleggja farvegi hennar; köku- basara, spjallhópa í fornbóka- búðum, myndlist og ættargripi á heimilum og svo framvegis. Með þessari sýningu og seinni verkum tókst Þorvaldi að draga fram menn- ingarlíf sem er handan og utan við þær listir og menningu sem okkur er tamt að skilgreina sem birting- armynd samfélags og samtíma. Þorvaldur fór vel með þá alþýðu- menningu sem hann dró fram. Hann gerði hana ekki hjákátlega eins og algengt er að sjá í kvik- myndum og á bókum. Og hann reyndi heldur ekki að upphefja hana eins og krúttkynslóðinni hættir til þegar hún vill draga upp mynd af Íslandi fyrir kaupendur sína í útlöndum. Þorvaldur nálgað- ist alþýðumenninguna án fordóma og sýndi hana eins og hún er; verð- mæti sem fyllir líf fólks merkingu og inntaki þótt hún henti hvorki til útflutnings og myndi hljóma skringilega á stóru sviði. Ég nefni þetta hér vegna þess að mér fannst Þorvaldur gefa Sveini fallega þræði úr þessum vefnaði; ást hans á málsháttum og pælingar um orð dró fram hvernig listræn iðkun er öllum eðlislæg og sjálf- sögð; þótt við kunnum ekki alltaf að koma auga á þessa þörf eða rækta hana svo hún nýtist okkur til einhvers gagns. Gömul gildi Ég held líka að leit Þorvaldar að listrænni iðkun og menningu meðal alþýðufólks (ef það hugtak er lengur til) hafi auðveldað hon- um að draga upp skarpa mynd af Sveini. Sveinn ber sterkt svipmót sinnar kynslóðar. Hann heldur á lofti hinum svokölluðu gömlu gildum; það er að vera stundvís og sinna sínu verki vel, vill, vera trúr yfir litlu í von um að verða treyst fyrir stóru, bera ekki sorgir sínar á torg, reyna að gefast ekki upp þótt sífellt blási í mót, vera trúr og tryggur sínu fólki þótt það sé kannski ekki traustsins vert. Sveinn virðist trúa því stað- festlega að ef hann er dyggðugur (samkvæmt staðli þessara gömlu og góðu gilda) muni honum farnast vel; að lífið launi á endanum þeim sem standa sína plikt. Hann trúir að með trúmennsku og iðjusemi takist honum að yfirvinna veikan bakgrunn og veikbyggð tengsl út í samfélaginu. Auðvitað gengur þetta ekki upp. Hin gömlu og góðu gildi eru ekki drifkraftur samfélagsins heldur klíkuskapur og varnarstaða þeirra sem hafa náð undir sig gæðunum. Gömlu og góðu gildin eru skraut sem sigurvegararnir skreyta sig með (án þess að fyrir því sé nokkur innistaða). Sveinsstykki er því að sumu leyti harmsaga manns sem trúir goð- sögn yfirstéttanna um sjálfan sig. Sveinn heldur í vonina um að geta unnið sig upp í samfélagi manna með því að gera allt rétt og ekkert rangt; en sú von getur aldrei ræst. Langveikt barn Hugmyndir Sveins um farsæld í lífinu er bundnar við virðingu og stöðu í ytra samfélagi. Faðir hans var alræmdur drykkju- og ofbeldis- maður sem brást fjölskyldu sinni. Sveinn upplifir sem barn þá skömm sem liggur yfir f jölskyldunni. Skömmin yfir að tilheyra fyrirlit- inni fjölskyldu getur verið barninu hugstæðari en ofbeldið og ógnin á heimilinu; þótt ógnin sé vissulega þungbærari. Markmið Sveins er að yfirvinna meinsemdir æsku sinnar með því að lifa lífi sem er gagnstætt við líf föður hans. Hann vill ávinna sér virðingu og stöðu sem föður hans skorti. Það telur hann vera lykil að farsælu lífi. Þetta er bernsk af- staða; það er eins og Sveinn horfi inn um gluggann hjá betur stæðum fjölskyldum og ímyndi sér að þar sé allt í lukkunnar velstandi; þar sé enginn reiður, enginn öskri og eng- inn lemji. Hann gerir ekki kröfur um hlátur eða gleði; vill aðeins hlé frá illskunni. Þótt Sveinn reyni í leikritinu að fela hryllinginn á æskuheimili sínu þá brýst hann víða fram. Sveinn er hins vegar ófær um að skilja hann eða þau áhrif sem hann hefur haft á hann sjálfan og lif hans. Hann hangir í þeirri trú að ef honum tak- ist að laga hið ytra þá verði allt í lagi hið innra. En sá Sveinn sem við sjáum á sviðinu er stórskaðaður maður; langveikt barn sem ekki hefur komist til þroska. Þegar hann lagði út í lífið hafði hann enga getu til að mynda eðlileg tilfinningatengsl og engar eðlilegar viðmiðanir um hvað væri vellukkað líf. Einu verk- færin í kistu hans voru bitlaus og gagnslaus gömul gildi sem fárveik fjölskylda hafði breitt yfir sár sín. Fjarverandi og meðvirkur Sveinn er vondur maður í öllum venjulegum skilningi; vondur maður sem telur sig vilja vel (sem er einstaklega vond og hættuleg tegund af vondum manni). Hann reynist engum vel. Þó hann hjálpi systur sinni er hann vondur við hana. Hann er vondur við konu sína þótt hann telji sig færa henni allt sem hún biður um og þráir. Hann hafnar dóttur sinni en kaffærir son sinn í tilætlunarsamri athygli. Og hann er líka vondur við sjálf- an sig. Hann svíkur drauminn sinn um að opna búð; lætur sem hann hafi látið undan konu sinni sem vildi fremur stærri íbúð. Sveinn er veiklundaður og deigur; undan- látssamur og lítt fylginn sér; það er ekki fyrirferðin í honum. En það er ekki síst þetta getuleysi sem skað- ar annað fólk. Hann getur ekki virt aðra vegna þess að hann virðir ekki sjálfan sig; hann getur ekki elsk- að annað fólk vegna þess að hann elskar ekki Svein. Hann er eins- konar and-kærleikur; ekki endilega logandi hatur heldur frekar eins og köld fjarvera ástar. Sveinn er líka að sumu leyti fjar- verandi í eigin lífi. Hann speglar sig í föður sínum alkóhólistanum og systur sinni, sem líka er alkóhól- isti. Í raun er Sveinn fyrst og fremst viðbrögð við þessum tveimur fár- sjúku einstaklingum. Tilvist hans er svo samofin föður og systur að hann tekur ekki eftir móður sinni og eiginkonu. Hann hefur eytt æv- inni í að leita að botni í botnlausu hyldýpi geðveiki fíknar; skilja öfga- kennd og samhengislaus skilaboð sem eru í raun engum ætluð og inn- antóm þótt þau séu hávær. Það er því ekki að undra að Sveinn eigi bágt með að fóta sig. Og að sjálfsmynd hans sé reikul. Að velja ekki lífið En þótt Þorvaldur, Arnar og Þór- hildur teikni upp skýra mynd af ákveðnum manni er lífsglíma Sveins ekki aðeins sérstök heldur líka lík okkar hinna. Flest ættum við þekkja tilvistarlegar villur sem Sveinn ratar í. Til dæmis þá að mæta lífinu með of miklar fyrirframhugmyndir um hvað muni reynist okkur vel. Sveinn vantreystir lífinu og er því með hausinn fullan af plönum og ráðagerðum og missir eiginlega af lífinu vegna þeirra. Hann lifir með skilyrðum. Hann trúir að lífið byrji þegar plönin gangi upp. Hann vill ekki vera hann hér og nú heldur hann þegar hann hefur fengið drauma sína uppfyllta. Hann er því bindur gagnvart því sem lífið færir honum. Hann eign- ast dóttur en vildi son. Hann er með svo þrönga sýn hlutverk sitt í hjónabandinu að hann er eiginlega ekki í þessu hjónabandi. Hann get- ur ekki tekið bata systur sinnar af því hann hafði ekki ráðgert hann. Þótt Sveinn upplifi sig sem lukkulausan mann vegna þess að ekkert féll með honum; er ekki hægt að segja að lífið hafi ekki fært honum tækifæri til að batna, njóta og blómstra. Honum auðnaðist hins vegar ekki að þiggja þessar gjafir. Illska Sveins er því að sumu leyti heimaræktuð, þótt hann hafi fengið undirstöður hennar í heimanmund. Ef við þiggjum ekki tækifæri til lífs og ástar ræktum við með okkur andstæðu þessa. Alla daga stönd- um við frammi fyrir vali milli lífs og dauða. Og þeir sem skila auðu koma dauðanum til valda. Móses og Jesús Það má líka skilja sögur Sveins og fjarverandi systur hans út frá guð- fræði Lúthers. Sveinn stendur þá fyrir lögmál- ið; Móses. Hann setur sér reglur og trúir að ef hann haldi sig innan þeirra muni hann öðlast réttlæti og frið. En það gengur ekki upp. Honum er ómögulegt að standast eigin kröfur. Hann er nú einu sinni breyskur maður. Reglurnar snúast gegn honum; hann beitir þeim á sig eins og svipu og fyllist illa dulbú- inni sjálfsfyrirlitningu og hatri. Og hann bregst við öðru fólki á sama hátt; setur fólk á bás og setur því reglur og hafnar fólkinu síðan þeg- ar það rís ekki undir kröfunum. Þetta ástand kallaði Lúther hinn reiða guð; þetta er manngerður guð sem þolir ekki manninn. Ef Sveinn stendur fyrir lögmálið þá er systir hans fagnaðarerindið; Jesús. Hún stígur niður til heljar vímuefnafíknarinnar og rís síðan upp til endurnýjaðs lífs. Öfugt við Svein tekst henni að horfast í augu við og yfirvinna áföll æskunnar. Henni auðnast að þiggja lífið. Syst- irin færir Sveini fréttir af börnum hans; er eina tenging hans við það líf sem hann átti. Upprisin er hún farvegur kærleikans. Sveinn á erfitt með að skilja hvernig systur hans tekst þetta eftir það sem á undan er gengið. Út frá lögmálinu hefur hún fyrir- gert rétti sínum til góðs lífs með óteljandi brotum gegn reglunum þegar hún var háð vímuefnum. Samkvæmt Lúther gagnast lögmálið til að setja reglur í sam- skiptum okkar á milli en það er svo miskunnarlaust að við verðum að úthýsa því úr samvisku okkar og hjarta. Lögmálið getur ekki fyrir- gefið. Ef við hleypum því inn í sam- visku okkar brennum við upp í mis- kunnarlausri fordæmingu. Andleg leið Sveinsstykki er ekki trúarlegt verk þótt ég leyfi mér hér að vitna til hugmynda Lúthers um tilvistar- vanda mannsins. En Sveinstykkið er andlegt engu að síður. Sú leið sem Þorvaldur markar Sveini út úr eymdarástandi hans er andleg leið. Hún fellst í uppgjöf og viðurkenningu á vandanum og síðan smáum skrefum til að byggja upp traust á lífinu og öðru fólki. Síðustu setningar Sveins eru í raun óður til þess hvernig kær- leikur okkar gagnvart öðru fólki stækkar okkur. Því meira sem við berum af öðrum innra með okkur því stærri erum við. (Og þessu má að sjálfsögðu snúa á haus og segja; að því meira sem berum af okkur sjálfum innra með okkur því minni manneskjur erum við.) Þótt við getum ekki verið viss um að Sveinn ætli sér að velja líf- ið héðan í frá þá fylgja allar okk- ar bestu vonir honum þegar hann gengur út til að hitta veislugesti sína. Af dæmi systurinnar vitum við að lífið bíður okkar þolinmótt þótt við þykjumst ekki taka eftir því. Á sunnudagskvöldið langaði mig að elta Svein út af sviðinu og velja lífið með honum og að sem flest ykkar kæmu með okkur.  LeikLiSt SveinSStykki í ÞjóðLeikhúSinu Sveinn Kristinsson er maður ársins 1. nóvember – 30. nóvember 2013 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Sveinsstykki Þorvaldar Þor- steinssonar er marglaga mann- og aldarfarslýsing og magnað verk sem sýnir vel kosti hans sem listamanns. Arnar Jónsson fer ekki bara létt með að bera einn uppi leikritið á stóra sviði Þjóðleikhússins heldur ber hann verkið með manni heim svo maður losnar eiginlega ekki við það úr hausnum. Mynd/Hari 90 samtíminn Helgin 15.-17. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.