Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 36
Hratt flýgur stund E E nn eitt árið er að líða og nýtt að ganga í garð. Í seinni tíð finnst mér árin líða mun hraðar en þau gerðu áður, það hafi nánast verið í fyrradag sem við héldum jól og áramót hátíðleg þar sem saman runnu árin 2012 og 2013 en dagatalið lýgur ekki, árið 2014 gengur í garð á miðvikudaginn. Satt best að segja finnst mér alls ekki langt síðan árið 2000 heilsaði okkur en börn sem fæddust það ár ganga víst til prestsins í vetur og verða fermd í vor, komast í fullorðinna manna tölu, eins og sagt var í mínu ungdæmi. Mér finnst heldur ekki langt síðan það ungdæmi var en vera kann að það finn- ist öðrum, vinnufélögum til dæmis sem yngri eru en ég, börnum mínum og tengdabörnum, svo ekki sé minnst á blessuð barnabörnin. Þau er samt ekkert að pæla í því. Afi er bara afi og hefur að þeirra mati verið til jafn lengi og Grýla og Leppalúði. Samt hefur svo ótalmargt breyst á ekki lengri tíma en mínu æviskeiði – sem reyndar er talsvert styttra en æviskeið fé- laga Leppalúða. Götur voru ekki malbik- aðar þegar ég var að alast upp í Reykja- vík, að minnsta kosti ekki í mínu hverfi, og enn síður í nágrannasveitarfélaginu Kópavogi sem síðar varð okkar staður þar sem við hjónin ólum okkar börn upp. Þá var hitaveita ekki í húsinu heima held- ur olíukynding. Olíubíllinn kom reglu- lega og fyllti á tanka sem voru við hvert hús. Það gerði skafarinn líka, apparat sem formlega heitir veghefill. Hann skóf malargöturnar svo pabbarnir kæmust klakklaust heim á bílum sínum, það er að segja þeir sem áttu slíkt tæki. Það var fátíðara að konur keyrðu – mamma gerði það þó. Krakkaskarinn elti skafarann síðan langar leiðir og hrópaði saman í kór: skafarinn, skafarinn, svo enn fleiri krakkar bættust í hópinn. Það getur ekki hafa verið þægilegt fyrir vesalings veg- hefilsstjórana að hafa allan hópinn á eftir sér og þurfa að gæta þess að enginn yrði undir þungri vinnuvélinni í látunum. Við veltum slíku ekki fyrir okkur, það var svo gaman að elta skafarann. Sama átti við um strætóbílstjórana. Það var sport þá, aflagt sem betur fer, að teika, hanga aftan í bílum í snjó og hálku. Uppátækið var stórhættulegt en engu að síður stundað – og gat endað illa. Stund- um voru bílar fjölskyldufeðranna teikaðir þar til kallarnir slepptu sér, stoppuðu snarlega og hrópuðu á teikarana sem forðuðu sér á hlaupum og bölvuðu af- skiptasemi hinna fullorðnu. Fjölskyldu- feðurnir voru samt bara að bjarga lífi og limum ungviðisins en það gerði sér ekki grein fyrir því þá – þótt svo yrði síðar. Það gat nefnilega verið spennandi að teika og strætó var náttúrlega lokatak- markið. Það var betra að fela sig á bak við svo stórt ökutæki – og eftir því hættu- legra. Saltaðar götur samtímans koma í veg fyrir þessa háttsemi. Þetta sport er löngu aflagt – og verður ekki nógsamlega þakkað. Í raun var þessi leikur – athæfi öllu heldur – hrein sturlun. Við stóðum líka í vegkantinum þegar stórir, grænir tíuhjólatrukkar bandaríska hersins óku hjá. Það gerðum við í þeirri von að þeir hentu út tyggjópakka á Rétt- arholtsveginum. Stundum borgaði biðin sig – og best var ef það var kúlutyggjó. Bragðið var dásamlegt og bleikar blöðrur flettust yfir munn og nef þegar vel tókst til við blásturinn. Gulu Jucy Fruit pakk- arnir voru svo sem ekkert slor heldur, slæddust þeir út um bílglugga varnarliðs- mannanna. Verst var hve banana- og an- anasbragð tyggjóplatnanna entist stutt. Sögu sem þessa reynir maður ekki að segja, enda ólíklegt að barnabörnin geti sett sig inn í þennan horfna heim, þegar fastir nammidagar eru í hverri viku og kósíkvöld fyrir framan sjónvarpið. Ekki er heldur víst að sömu börn átti sig á sleðagötum æskudaga ömmu og afa. Saltið og gríðarleg aukning bílaum- ferðar gekk af þeim dauðum. Þá var umferð ekki meiri en svo að fært þótti að loka götum í íbúðahverfum, það er að segja botnlöngum sem buðu upp á nægi- legan brekku svo sleðar rynnu bærilega. Þangað leitaði öll barnahersingin með skíðasleða sem ekki sjást lengur, hvorki í verslunum né á götum úti. Þegar best lét kræktum við sleðunum saman og brun- uðum sem lest niður götuna í þeirri von að allt héngi saman. Það var ekki gefið en það jók bara á ánægjuna að kútveltast hvert um annað ef beygjan varð of kröpp. Nú er hending ef maður sér krakka úti að leika sér. Þeir eru flestir innandyra gónandi á tölvu- eða sjónvarpsskjái, fölir á vanga. Mín kynslóð lék sér meira úti á bernskudögum en æska samtímans, það fullyrði ég, án þess að segja að allt hafi verið betra þá, það er fjarri lagi. Við höf- um það almennt miklu betra núna, fram- farirnar hafa verið ótrúlegar þótt aðeins hafi komið bakslag í rekstur þjóðarbús- ins fyrir fimm árum. Enginn efi er á því að við rífum okkur upp úr þeirri lægð – og erum raunar komin vel á veg með það. Að öllu forfallalausu eru því bjartir tímar fram undan, þegar við horfum til komandi árs, 2014. Það er því ástæða til að þakka fyrir árið 2013 sem senn líður í aldanna skaut og aldrei kemur til baka – eins og menn syngja tárvotir á gamlárskvöld þegar þeir hafa feng- ið sér örlítið í tána – og fagna því að fá ný tækifæri á því ári sem við tekur. Gangið samt hægt um gleðinnar dyr, það er svo erfitt að vera timbraður á nýársdag þegar forsetinn flytur nýársávarp sitt. Gleðilegt ár. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i  Skákakademían Blóði drifin fæðingarsaga U ppruni skákarinnar er mistri hulinn, en við vitum þó nokkurn veginn fyrir víst, að þetta vinsæl- asta borðspil allra tíma var fundið upp á Indlandi. Í öndverðu var liðskipan tafl- mannanna byggð á indverska hernum – hrókurinn var stríðsvagn, biskupinn fíll og „drottingin“ var sérlegur ráðgjafi kon- ungsins. Riddarinn var vitaskuld tákn riddaraliðsins og peðin gegndu hlutverki fótgönguliða. Ekkert er vitað um „höfund“ skákar- innar enda líklegt að hún hafi orðið til og þróast á löngum tíma. Til eru nokkr- ar goðsagnir um uppruna skákarinnar, og samkvæmt þeirri vinsælustu fæddist skákin í blóði skapara síns. Það gerðist svona: Maðurinn sem fann upp manntaflið gekk á fund fursta nokkurs á Indlandi og færði honum fyrsta taflsettið að gjöf. Furstinn varð himinlifandi yfir gjöfinni og tilkynnti í gleðivímu að uppfinningamað- urinn fengi að launum hvaðeina sem hann óskaði sér. Sú ósk virtist mjög smá í sniðum, enda glottu menn við hirðina yfir hógværð uppfinningamannsins, sem aðeins fór fram á eitt hrísgrjón á fyrsta reit skákborðs- ins, 2 á þann næsta, þá 4, 8, 16, 32 og svo framvegis, þannig að tala hrísgrjónanna tvöfaldaðist uns komið væri að 64. og síðasta reitnum. Furstinn lét birgðavörðum sínum eftir að reikna dæmið, en settist sjálfur hugfanginn að tafli. Úr vöru- skemmum furstans bárust hinsvegar ískyggilegar fréttir: Allar hrísgrjónabirgðir ríkisins dugðu ekki til að uppfylla óskina – hrukku reyndar afar skammt. Margir hafa síðan dundað við að leysa indversku stærðfræðiþrautina, og einn reiknimeistari komst að þeirri niðurstöðu að hrísgrjónin hefðu dugað til að þekja jörðina alla með þykku lagi. Í öllu falli var morgunljóst að furstinn hafði lofað upp í ermina á sér: Samanlögð uppskera heimsins í mörg ár hefði ekki dugað til að uppfylla ósk hins slóttuga uppfinninga- manns. Viðbrögð furstans? Jú, samkvæmt þjóðsögunni lét hann hálshöggva uppfinningamanninn og hélt svo áfram taflinu. Bragi skákaði stórmeisturunum í Landsbankanum Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeist- ari Íslendinga, fór á kostum í keppni roskinna meistara við ungar og efni- legar skákkonur. Í liði með Friðriki voru kempurnar Hort, Romanishin og Uhlmann, allt kunnugleg nöfn úr skáksögunni, og þeir sigruðu með eins vinnings mun. Það var einmitt okkar maður sem tryggði gömlu kempunum sigur með vinningi í síðustu umferð. Friðrik tefldi afar vel og skemmtilega á mótinu, sem fram fór í Tékklandi. Meðan Friðrik og félagar glímdu við skákkonurn- ar fór fram Friðriksmótið í Landsbankanum, sem jafnframt var hraðskákmót Íslands. Landsbankinn hefur í næstum áratug staðið að mótinu ásamt Skáksambandi Íslands, og er Friðriksmótið einn af hápunktum íslenska skákársins. Keppendur voru um 80 og í þeim hópi voru átta stórmeistarar. Enginn þeirra komst þó á verðlauna- pall, sem er saga til næsta bæjar. Þrír urðu efstir og jafnir, alþjóðlegu meistararnir Bragi Þorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnars- son. Bragi varð efstur á stigum, enda rúllaði hann m.a. upp fjórum stórmeisturum á mótinu og er verð- skuldaður Íslandsmeistari í hraðskák 2012. Marlon, Marlene og Madonna... Hvað eiga Bono og Bill Gates sameiginlegt? Jú, báðir eru áhugamenn um skák, einsog svo margir snillingar og frægðarmenni. Liðsmenn skákgyðj- unnar koma svo sannarlega úr öllum áttum – af öðrum kunnum skákáhugamönnum gegnum tíðina má nefna Beethoven, Churchill, Einstein, Verdi, Marlon Brando, Marlene Dietrich og Madonnu. Sú síðastnefnda hefur meira að segja sérstakan skák- þjálfara! skákþrautin Hvítur hefur byggt upp sóknarstöðu og nú kemur lokahnykkurinn. Di Paolo hafði hvítt gegn Olivier. 1. Hexf6! Hxf6 2.Hxf6 1-0 (2.... gxf6 3.Dxh6+ Kg8 4.Bc4+) Góða (skák)helgi! Stórmeisturum skákað. Hjörvar steinn, Bragi og Jón Viktor efstir á Friðriks- mótinu í Landsbankanum. Madonna hefur sérstakan skákþjálfara. skák 53 Helgin 28.-30. desember 2012 Gleðilegt ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Dalvegur 22 · sími 515 2700 www.teitur.is · info@teitur.is  Skákakademían Blóði drifin fæð garsaga U ppruni skákarinnar er mistri hulinn, en við vitum þó nokkurn veginn fyrir víst, að þetta vinsæl- asta borðspil allra tíma var fundið upp á Indlandi. Í öndverðu var liðskipan tafl- mannanna byggð á indverska hernum – hrókurinn var stríðsvagn, biskupinn fíll og „drottingin“ var sérlegur ráðgjafi kon- ungsins. Riddarinn var vitaskuld tákn riddaraliðsins og peðin gegndu hlutverki fótgönguliða. Ekkert er vitað um „höfund“ skákar- innar enda líklegt að hún hafi orðið til og þró st á löngum tíma. Til eru nokkr- ar goðsagnir u uppruna skákarinnar, og samkvæmt þeirri vinsælustu fæddist skákin í blóði skapara síns. Það gerðist svona: Maðurinn sem fann upp manntaflið gekk á fund fursta nokkurs á Indlandi og færði honum fyrsta taflsettið að gjöf. Furstinn varð himinlifandi yfir gjöfinni og tilkynnti í gleðivímu að uppfinningamað- urinn fengi að launum hvaðeina sem hann óskaði sér. Sú ósk virti t mjög smá í sniðum, enda glottu men við hirði a yfir hógværð uppfinningamannsins, se aðeins fór fram á eitt hrísgrjón á fyrsta reit skákborðs- ins, 2 á þann næsta, þá 4, 8, 16, 32 og svo framvegis, þannig að tala hrísgrjónanna tvöfaldaðist uns komið væri að 64. og síðasta reitnum. F rstinn lét birgðavörðum sínum eftir ð r ikna dæmið, en settist sjálfur hugfanginn að tafli. Úr vöru- skemmum furstans bárust hinsvegar ískyggilegar fréttir: Allar hrísgrjónabirgðir ríkisins dugðu ekki til að uppfylla óskina – hrukku reyndar afar skammt. Margir hafa síðan dundað við að leysa indversku stærðfræðiþrautina, og einn reiknimeistari komst að þeirri niðurstöðu að hrísgrjónin hefðu dugað til að þekja jörðina alla með þykku lagi. Í öllu falli var morgunljóst að furstinn hafði lofað upp í ermina á sér: Samanlögð uppskera heimsins í mörg ár hefði ekki dugað til að uppfylla ósk hins slóttuga uppfinninga- manns. Viðbrögð furstans? Jú, samkvæmt þjóðsögunni lét hann hálshöggva uppfinningamanninn og hélt svo áfram taflinu. Bragi skákaði stórmeisturunu í Landsbankanum Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeist- ari Íslendinga, fór á kostum í keppni roski na meistara við ungar og efni- legar skákkonur. Í liði með Friðriki voru kempurnar Hort, Romanishin og Uhlmann, allt kunnugleg nöfn úr skáksögunni, og þeir sigruðu með eins vinnings mun. Það var einmitt okkar maður sem try gði gömlu kempunum sigur með vinningi í síðustu umferð. Friðrik tefldi afar vel og skemmtilega á mótinu, sem fram fór í Tékklandi. Meðan Friðrik og félag r glímdu við skákkonurn- ar fór fram Friðriksmótið í Landsbankanum, sem jafnframt var hraðskákmót Íslands. Landsbankinn hefur í næstum áratug staðið að mótinu ásamt Skáksambandi Íslands, og er Friðriksmótið einn af hápunktum íslenska skákársins. Keppendur voru um 80 og í þeim hópi voru átta stórmeistarar. Enginn þeirra komst þó á verðlauna- pall, sem er saga til næsta bæjar. Þrír urðu efstir og jafnir, alþjóðlegu meistararnir Bragi Þorfinnsson, Hjörvar Stein Grétarsson og Jón Viktor Gunnars- son. Bragi varð efstur á stigum, enda rúllaði hann m.a. upp fjórum stórmeisturum á mótinu og er verð- skuldaður Íslandsmeistari í hraðskák 2012. Marlon, Marlene og Madonna... Hvað eiga Bono og Bill Gates sameiginlegt? Jú, báðir eru áhugamenn um skák, einsog svo margir snillingar og frægðarmenni. Liðsmenn skákgyðj- unnar koma svo sannarlega úr öllum áttum – af öðrum kunnum skákáhugamönnum gegnum tíðina má nefna Beethoven, Churchill, Einstein, Verdi, Marlon Brando, Marlene Dietrich og Madonnu. Sú síðastnefnda hefur meira að segja sérstakan skák- þjálfara! skákþrautin Hvítur hefur byggt upp sóknarstöðu og nú kemur lokahnykkurinn. Di Paolo hafði hvítt g gn Olivier. 1. Hexf6! Hxf6 2.Hxf6 1-0 (2.... gxf6 3.Dxh6+ Kg8 4.Bc4+) Góða (skák)helgi! Stórmeisturum skákað. Hjörvar steinn, Bragi og Jón Viktor efstir á Friðriks- mótinu í Landsbankanum. Madonna hefur sérstakan skákþjálfara. skák 53 Helgin 28.-30. desember 2012 Gleðilegt ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Dalvegur 22 · sími 51 700 www.teitur.is · info teitur.is GLEÐILEGT ÁR ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA 36 viðhorf Helgin 27.-29. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.