Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 54
Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L M ér finnst þetta eitt flottasta húsið í miðbænum þannig að mér rann eiginlega bara blóðið til skyld- unnar og fannst við verða að gera eitthvað,“ segir Þóra Sigurðardóttir sem tók við rekstri Hótels Borgar ásamt Völundi Snæ Völundarsyni, eiginmanni sínum, á þessu ári. Þau hjónin ætla að halda glæsilegan dansleik á Borginni á nýárskvöld þar sem Völundur mun reiða fram þriggja rétta mál- tíð áður en dansinn byrjar að duna. „Okkur fannst ómögulegt að vera bara að elda fyrir erlenda ferðamenn sem eru á hótelinu um áramótin og ákváðum bara að kýla á þetta,“ segir Þóra. Tekið verður á móti gestum með for- drykk og að loknum málsverðinum verður kaffi borið fram með koníaki. Þótt Þóra sé í meiralagi fótafim og alltaf hress sér hún ekki fram á að geta dansað mikið við bónd- ann, í það minnsta ekki fram eftir kvöldi. „Það verða auðvitað allir sem vettlingi geta valdið á vakt þannig að ætli ég þjóni ekki bara til borðs á meðan Völli eldar. „Ég er nú búin að vera að þjóna hérna á jólahlað- borðunum og skemmta mér konunglega við það. Gamla fékk að vera með í því og er búin að vera alveg í essinu sínu,“ segir Þóra og hlær sínum dillandi hlátri. Sá mæti og reyndi skemmtikraftur Bogo- mil Font sér um veislustjórn og leikur fyrir dansi sem hlýtur að teljast mjög viðeigandi þar sem Þóra segir ætlunina vera þá að dansleikurinn verði bergmál af gullaldar- árum Borgarinnar. „Það var frábært að fá Bogomil í þetta vegna þess að við ákváðum þetta með frekar stuttum fyrirvara. Hann er mikill happafengur og var til í tuskið eins og bara allir sem við höfum leitað til. Það er bara gríðarleg stemning fyrir að hafa líf og fjör á Borginni á nýárskvöld.“ Þóra segir þau hjónin ekki hafa reynslu af því að halda nýársdansleik á Íslandi en gerir ekki ráð fyrir öðru en það verði mikið stuð og að flotta fólkið muni fjölmenna á Borgina í sínu fínasta pússi. „Við höfum hingað til bara haldið nýárspartí á Bahama- eyjum og þau voru alltaf frábær og mjög hress og þetta verður pottþétt eins hérna. Bara aðeins kaldara.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  RetRo StefSon SíðaSti SénS Dúndurhefð fyrir góðu stuði Hefð hefur skapast fyrir því hjá hljómsveitinni Retro Stefson að slá upp tónleikum sem kennd- ir eru við Síðasta séns þann 30. desember. Engin breyting verður á þessu í ár og sveitin lofar miklu stuði í Valsheimilinu þetta næst síðasta kvöld ársins. „Við höfum haldið þetta síðan 2009,“ segir sá vaski tónleikahaldari og umboðsmaður Retro Stefson, Grímur Atlason. „Það er bara dúndur- hefð fyrir því að gera þetta í Valsheimilinu og þetta er helvíti góður dagur til þessa, 30. desember.“ Eins og í fyrra byrjar ballið þegar Hermi- gervill stígur á stokk, þá tekur Sísí Ey við síðan loka Retro Stefson kvöldinu eins og þeim einum er lagið. „Húsið opnar klukkan níu og fjörið hefst upp úr tíu og stendur til svona eitt, hálf tvö. Eða eitt- hvað svoleiðis. Þetta er náttúrlega alltaf mikið stuð og alltaf gaman að hlusta á Retro í al- mennilegu sándi og kerfi. Þetta er bara gaman. Þetta er líka opið öllum og það er að sjálfsögðu allt til alls hjá okkur Völsurunum.“ Retro Stefson tók við platínumplötu í Macl- and á Þorláksmessu en Grímur segir sveitina fyrir löngu búna að selja yfir 10.000 eintök af síðustu plötu sinni.“ -þþ Retro Stefson lofar stuði í Vals- heimilinu 30. desember.  Hótel BoRg nýáRSdanS í anda gullaldaRáRanna Það var frábært að fá Bogomil í þetta. Bogomil Font leikur fyrir dansi Hjónin Þóra Sigurðardóttir og kokkurinn Völundur Snær Völundarson tóku við rekstri Hótel Borgar á árinu. Þeim þykir ekki annað við hæfi en að halda alvöru nýársdansleik á hinu forn- fræga hóteli þannig að þeir sem vilja lyfta sér á kreik á fyrsta kvöldi ársins 2014 geti gert það með stæl. Þau fengu sjálfan Bogomil Font til þess að stjórna veislunni og leika fyrir dansi. Þóra og Völli ætla að láta dansinn duna á Borginni á nýársnótt að loknu þríréttuðu borðhaldi að hætti Völla. Ljósmynd/Hari. Auglýst eftir minni spámanni Sá reyndi fjöl- miðlamaður Þor- finnur Ómarsson er gáttaður á þeim hæfniskröfum sem gerðar eru til umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. „Athyglisvert er hve litlar hæfiskröfur eru gerðar til umsækjenda um stöðu útvarps- stjóra,“ skrifar Þorfinnur á Facebook og telur síðan upp þær kröfur sem settar eru fram í auglýsingunni um starfið; háskóla- menntun sem nýtist í starfi, leiðtogahæfi- leika, stjórnunar- og rekstrarreynslu auk reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu. „Þetta er svo opið og léttvægt, að ætla mætti að þarna væri auglýst eftir lágt settum millistjórnanda í möppu- dýrastofnun, en ekki æðsta yfirmanni ríkisfjölmiðils,“ skrifar Þorfinnur og spyr í forundran hvort virkilega sé ekki ætlast til þess að útvarpsstjóri hafi fjölmiðlareynslu. Slíkt var talið Páli Magnússyni til tekna en virðist ekki heilla stjórn RÚV ohf. lengur. Hátíðartónleikar í Gamla bíói Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ylja og Snorri Helgason hafa í sameiningu ákveðið að blása til hátíðartónleika í Gamla bíói milli jóla og nýárs. Gleðin verður við völd laugardagskvöldið 28. desember og því tilvalin til þess að jafna sig eftir jólaösina og til að hita sig upp fyrir nýtt ár. Hljóm- sveitirnar munu skarta sínum skærasta í sérstökum hátíðarbúningi og lofa einstakri upplifun. Þess vegna verður að teljast mjög líklegt að eitt eða tvö jólalög fái að hljóma í meðförum sveitanna á tónleikunum. Ármann vaknar við vondan draum Vinjettuhöfundurinn og fagurkerinn Ármann Reynisson sótti á jóladag heim hælisleit- endur í Reykjanesbæ og blöskraði það sem fyrir augu bar. „Það var eins og að lenda inni í alþjóð- legum vandamálum og kynnast illsku heimsins í allri sinni nekt,“ skrifaði Ármann á Facebook-síðu sína eftir að hafa áttað sig á að „við Íslendingar erum lítið betri en aðrar þjóðir þegar kemur að málum hælisleitenda.“ Hann segir verald- legar aðstæður þeirra „þolanlegar“ en það sem skipti höfuðmáli, andlegu aðstæðurnar séu hörmulegar. Ármann vill að þjóðin vakni af þyrnirósarsvefni sínum, standi upp frá gnægtar- borðunum og vinni saman af krafti í málum hælisleitenda á Íslandi. 54 dægurmál Helgin 27.-29. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.