Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 12
Þ að hefur verið mikið álag á honum að undanförnu en mér finnst hann hafa staðið undir því. Hann er einstaklega traustur, heiðarlegur og ljúfur. Þetta er það sem kemur fyrst upp í hugann. Hann er mjög góður sonur,“ segir Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir, móðir Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar. Hann er yngsti forsætisráðherra Ís- lands á lýðveldistíma, fæddur 12. mars árið 1975 og því 38 ára gamall. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009 en hann hafði aldrei starfað í flokknum og skráði sig í hann aðeins um mánuði áður en hann bauð sig fram til formanns. Sigmundur er elstur þriggja systkina, Sigurbjörn bróðir hans er tveimur árum yngri og Nanna Margrét systir hans er fædd 1978. Hún segir að þó hann hafi framan af verið rólegur og feiminn þá hafi það ekki komi henni svo á óvart að hann léti til sín taka í stjórnmálum. „Hann réð ferðinni hjá okkur systkinunum. Hann hefur alltaf haft mikinn metnað og ákveðnar skoðanir en þó var hann alltaf til í að rökræða skoðanir sínar. Ég sá alltaf fyrir mér að hann myndi taka sér eitthvað annað fyrri hendur en við hin. Ég sá hann jafnvel fyrir mér sem prófessor uppi í háskóla.“ Kveinkar sér ekki Nanna Margrét segir eitt það allra jákvæðasta við Sigmund Davíð sé hversu vel hann er giftur, en með eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, á hann dótturina Sigríði Elínu sem er fædd árið 2012. „Ég er rosalega þakklát fyrir konuna hans. Þau eru bæði mjög skemmtileg. Í raun eru aldrei leiðinlegt í kringum hann, ólíkt því sem fólk sem sér hann bara í hlutverki stjórnmálamanns í sjón- varpinu kann að halda. Hann er líka traustur og samkvæmur sjálfum sér. Helstu ókostir hans eru líka kostir. Hann leggur sig algjörlega fram í allt sem hann tekur sér fyrir hendur og þarf að passa sig á að ganga ekki fram af sér í starfi forsætisráðherra. Hann tekur Ís- lendinga fram yfir flokkinn og fram yfir sjálfan sig. Hann er með ákveðna sýn sem hann vill fylgja. Við höfum lítið séð af honum, fyrst eftir að hann varð formaður og enn minna eftir að hann varð forsætis- ráðherra. Samt tekst honum alltaf að vera léttur og skemmtilegur. Hann er ekkert að kveinka sér yfir álaginu. Ég held að honum finnist þetta bara skemmtilegt. Það eru líklega allir aðrir sem hafa áhyggjur af honum,“ segir hún. Vigdís Hauksdóttir, samflokksþingmaður Sig- mundar Davíðs, tekur undir að hann sé vissulega mjög upptekinn maður. Þau kynntust eftir að hann var kjörinn formaður flokksins fyrir fjórum árum. „Helstu gallar Sigmundar eru hversu hann er störfum hlaðinn og því hefur flokksstarfið setið á hakanum en ég held að allir beri virðingu fyrir hans störfum því þau snúast vitanlega um að vinna landi og þjóð gagn. Sigmundur er staðfastur og fylginn sér og hefur þann kost að hafa heildarsýn yfir verkefnin sem hann fæst við. Hann er mjög áhugaverður og djúpur persónuleiki,“ segir Vigdís. Engin silfurskeið Sigríður, móðir Sigmundar, segir oft erfitt að fylgjast með umræðum um son sinn, sér í lagi í bloggheimum og athugasemdakerfum netmiðl- anna. „Mér hefur fundist ósanngjarnast þegar talað er um að hann sé fæddur með silfurskeið í munni eða sé hrokafullur. Ég veit að hann er allt annað en hrokafullur og það er vart til sú mann- eskja sem hann getur ekki látið sér þykja vænt um. Hann er engan veginn alinn upp við allsnægtir né heldur við foreldrar hans þó við höfum efnast eftir að hann flutti að heiman,“ segir hún en Sigríður og faðir Sigmundar Davíðs, Gunnlaugur M. Sigmundsson, efnuðust mjög eftir að Gunnlaugur seldi hlut sinn í Kögun sem stofnað var árið 1988 af Þróunarfélagi Íslands til viðhalds og þróunar á ratsjárkerfi hersins. „Við byrjuðum með tvær hendur tómar eins og flestir. Þetta er ekkert sem getur hafa haft áhrif á hans æsku og uppeldi. Við Gunnlaugur áttum ekkert þegar við kynntumst og vorum bæði að útskrifast úr háskóla. Sigmundur er hins vegar stundum hálfgerður prófessor í fram- komu og getur horfið inn í sig. Þá kannski finnst fólki hann ekki taka eftir því og upplifir hann sem hrokafullan. Ég held að hann hafi sérstaklega gert það á undanförnum árum því hann hefur sökkt sér ofan í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.“ Sigríður segir að í gegnum árin hafi hún myndað ákveðna skel gegn ómaklegri umfjöllun í fjölmiðl- um um fjölskyldu sína. „Auðvitað má gagnrýna Sigmund. Heiðarleg og uppbyggjandi gagnrýni er bara af hinum góða. Það er skítkastið og ósann- indin sem mér líkar ekki,“ segir hún. Systir hans, Nanna Margrét, segist reyna að horfa á umfjöllun um bróðir sinn frá báðum hlið- um. „Mér finnst umræðan vera afskaplega pólitísk Traustur, heiðarlegur og einstaklega vel giftur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur að öðrum Íslendingum ólöstuðum verið einna mest áberandi í þjóðmálaumræðuni á árinu. Það var því einróma niðurstaða ritstjórnar Frétta- tímans að Sigmundur Davíð væri maður ársins 2013. Blaðið leitaði til fólks sem þekkir Sigmund Davíð, misnáið þó, til að greina frá helstu einkennum hans, kostum og göllum. Sigmundur Davíð, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, ganga til messu fyrir fyrstu þingsetninguna eftir að Sigmundur varð for- sætisráðherra. Ljósmynd/Davíð. í stað þess að vera byggð á rökum og frekar snúast bara um útlit hans. Fólk þarf að taka af sér pólitísku gleraugun. Hann á vini í öllum flokkum og getur hlustað á allar hliðar. Hann er sjálfur ekki með flokkspólitísk gleraugu á sér og á bæði mjög vinstri sinnaða vini og mjög hægri sinnaða vini. Auðvitað er eitthvað hjá honum sem má betur gera og þá er gott að benda á það, en það þarf að gera með rökum,“ segir hún og bætir við að Sigmundur geri aldrei neitt að vanhugsuðu máli. „Hann æðir aldrei út í neitt og ég hef aldrei áhyggjur af því að hann verði nokkurn tímann rekinn á gat. Þegar ég sé hann í viðtölum hef ég aldrei áhyggjur af því að hann geti ekki svarað fyrir sig. Það er þægilegt fyrir þá sem eru í kringum hann að vita það.“ Viðkvæmur fyrir gagnrýni Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kynntist Sigmundi Davíð fyrst þegar hann varð formaður Framsóknarflokksins og Össur þá sjálfur utanríkisráðherra. „Mín reynsla af honum er að það er hægt að eiga við hann trúnaðarsamskipti. Þegar ég var ráðherra þá komst ég að því að hann heldur trúnað og hann hefur góðan vilja. Hann fór af stað sem forsætisráð- herra af veikari burðum en ég átti von á en hefur á síðustu sex vikum rétt sig af. Það hefur hann gert með því að koma fram með skuldaleiðréttingarnar sem sannarlega voru skref í rétta átt en ollu vonbrigðum vegna þess að þær voru töluvert langt frá loforðum. Í þeim fól- ust hins vegar mikilvæg pólitísk kafla- skil fyrir hann sem voru í fyrsta lagi að hann reyndi af kröftum að standa undir loforðum en komst ekki lengra gagnvart íhaldinu, í öðru lagi reisti hann sig gagnvart Sjálfstæðisflokknum með skuldaleiðréttingunni,og í þriðja lagi hvernig hann tók höndum saman með stjórnarandstöðunni í að taka inn desemberuppbót fyrir atvinnulausa, afnema sjúklingaskattinn og færa upp neðri mörk millitekjuskattþrepsins. Þetta held ég að hafi skapað honum nýja stöðu gagnvart Sjálfstæðisflokkn- um og gefið honum það pólitíska líf sem mér virtist hann um stundarsakir hafa glatað. Ef ég ætti að gefa honum einkunn þá hefur hann algjörlega staðist prófið sem forsætisráðherra. Þetta er auð- vitað allt of jákvætt fyrir mann sem er í stjórnarandstöðu en „I don´t care,“ segir Össur. Hann tekur þó fram að Sigmundur þurfi að sýna meira sjálfs- traust. „Hann er afskaplega viðkvæmur fyrir gagnrýni, samanber fræga grein um loftárásir fjölmiðla. Hann virðist einnig sjá spunameistara í hverju horni. Maður í hans stöðu mun alltaf sæta mestri gagnrýni allra, hann verður að horfast í augu við það og læra að lifa með því ef hann ætlar að lifa af í hinu pólitíska landi.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er yngsti forsætisráðherra Íslands á lýðveldistíma, aðeins 38 ára. Ljósmynd/Hari Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmálann í húsnæði gamla Héraðsskól- ans á Laugavatni þann 22. maí. Ljósmynd/Hari 12 maður ársins Helgin 27.-29. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.