Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 6
Halla Harðardóttir halla@ frettatiminn H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S Heilsan á nýju ári Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310. kg 27 SEK 3 5 7,5 Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri. 2 G ylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafnar gagnrýni um að nýir kjarasamningar hafi staðfest þá kjaraskerðingu sem launafólk varð fyrir vegna verð- bólgu síðustu 12 mánuði. „Þvert á móti. Við erum að semja um launahækkanir næsta árs en ekki síðasta árs. Við erum leggja inn for- sendur fyrir því að hér verði kaup- máttaraukning,“ segir hann. Takist það muni samningurinn leiða til 1% kaupmáttaaukningar og gera Seðla- bankanum kleift að lækka vexti á fyrstu mánuðum 2014. „Haustið 2012 féll íslenska krónan um 10% fram til áramóta og það kom fram sem verðbólgugusa í janúar, febrúar og mars á þessu ári,“ segir Gylfi. „En það bendir allt fyrir að í febrúar á næsta ári muni 12 mánaða verðbólga fara niður fyrir 2,5%. Atvinnurekendur vildu 2% launahækkanir og engar sérstakar aðgerðir fyrir láglaunafólk. Við erum að ná 3,15% og hluti af því fer í að hækka lægstu laun um 5% og þess vegna er almenna launahækk- unin 2,8%. Síðan eru starfsaldurs- hækkanir og framgangskerfi í kjarasamningum þannig að ég geri ráð fyrir að kostnaðarbreytingin verði um 4% með starfsaldursbreyt- ingum. Seðlabankinn hefur sagt að ef launaskriðinu linnir þá ætti verð- bólgan að geta verið í samræmi við markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu. Þá erum við að tala um 1-1,5% kaupmáttaraukningu.“ „Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu og þess vegna semjum við bara til 12 mánaða. En ef atvinnulífið hættir ekki að velta öllu sem þeir finna út í verðlagið þá bara tókst þetta ekki. Þá verður annars konar umræða næst.“ Þeir eru yfirlýsingaglaðir Formenn fimm aðildarfélaga Starfs- greinasambandsins, með Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðs- félagsins á Akranesi, og Aðal- stein Baldursson, formann Fram- sýnar í Þingeyjarsýslum, í broddi fylkingar, neituðu að undirrita samningana og hafa gagnrýnt harð- lega að í þeim felist ekki nægilegar hækkanir fyrir lægstu launin. „Þeir eru yfirlýsingaglaðir,“ segir Gylfi en segir hvorki tilefni til að tala um djúpstæðan klofning innan verkalýðshreyfingarinnar né Starfsgreinasambandsins. Það megi áreiðanlega tala um djúpa gjá milli þessara fimm formanna og annarra í forystu ASÍ en sú gjá nái þó ekki til félagsmanna fimmmenn- inganna, sem eru samtals um 5% af þeim félagsmönnum ASÍ sem samningarnir ná til. Afturkölluðu samt ekki um- boðið Gylfi bendir á að fimmmenningarn- ir hafi ekki afturkallað samnings- umboðið og boðað til átaka heldur hafi þeir gert „öðrum félögum sín- um í samninganefnd Starfsgreina- sambandsins að bera ábyrgðina af því að gera samninginn fyrir þeirra félagsmenn líka. Félagsmenn þeirra munu greiða atkvæði um þennan samning og ég man ekki eftir að félagsmenn þessara félaga hafi verið sammála formönnunum þegar kemur til atkvæðagreiðslu vegna þess að allir samningar hafa þá verið samþykktir. En það kemur í ljós í janúar hvernig félagsmenn meta þetta.“ Hvor er að auka misskiptingu? „Atvinnulífið bauð okkur 2% hækk- un á launum allra. Það hefði þýtt hækkun lægstu launa um 4.000 krónur. Það er vissulega rétt að sumir vildu fá 20.000. Við settum mörkin við 11.000 og náðum 10.000. Það er allavegna meira en 4.000, en er það nóg? Nei, þessu verkefni að hækka lægstu launin er ekki lokið og mun ekki ljúka. Þess vegna skiptir samstaða miklu máli og sú samstaða er mjög djúp og rík milli verkamanna, iðnaðarmanna og verslunarmanna. En þessi fram- ganga þessara fimm formanna er vísasta leiðin til að rjúfa þá sam- stöðu vegna þess að þeir fara fram með þeim hætti að millitekjuhjópar hafi verið í sérstakri aðgerð gegn lágtekjufólki. Það er ekki þannig, millitekjuhóparnir gáfu eftir 0,35% af sinni hækkun til að geta stutt við bakið á lágtekjufólki.“ „Tillaga þessara formanna var vissulega um 20.000 króna hækkun á töxtum, sem er tvöfalt meira en 10.000, það er alveg rétt, en þeir voru líka með tillögu um 7% almenna hækkun. Það hefði þrefaldað launahækkun Vilhjálms Birgissonar og mín. Ég hefði þá fengið tæp 90.000 og Vilhjálmur tæp 60.000 en ég fæ 33.000 út úr þessu og Vilhjálmur 22.000,“ segir Gylfi. „Hvor aðilinn er þá að auka misskiptingu?“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is  Kjaramál djúp Gjá milli fimmmenninGa oG forystumanna asÍ Verðbólga undir 2,5% í upphafi árs 2014 Gylfi Arnbjörnsson man ekki til þess að félagsmenn formannanna fimm sem neituðu að undirrita nýjan kjarasamning hafi hingað til fylgt formönnunum að máli þegar kemur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Það er vissu- lega rétt að sumir vildu fá 20.000. Við settum mörkin við 11.000 og náðum 10.000. Það er allavegna meira en 4.000, en er það nóg? Nei, þessu verk- efni að hækka lægstu launin er ekki lokið, segir Gylfi Arnbjörns- son. Jón Ingi stendur í ströngu við undirbúning flugeldasöl- unnar. Allt að 90 prósent af rekstrarfé björgunarsveita kemur frá flugeldasölu. Ljósmynd/Hari  fluGeldar miKið undir hjá slysavarnafélaGinu landsbjörG Í fluGeldasölu Langstærsti hluti fjáröflunar liggur í flugeldasölu „Það er harðsnúinn hópur sem er tilbúinn að fara í útkall hvenær sem er og það starfa allir í þessu af hugsjón. Þetta er fólk sem er tilbúið að missa úr vinnu til að bjarga fólki. Og reyndar missum við líka fé því allt björgunar- sveitafólk sér alfarið um sinn búnað sjálft. Það er algengur misskilningur að byrjir þú í björgunarsveit þá fáir þú gefins allan búnað. En þetta eru fórnir sem sjálfboðaliðarnir í Landsbjörg eru tilbúnir að færa,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðs og sölustjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nú er fyrir höndum stærsta fjár- öflun Landsbjargar, sala á flugeldum. „Hjá flestum sveitum er þetta aðalmál- ið, 85 til 90% af rekstrarfénu kemur frá flugeldasölunni. Þetta skiptir bara öllu máli. Við værum ekkert ef fólkið í landinu stæði ekki á bak við okkur. Svo er nú rétt að minnast líka á alla atvinnurekendur landsins sem hleypa starfsfólki sínu úr vinnu þegar kallið kemur. Ef það væri ekki fyrir atvinnu- rekendur sem eru sveigjanlegir við starfsfólk sem er í björgunarsveit þá værum við heldur ekki til. Það má því segja að atvinnurekendur séu einn stærsti stuðningsaðili okkar.“ Salan hefst á morgun, 28. des- ember, og þá er fólk búið að vera að vinna frá jólum í undirbúningi. „Það eru fleiri þúsund vinnustundir sem fara í þetta. Mesta salan er alltaf 31. desember, eftir klukkan 12, svo fólk virðist ekki mikið vera að flýta sér. Ég mæli með því, ef fólk vill hafa góðan tíma, að það mæti fyrir 31. desember. En svo er aftur á móti mikil stemning sem felst í því að vera að versla á sjálfan gamlársdag. Getur verið gaman að lenda í röð og spjalla við fólk um flugeldana og gamla árið.“ 6 fréttir Helgin 27.-29. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.