Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 24
kvæmdir við nýtt hátæknisjúkrahús. Fljót- lega var nýr framkvæmdastjóri kominn til starfa, Páll Matthíasson. Í nóvember fréttist að Björn Zoëga væri búinn að ráða sig sem forstjóra fyrirtækisins Nextcode eftir að Hannes Smárason þurfti að víkja úr því starfi vegna ákæru frá sérstökum saksóknara. Nefndin send heim Utanríkisráðuneytið leysti formlega upp samninganefnd Íslands vegna aðildarvið- ræðna við Evrópusambandið í september og lýsti því yfir að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðarat- kvæðagreiðslu í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Hins vegar virtist það koma Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í opna skjöldu þegar fram kom í desember að ESB hefði ákveðið að hætta við að greiða út svokallaða IPA-styrki, sem veittir höfðu verið til þess að undirbúa stjórnkerfi og stofnanir landsins fyrir aðild að Evrópusambandinu. Reykjavíkurflugvöllur á 69.000 vini 69.000 manns tóku þátt í undirskriftar- söfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni en undirskriftirnar voru afhentar borgarstjóra. Aðstandendur söfnunarinnar lýstu áhyggjum af því að innanlandsflug mundi leggjast af ef skipu- lagsáform borgaryfirvalda um að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni mundu ná fram að ganga. Margir töldu einnig að vegna hagsmuna sjúkraflugs af landsbyggðinni ætti nálægðin við Landspítalann að ráða úr- slitum um staðarval flugvallarins. Í október undirrituðu borgaryfirvöld og innanríkis- ráðherra samkomulag þar sem áformum um að leggja niður norður-suðurbraut flug- vallarins árið 2016 var slegið á frest til 2022. Október Jón Gnarr ætlar að leita að gleðinni Jón Gnarr borgarstjóri ætlar að hætta í pólitík og verður ekki í framboði í sveitar- stjórnarkosningunum í maí 2014. „Ég ætla að fara að leita að gleðinni,“ sagði Jón þegar hann tilkynnti þessa ákvörðun sína í beinni útsendingu í endurvöktum Tvíhöfða á Rás2. „Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður – ég er grínisti.“ Um leið var tilkynnt að Besti flokkurinn yrði lagður niður. Björt framtíð mundi bjóða fram í stað Besta flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor og verður S. Björn Blöndal borgarstjóraefni listans en hann hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Fleiri borgarfulltrúar Besta flokksins ætla að hætta, þeirra á meðal söngvararnir Einar Örn Benediktsson og Karl Sigurðsson. Ómar handtekinn Miðaldra fólk og ellilífeyrisþegar voru áber- andi í óvenjulegum mótmælaaðgerðum sem blásið var til í Gálgahrauni á Álftanesi til þess að mótmæla vegarlagningu. Lögreglu var beitt til að verktakar gætu unnið verkið sem þeir höfðu samið um við Vegagerðina. Allmargir mótmælendur voru handteknir og færðir á brott, þeirra á meðal Ómar Ragnarsson, sjónvarpsmaður og þekktasti baráttumaður landsins fyrir náttúruvernd. Fimmti hver hefur lent á atvinnuleysisskrá Greint var frá því í október að frá hruni hefur næstum því fimmta hvert mannsbarn á landinu, eða 62.000 einstaklingar alls, lent á atvinnuleysisskrá um lengri eða skemmri tíma. Samtals hafa verið greiddar út 120 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur á þessu tímabili. Nóvember Afskriftir kynntar í Hörpu Ríkisstjórnin blés til fundar í Hörpu síðdegis á laugardegi og kynnti þar áætlun um að fella niður allt að 4 milljónir af höfuðstóli allra verðtryggðra fasteignalána í landinu. Þetta á að gera á áföngum á næstu fjórum árum og mun kosta samtals 80 milljarða króna, sem aflað verður með skatti á banka og fjármálafyrirtæki, þar á meðal þrotabú bankanna. Skuldarar geta einnig valið að lækka lánin sín ennþá meira með því að greiða séreignarsparnað inn á höfuðstólinn. Skömmu áður en tillögurnar voru kynntar lýsti forsætisráðherra því yfir að í vændum væri heimsmet í skuldaleiðréttingu og í að- draganda kosninganna hafði Framsóknar- flokkurinn gefið yfirlýsingar um að svigrúm til skuldalækkana væri allt að 300 milljarðar króna. Margir fögnuðu þessari áætlun stjór- nvalda en aðrir gagnrýndu að fyrirætlan- 24 úttekt Helgin 27.-29. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.