Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 67
E ftir að hafa verið frá áfengi í eitt ár, árið 1982, var Gísla Stefánssyni boðið að starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ. Síðan þá hefur hann lengst af unnið hjá SÁÁ, en einnig með skandinavíska alkóhólista á Fitjum á Kjalarnesi, auk starfa við áfengis- og vímuefnaráðgjöf í Svíþjóð í nokkur ár. Nú starfar hann hjá SÁÁ í Von í Efstaleiti. Eiginkonan tók fyrsta skrefið Gísli var í óreglu frá átján ára aldri og um þrítugsaldurinn var hann kominn í þrot með sitt líf. „Síðustu árin voru mjög erfið. Ég frétti af stofnun SÁÁ árið 1977 og hugsaði lengi um það hvort ég ætti að leita til þangað en það var ekki fyrr en besti vinur minn leitaði til þeirra árið 1980 að ég ákvað að slá til. Ég sá á vini mínum hvað meðferðin gerði honum gott og hvernig líf hans gekk miklu betur. Ég varð svo- lítið öfundsjúkur út í hann. Áður hafði konan mín leitað til SÁÁ sem aðstandandi svo það var hún sem tók fyrsta skrefið. Nokkrum mán- uðum síðar fór ég svo í meðferð á Silungapoll. Þá var Vogur ekki kominn til sögunnar,“ segir Gísli sem á þessum tíma hafði ekki mikla trú á lífi án áfengis en ákvað þó að prófa meðferð. Löngunin til að hætta neyslu áfengis kom svo í meðferðinni sem var meiriháttar opinberun fyrir Gísla og hafði þau áhrif að líf hans breytt- ist gjörsamlega. „Mér var sagt hvað ég gæti gert til að laga líf mitt og fór eftir þeim ráð- leggingum sem ég fékk og hefur gengið vel síðan. Það má segja að sólin hafi komið upp hjá mér þarna um þrítugt.“ Í fyrstu hafði Gísli ekki mikla trú á því að meðferðin myndi hjálpa þó raunin hafi orðið önnur. Botna á grynnra vatni Á árunum 1974 til 1975 varð þjóðarvakning á Íslandi gagnvart áfengisvanda og margir sem tjáðu sig opinberlega um að hafa leitað sér hjálpar við áfengissýki. Gísli segir SÁÁ hafa breytt viðhorfi almennings til áfengisvandans. „Það er ekki lengur þessi skömm sem var til staðar hér á árum áður. Vakningin hefur hald- ist við og fleytt SÁÁ áfram og orðið til þess að það hefur átt farsælan feril sem stofnun og fyrirtæki.“ Þegar Gísli leitaði sér hjálpar á sínum tíma var hann kominn í þrot eins og áður segir og búinn að ná botninum. Hann telur þó að með tímanum hafi SÁÁ tekist að lyfta þessum botni þannig að í mörgum tilvikum botni fólk á grynnra vatni í dag en áður og leiti sér hjálpar fyrr. Breyttur vandi Fyrir nokkrum áratugum var nær óþekkt hér á landi að fólk í vímuefnaneyslu sprautaði sig og segir Gísli jafnvel fólk undir tvítugu sem hiki ekki við taka upp nálina og sprauta sig. „Vandinn er breyttur og meira um ungt fólk í vímuefnaneyslu. Algengt er að ungt fólk byrji að drekka áfengi, fari svo í kannabisefnin. Eftir það tekur við neysla á örvandi vímuefn- um og fólk sprautar sig jafnvel með rítalíni og fer svo út í ópíumneyslu,“ segir Gísli og bætir við að kannabisneysla á Íslandi hafi aukist um 300 prósent á árunum 1995 til 2011. „Áfengis- neysla á Íslandi hefur einnig aukist mikið og svo bætist við það allur fjöldinn sem notar ólögleg efni og lyf svo sjúkdómurinn lifir góðu lífi.“ Á Íslandi eru um 12.000 manns sem náð hafa bata af áfengissýki og telur Gísli að sá árangur sé að mörgu leyti SÁÁ að þakka. „Það er talað um að í sambandi við áfengi þá eigi um 15 til 20 prósent þeirra sem þess neyta við vanda að stríða. Þetta er því stór hópur og jafn- vel tugir þúsunda hér á landi,“ segir hann. Margþætt starf í Von Í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti í Reykjavík, fer fram margþætt starfsemi. Sumir þeirra sjúklinga sem ljúka dvöl á Vogi leggjast inn í áframhaldandi meðferð á Vík og Staðarfell en þeir sem það gera ekki fara í meðferð hjá göngudeildinni í Von. „Þá er fólk í fjórar vikur í daglegri meðferð, hluta úr degi. Síðan erum við með stuðningshópa fyrir fólk sem er að koma af Vogi eða strandar í sínum bata.“ Í Von er einnig veitt eftirfylgni eftir dvöl á Vík og Staðarfelli. „Við erum líka með fallvarnarmeð- ferð fyrir karla sem hafa áður farið í meðferð en ekki náð fullum bata, svokallaða víkinga- meðferð. Þeir eru hérna í eftirfylgni í eitt ár.“ Fyrirtækjaþjónusta SÁÁ Fyrir um það bil ári stofnaði SÁÁ fyrir- tækjaþjónustu og sinnir Gísli því verkefni. Í fyrirtækjaþjónustunni felst að SÁÁ aðstoðar fyrirtæki við gerð stefnu varðandi áfengis- og vímuefnamál. „Ef um skimanir er að ræða, leiðbeinum við í sambandi við það. Við fræðum einnig yfirmenn um það hvernig skuli framkvæma íhlutun ef starfsmaður er í vanda. Þá er viðkomandi einstaklingur sendur til mín í viðtal og ég tek við málinu og hjálpa viðkom- andi í meðferð eða á annan hátt.“ Bati er líkamlegur, andlegur og félagslegur Fólk sem er að koma í meðferð í fyrsta sinn getur hringt til SÁÁ og lagt inn beiðni en fyrir það fólk sem hefur áður farið í meðferð og gengur ekki nógu vel mælir Gísli með því að fara í viðtal við ráðgjafa og fara yfir málin. „Oft er það niðurstaðan að leggjast aftur inn. Stundum er hægt að veita fólki aðstoð með viðtölum eða inngripi hér á göngudeildinni.“ Að sögn Gísla er bati flókið fyrir- bæri þar sem margt spili inn í. „Bati er líkamlegur og tíminn læknar margt. Hann er líka andlegur og félagslegur og því er mikilvægt að vera í sam- neyti með öðrum sem eru á sömu leið og maður sjálfur.“ Hann segir skipta höfuðmáli að fólk með áfengissýki fái upplýsingar og fræðslu um sjúkdóm- inn og batann og þýðist þá leiðsögn sem það fær. „Það er ekki gott að fólk telji sér trú um að ef það láti sterka drykki vera og drekki bara bjór að þá verði allt í lagi. Það eru ákveðin lögmál sem við vitum að fólk verður að fylgja og ákveðnar reglur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem vann hjá okkur á sínum tíma samdi ljóð sem lýsir þessu vel: Líkamleg skilyrði leyfa mér hvorki lausung né hroka. Ég er alkóhólisti til æviloka. Áfengisneysla á Íslandi hefur aukist mikið og svo bætist við allur fjöldinn sem notar ólögleg efni og lyf svo sjúkdómurinn lifir góðu lífi. Tíminn læknar margt Gísli Stefánsson hefur starfað sem áfengis- og vímuefnaráð- gjafi í yfir 30 ár og lengst af hjá SÁÁ. Sjálfur var hann í óreglu í tólf ár en leitaði sér aðstoðar hjá SÁÁ um þrítugt og náði bata. Í fyrstu hafði hann þó ekki mikla trú á lífi án áfengis en varð fyrir opinberun í meðferðinni og fór eftir þeim ráðleggingum sem hann fékk og segir sólina í sínu lífi hafa komið upp á þeim tíma. Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuvarnarráðgjafi hjá SÁÁ fór sjálfur í með- ferð fyrir rúmlega þrjátíu árum og segir hana hafa verið meiriháttar opinberun fyrir sig. Til að ná bata segir hann mikilvægt að fólk fari eftir þeim ráðleggingum sem það fær. „Það er ekki að gott fólk telji sér trú um að ef það láti sterka drykki vera og drekki bara bjór að þá verði allt í lagi.“ Ljósmynd/Hari 11 2013 DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.