Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 14

Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýs- ingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. V Væntingavísitala Gallup hækkaði milli mánaðanna nóvember og desember. Það er eins og vænta mátti í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á forsendubresti verðtryggðra fasteignalána sem koma mun til framkvæmda um mitt komandi ár. Greining Ís- landsbanka bendir á að allar undirvísitölur hækka milli mælinga í nóvember og desember en væntingarnar tengjast boðuðu aðgerðunum enda hækka mest vænt- ingar neytenda til ástandsins í efnahags- og atvinnu- málum eftir 6 mánuði. Hækkar sú undir- vísitala um 15 stig, en hún er nú 109 stig. Er það í fyrsta sinn síðan í júlí sem þessi undirvísitala fer yfir 100 stig en í því felst að flestir svarendur telja að ástandið í atvinnu- og efnahagsmálum verði betra að hálfu ári liðnu. Hvort það gengur eftir helgast af ýmsu en mikilvægt innlegg í það eru nýgerðir kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands sem gilda í eitt ár, til gamlársdags 2014. Að samningnum standa Starfsgreinasam- bandið, Flóabandalagið, LÍV, VR, ESÍ, Samiðn, VM, Matvís, Félag leiðsögumanna, Félag bókagerðarmanna og Félag hárgreiðslusveina. Formenn nokkurra aðildar- félaga Starfsgreinasambandsins undirrituðu ekki kjara- samninginn en hann fer engu að síður til afgreiðslu í viðkomandi stéttarfélögum með sama hætti og í öðrum félögum. Samningurinn er, eins og fram hefur komið í máli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, aðfararsamningur. Auk launabreytinga nú um áramótin, með áherslu á hækkun lægstu launa, gefur samningurinn samnings- aðilum eitt ár til að undirbúa gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og kaup- máttaraukningu til framtíðar. Í viðtali við Fréttatímann segir forseti ASÍ að með samningnum fyrir jól hafi for- sendur verið lagðar fyrir kaupmáttaraukningu sem ætti að gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á fyrstu mánuðum komandi árs. Gylfi segir allt benda til þess að í febrúar næstkomandi fari verðbólgan niður fyrir 2,5 prósent. Það er í þágu allra að verðbólgan fari niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans, ekki síst laun- þega, en þorri þeirra er með verðtryggð húsnæðislán. Forsenda þess að þessi markmið náist er að þeir samningar sem gerðir voru fyrir jól séu uppskrift að öðrum samningum, að því gefnu vitaskuld að félags- menn samþykki þá samninga sem gerðir voru. Það á við samninga annarra á hinum almenna markaði sem og samninga við opinbera starfsmenn. Um leið er sú krafa sett á fyrirtækin að halda aftur af launaskriði, verslanir haldi aftur af verðhækkunum og stofnanir gæti aðhalds í hækkun gjaldskrár. Markmið um lága verðbólgu og aukningu kaupmáttar nást ekki nema allir vinni að sama marki. Markmið samningsaðila jólasamninganna er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem er forsenda aukins kaupmáttar og stöðugs verðlags. Ríkisstjórnin kom enn fremur að samningagerðinni með yfirlýsingu er lýtur meðal annars að breytingum á tekjuskatti einstaklinga og að gjaldskrárhækkanir ríkisins næstu tvö ár verði undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Auk þess mun hún beita sér fyrir því að fyrirtæki í ríkiseigu, þar með talin orkufyrirtæki, gæti ýtrasta aðhalds við gjaldskrárbreyt- ingar á næsta ári. Takist, eins og að er stefnt, að stöðva hallarekstur ríkissjóðs á komandi ári skapast aðstæður til að lækka skuldir hans á næstu árum. Í þágu allra er að minnka vaxtakostnað ríkisins og nýta það skattfé fremur í þágu heilbrigðiskerfisins, svo dæmi sé tekið. Meðal stærstu verkefna stjórnvalda, þegar litið er til ársins 2014, er að aflétta lamandi gjaldeyrishöftunum sem væntanlega gerist í áföngum, svo ekki komi til koll- steypu. Gengi krónunnar verður að haldast stöðugt. Að þessu gefnu eru forsendur fyrir því að þjóðin nái sér endanlega upp úr djúpum öldudal hrunsins. Helstu út- flutningsgreinar standa vel, sjávarútvegur, áliðnaður og ekki síst ferðaþjónustan. Starfsfólk Fréttatímans óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar dygga samfylgd á árinu sem er að líða. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda Forsendur kaupmáttaraukningar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Nei, nei. Gunnar Bragi er með föst tök á þessu Það er rétt að utanríkis- málin eru í talsverðum ólestri og hafa verið undanfarin ár. Brynjar Níels- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um ríkisstjórnina á Facebook og greinir brotalamir í utanríkis- ráðuneytinu. Leiðinda skríll Ég verð að viðurkenna að mér er gróflega misboðið, ekki bara framganga þessara félaga minna heldur ekki síður hvernig fjölmiðlar hafa hampað þessum aðilum án þess að leita eftir skoðunum forystumanna þeirra 95% félagsmanna sem ákváðu að axla fulla ábyrgð á stöðu- matinu með undirritun kjarasamninganna. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er gáttaður á pirringi yfir nýgerðum kjarasamningum. Eru álfar kannski menn? Ég verð að segja eins og er að ég hef aldrei hitt Íslending sem trúir á tilveru álfa eða huldufólks. Egill Helgason brást við umfjöllun AP þar sem baráttan fyrir verndun Gálgahrauns var tengd álfatrú. Fulli kallinn alltaf með vesen Það er auðvitað alls konar fólk sem er svona meira skulum við segja úti á lífinu, það þarf ekki að draga dulu yfir það. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari greinir þverskurð þess fólks sem leggur fram kæru á hendur lögreglu.  Vikan sem Var 14 viðhorf Helgin 27.-29. desember 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.