Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 58
Viðtöl við ráðgjafa SÁÁ Vakthafandi ráðgjafi svarar í síma 530-7600 en það er númerið sem hringt er í vilji fólk óska eftir viðtali við áfengis- og vímefnaráð- gjafa á göngudeild Áfengis- og fjölskyldudeildar SÁÁ. Símatími er alla virka daga frá klukkan níu til fimm. Ekki er nauðsynlegt að panta tíma hjá ráðgjafa fyrirfram heldur er hægt að mæta í Von, Efstaleiti 7, á opnunartíma og óska eftir viðtali. SÁÁ býður einnig upp á sérstaka símaráðgjöf fyrir unglinga og aðstandendur þeirra. Síminn er ávallt op- inn og er númerið 824-7666. Efni viðtala unglinga, full- orðinna og aðstandenda er mismunandi og getur verið allt frá því að einstaklingur komi til að bera undir ráð- gjafa eitt afmarkað atriði og til þess að fólk komi eftir heildstæðri ráðgjöf og aðstoð til að gera varan- legar breytingar á lífstíl sínum. Allir þeir sem telja sig eiga við vanda að stríða vegna notkunar vímuefna, eða eiga aðstandanda sem á við slíkan vanda að etja, geta leitað til göngudeildar Áfengis- og fjölskyldudeild- ar SÁÁ. ÚTGEFANDI: SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Arnþór Jónsson RITSTJÓRI: Höskuldur Daði Magnússon BLAÐAMAÐUR: Dagný Hulda Erlendsdóttir TENGILIÐUR: Rúnar Freyr Gíslason LJÓSMYNDIR: Haraldur Jónasson UMBROT: Páll Svansson Þann 28. desember næstkom-andi verða 30 ár liðin síðan Sjúkrahúsið Vogur var tekið í notkun. Síðan þá hafa yfir 20 þús- und einstaklingar komið í meðferð á Vog, litla 60 rúma sjúkrahúsið okkar með stóra hjartað. Þúsundir Íslendinga, alkóhólistar og aðstand- endur þeirra, standa í ævarandi þakkarskuld við frumherjana sem stofnuðu SÁÁ og byggðu Vog með tvær hendur tómar. SÁÁ hefur byggt og keypt húsnæði undir sína starfsemi án aðkomu ríkis og bæja og lengst af skaffað húsnæðið alveg endurgjaldslaust fyrir kaupendur þjón- ustunnar. Þannig eru alkóhólistar á Íslandi eini sjúklingahópurinn sem hefur byggt sinn eigin spítala fyrir peninga sem þeir hafa sjálfir safnað saman. Alkóhólistar eru einnig eini sjúklingahóp- urinn sem hefur þróað sérstök meðferðarúr- ræði fyrir aðstandendur sína og afkomendur en meðferð og þjónusta SÁÁ fyrir aðstand- endur alkóhólista er ófjármögnuð, þ.e.a.s., beinn kostnaður vegna fjölskyldumeðferðar er greiddur af sjálfsaflafé samtakanna. Mikil eftirspurn er eftir þessari þjónustu sem fer fram á göngudeildum SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri og eftir samkomulagi á öðrum stöðum. Nú stendur yfir söfnunarátakið Áfram Vogur, þar sem safnað er fyrir byggingu á nýrri álmu við sjúkra- húsið – álmu þar sem verða veikustu sjúklingarnir í sérherbergjum auk þess sem aðstaða vaktar og lyfjavörslu verður endurnýjuð til að uppfylla nútímakröfur um öryggi starfsfólks og sjúklinga. Framkvæmdir hófust í byrjun október og ganga vel. Húsnæðið verður tekið í notkun í maí á næsta ári. Að þessu sinni höfum við leitað mest til fyrirtækja eftir stuðningi og í stuttu máli fengið framúrskarandi undirtektir hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er eftir- tektarvert að á meðan fjölmargir lífeyrissjóðir og stórfyrirtæki sjá hagnaðarvon í stórfelldum fjárfestingum á sviði heilbrigðisþjónustu, byggir SÁÁ með stuðningi almennings og smærri fyrirtækja, „non profit“ sjúkrastofur undir fárveika sjúklinga sem fá hvergi annars staðar að vera. Sjúkrahúsrekstur SÁÁ er rekinn með 170 milljóna króna halla á þessu ári og hefur sá halli verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin. SÁÁ greiðir sjálft þennan halla með sjálfsaflafé ólíkt öðrum heilbrigðisstofnunum sem sækja árlega í aukafjárlög til að greiða niður sinn hallarekstur. Þannig hefur SÁÁ lagt til lög- bundins heilbrigðisreksturs yfir milljarð króna á síðustu 10 árum og enn meira þegar horft er yfir lengra tímabil. Það má því segja að þaðan sem við horfum líti áðurnefnd hagnaðarvon líf- eyrissjóðanna sérkennilega út. Um leið og ég, fyrir hönd SÁÁ, óska lesendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári vil ég þakka öllum fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið á þessu ári. Stuðningur ykkar er ómetanlegur fyrir sjúk- lingana og fjölskyldurnar og starfsfólk og stjórn SÁÁ. Hann er raunverulegt kraftaverk. SÁÁ hefur byggt og keypt húsnæði undir sína starfsemi án aðkomu ríkis og bæja og lengst af skaffað húsnæðið alveg endurgjaldslaust fyrir kaupendur þjónustunnar. frá formanni Við stöndum í þakkarskuld við frumherjana sem byggðu Vog arnþór Jónsson skrifar Leiðsögumaðurinn og fasteignasalinn Þorsteinn Jakobs- son, eða Fjalla-Steini eins og hann er kallaður, ætlar að hefja göngu á tindana sjö í byrjun næsta árs. Þá gengur hann á hæsta tind hverrar heimsálfu og byrjar verkefnið á Aconcagua í Argentínu sem er 6.980 metra hátt. Slíkir leið- angrar kosta sitt og er Fjalla-Steini nú að selja allar eigur sínar til að fjármagna ævintýrið. „Ég verð orðinn alveg eignalaus á næsta ári og alveg örugglega hamingjusam- asti maður í heimi. Þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af veraldlegum hlutum og á nóg af hamingju,“ segir hann léttur í bragði. Í febrúar og mars er stefnan svo tekin á Kilimanjaro, hæsta tind Afríku. Ef allt gengur að óskum mun verkefnið taka rúmlega ár. Fjalla-Steini hefur alltaf haft brennandi áhuga á útivist og fjallgöngum og fór fyrst á fjöll átta ára gamall þegar hann stofnaði fjallaklúbb með vini sínum, Lárusi Ástvaldssyni, sem síðar varð jarðfræðingur. „Svo var ég í sveit fyrir norðan á sumrin og fór þá á fjöll nær daglega. Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir hreyfingu en tók löng hlé þegar ég var að ala börnin mín upp.“ 23 ára gamall fór Fjalla-Steini í meðferð til SÁÁ á Silunga- poll sem hann segir hafa gert sér afar gott. „Til að byrja með vann ég ekki mikið í minni edrúmennsku en fyrir sjö árum tók ég mig á og fór að sinna henni betur samhliða því að hella mér út í fjallamennskuna. Eftir að ég byrjaði aftur af krafti í fjallamennskunni hvarf áfengislöngunin alveg.“ Hann segir mikla heilun fólgna í fjallgöngum og að þær næri bæði líkama og sál. „Maður kemst ekki nær sjálfum sér en að stunda útivist og hún hentar mjög vel með edrú- mennskunni. Ég tel að margt fólk gæti verið án þunglyndis- lyfja ef það tæki upp á því stunda útivist og klífa fjöll.“ Fjalla-Steini fer á fjöll nær alla daga ársins og á afreka- skránni kennir ýmissa grasa. Árið 2010 gekk hann á 365 fjöll og 2011 voru þau 400. Á þessu ári hefur hann svo geng- ið á öll bæjarfjöll landsins og ætlar að gefa út bók um þau á næsta ári. Allur ágóði af sölu hennar rennur til Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna. Á árum áður gekk hann til að vekja athygli á og safna fyrir starfsemi Ljóssins en henni kynntist hann í gegnum vinkonu sína sem nú er látin. „Ég var í fjögur ár að safna fyrir Ljósið en langaði svo að gera eitthvað fyrir börnin og fór af stað með verkefnið Saman klífum brattann og lét búa til þúsund bauka sem var dreift um allt land. Næsta haust lýkur þessu verkefni með styrkt- artónleikum þar sem ágóðinn mun sem fyrr renna til SKB.“ Selur allt fyrir tindana sjö Þorsteinn Jakobsson ætlar að ganga á tindana sjö á næsta ári og selur nú allar veraldlegar eigur sínir til að fjármagna leiðangurinn. Hann fer nær daglega á fjöll og suma á daga á fleiri en eitt. Næsta vor sendir hann frá sér bók um öll bæjarfjöll landsins og mun allur ágóðinn renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Þorsteinn Jakobsson segir fJallgöngur næra bæði líkama og sál: 2 DESEMBER 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.