Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 38
Helgin 27.-29. desember 201338 tíska
- Tískuförðun
grunnnámskeið 3 vikur
Engin próf - metnaðarfull verkefni. Tilvalið fyrir
hárgreiðslufólk, leikara, dansara og ljósmyndara.
Einstaklingsmiðuð kennsla, hámark 8 nemendur.
- Smokeynámskeið
- Almenn förðun
- Endurmenntun fyrir fagfólk
Kennarar:
Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari
höfundur bókarinnar Förðun, skref fyrir skref
Ástrós Erla Benediktsdóttir, förðunarmeistari,
skólastjóri
Innritun hafin!
Upplýsingar:
skoli@nnmakeupschool.is
www.nnmakeupschool.is
f./nnmakeupschool
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi
Nýr og ferskur
förðunarskóli
Fö
rð
un
: H
elm
a Þ
or
ste
ins
dó
ttir
Ljó
sm
.: R
ag
nh
eið
ur
A
rn
gr
ím
sd
ótt
ir
Fö
rð
un
: H
ild
igu
nn
ur
E
rn
a G
ísl
ad
ótt
ir
Ljó
sm
.: R
ag
nh
eið
ur
A
rn
gr
ím
sd
ótt
ir
Fö
rð
un
: S
tei
nu
nn
Ó
sk
B
ryn
jar
sd
ótt
ir
Ljó
sm
.: R
ag
nh
eið
ur
A
rn
gr
ím
sd
ótt
ir
Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar
Kjóll á 15.900 kr.
Stærð 36 - 46
KYNNING
Andlit: Top Secrets BB krem er
notað sem undirfarði, með því
móti sparast farðinn. Nýjasti
farði YSL, Youth liberator
serumfarðinn, er borinn á með
farðapensli yfir BB kremið.
Farðinn vinnur á 6 einkennum
öldrunar, gefur fallegan
ljóma og fyllir vel upp í opnar
húðholur og línur. Farðann má
byggja upp, þ.e. hægt er að
hafa hann léttan og náttúru-
legan, einnig má setja meira og
fá mikla, flotta þekju. Touche
éclat töfrapenninn er settur
í kringum augu og unninn út
á kinnbeinin. Til að draga úr
línum í andliti og skerpa varir
má einnig nota töfrapennann
og vinna hann vel saman við farðann. Að lokum er matt sólarpúður nr. 30
sett undir kinnbein og kjálkabein til að móta vel andlitsdrætti og kremkinna-
litur nr. 8 settur á kinnar.
Augu: Touche éclat myndar góðan farðagrunn fyrir augnskugga og því
sérstaklega gott að nota hann á augnlokin. Fimm skugga palletta nr. 11 er
notuð á augun, skuggarnir eru í djúpum og dökkum litum með glimmeri til
að auka á glamúrinn. Fyrst er svartur augnblýantur notaður yfir allt neðra
augnlok, hann unninn og augnskuggar settir yfir. Ljósasti liturinn er notaður
yfir allt augnlok alveg upp að augabrúnum. Dökkgræni liturinn er settur
yfir augnblýantinn á neðra augnlok og unninn aðeins upp til þess að mýkja
línuna, dekksti liturinn er að lokum notaður á augnlok við ytri augnkróka, þá
fæst mikil og flott skygging. Dökkfjólublái liturinn er settur í kringum augu
og Shocking eyeliner settur við augnhár á efri augnlok og tekinn vel upp
við ytri augnkrók. Að lokum er Mascara Effet faux Cils noir radical maskari
settur á augnhár sem er mjög þykkjandi, lengjandi og gefur dramatískt
augnaráð.
Varir: Touche éclat myndar góðan grunn fyrir varaliti og því upplagt að
nota hann yfir varirnar og í kringum þær. Varablýantur nr. 21 er notaður
til þess að skerpa og skyggja varirnar, hann er settur í varalínuna og síðan
unninn inn á varirnar. Rouge Pur Couture dökkfjólublár varalitur nr. 54 er að
lokum borinn á varir til þess að fullkomna dramatíska áramótaförðunina.
Áramótaförðun YSL 2013
Eigum að leyfa okkur
að vera prinsessur
Í desember er það gull, silfur, brons, pallíettur, fjaðrir og „gatsby“ stemning sem gildir og
allir leyfa sér að vera fínir,“ segir Eva
Dögg Sigurgeirsdóttir, höfundur
Tískubókarinnar, sem kom út fyrir
þessi jól. „Ég ætlaði upprunalega
að læra ljósmyndun þegar ég fór
til Bandaríkjanna árið 1992 en svo
endaði með að ég fór í tískunám. Það
er svo gaman að hjálpa konum og sjá
þær fara glaðar úr búðinni en ég hef
verið að vinna í tískubransanum frá
því að ég var unglingur. Við megum
alveg leyfa okkur að vera prinsessur
og þó ég sé alveg fylgjandi „less is
more“ þá gildir „more is better“ í
desember,“ segir Eva Dögg.
„Ég vil hvetja konur til að vera
þær sjálfar en nýta sér tískuna til
að vera besta útgáfan af sér,“ segir
Eva Dögg. „Ég var oft beðin um
ráð og ég ákvað að safna ráðunum
mínum í eina bók og byrjaði á því í
fyrravor,“ segir Eva Dögg. Hún segir
að heilmikil vinna hafi verið bak við
bókina og ákveðin áskorun að fara í
markaðssetningu á sjálfum sér. Hún
segist hafi verið með mikið efni og
hafi þurft að velja úr í bókina. „Ég
vil ekki breyta fólki en vil hjálpa
konum að ná að þekkja sinn stíl. Ég
held að konur geti nýtt betur þau föt
sem þær eiga með því að klæða þau
upp eða niður og vil gefa þeim hug-
myndir um hvað er hægt að gera.
Ef kona er örugg og veit að hún á föt
sem klæða hana og kann að setja
hluti saman þá kemur sjálfstraustið.
Alveg sama hvort að hún hefur átt
flíkina í tíu ár eða ekki og alveg
sama í hvaða búð hún hefur keypt
það,“ segir Eva Dögg.
Segir hún að íslenskar konur
standi sig almennt vel með tilliti til
klæðaburðar en henni finnst yngri
kynslóðin sérstaklega örugg með
sig. „Ungar konur eru mjög meðvit-
aðar um hvað þær vilja,“ segir Eva
Dögg sem hefur alla tíð haft ánægju
af því að gleðja fólk og sérstaklega
konur frá því að hún vann í tískubúð-
um. „Það er svo gaman að hjálpa og
sjá konur fara glaðar þegar þær hafa
fundið föt eða samsetningu sem fer
þeim sérstaklega vel,“ segir Eva.
Desembermánuður er sérstaklega
í uppáhaldi hjá Evu Dögg en þá er
það glamúr og glæsileiki sem ríkir.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir segir að í desember eigi konur að
leyfa sér að vera í gulli, silfri, bronsi, pallíettum og jafnvel
fjöðrum og orðatiltækið „less is more“ gildi ekki.