Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 4
Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 ÁRAMÓTADRESSIÐ ! Teg Deco - saumlaus, létt fylltur og ottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.980,- buxurnar við á kr. 3.990,- Fótboltastelpur mæta handboltastelpum Ú tlendingastofnun hefur fyrir hönd innanríkis-ráðuneytisins undirritað samning við Reykja-víkurborg um þjónustu við hælisleitendur meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá stjórnvöldum. Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín Völundardóttir, for- stjóri Útlendingastofnunar, undirrituðu samninginn á dögunum. Hann felur í sér móttöku á 50 hælisleitend- um til Reykjavíkur en í honum er þar að auki tilgreint að auk húsnæðis skuli þjónustan vera fólgin í fram- færslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavík- urborgar, fagnar samningum en hún segir ferlið hafa verið í farvatninu síðan í júní 2011 þegar Jón Gnarr borgarstjóri óskaði eftir því að gera samning við innan- ríkisráðuneytið. „Ég hef síðan verið í samningum við ráðuneytið, kannski ekki mjög reglulega, en síðan þá. Svo var tekin ákvörðun í Reykjanesbæ síðastliðið vor um að hætta að taka við svona mörgum þar sem aukn- ingin hafði verið svo mikil. Þá fór ráðuneytið aftur af stað og við höfum verið að vinna í að gera sambæri- legan samning og Reykjanesbær hefur verið með.“ Útlendingastofnun ber ábyrgð á að framfærsla hælisleitenda sé tryggð og gerði hún samning við félagsþjónustu Reykjanesbæjar árið 2004 um að annast umönnun þeirra meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá stjórnvöldum. Hingað til hafa því allir beðið með- ferðar í Reykjanesbæ sem hefur gert samning við tvö gistiheimili sem sjá fólkinu fyrir húsnæði og fæði auk þess að vera með nokkrar íbúðir á leigu. Nú þegar eru 40 hælisleitendur í Reykjavík á vegum Reykjanes- bæjar en Anna segir Reykjanesbæ hafa leigt húsnæði í bæði Reykjavík og Kópavogi því bærinn hafi ekki haft bolmagn til að hýsa alla sem koma til landsins. „Þannig að frá og með áramótum á að taka við 50 manns. En það eru nú þegar 40 hælisleitendur í Reykjavík sem eru í húsnæði sem Reykjanesbær leigir hér í Reykjavík en öll þjónustan kemur þaðan. Það liggur í hlutarins eðli að við byrjum á því að taka við þeim, við viljum ekki að menn séu að þjónusta yfir sveitarfélagamörk en Reykjanesbær hefur bara hrein- lega ekki getað hýst alla. Við viljum að sjálfsögðu sjá um þessa 40 sem eru hér og svo bætum við 10 manns við á nýju ári.“ Anna segir hugmyndina ekki vera þá að bjóða upp á húsaskjól á einum stað. „Nei, það er ekki meiningin að hýsa marga á einum stað. Það munu vera leigðar hér nokkrar íbúðir og fólk kemur til með að deila þeim og þessar íbúðir verða leigðar á frjálsum markaði. Það er þannig í dag að þeir sem eru hér núna þeir dvelja í íbúðum á nokkrum svæðum í höfuðborginni. Venjan er sú að nokkrir eru saman í íbúð og það er reynt að velja fólk saman eftir tungumáli. Fyrsta árið munum við aðeins taka við 18 ára og eldri, svona með- an við áttum okkur á því hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er ólíkt öðrum verkefnum sem velferðarsvið hefur verið að fást við. Þetta eru reyndar í flestum til- fellum karlar en ekki margar fjölskyldur. Umfangið verður að sjálfsögðu meira þegar börn eru líka, svo við byrjum á þessu.“ Anna telur eðlilegt að Reykjavík taki við hluta hælisleitenda og vonast til að umsóknarferlið verði stytt. „Það er ekkert nema eðlilegt að höfuð- borgin taki hluta fólksins því aukningin er mikil. Það eru milli 150 og 200 einstaklingar sem eru í þessum sporum. Það eru auðvitað sumir sem dvelja skemur en aðrir og Útlendingastofnun er að reyna að hraða þessu ferli en umsóknarferlið er að meðaltali 11 mánuðir. Þetta er mjög langur tími og það er unnið að því að stytta hann niður í 3 til 6 mánuði.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Félagsþjónusta nýr samningur ÚtlendingastoFnunar og borgarinnar Reykjavík tekur við 50 nýjum hælisleitendum Borgarstjóri og forstjóri Útlendingastofnunar hafa gengið frá samningi um að Reykjavíkurborg taki á móti 50 hælisleitendum. Unnið að því að stytta umsóknarferlið niður í þrjá til sex mánuði. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu samninginn á dögunum. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hríð og skaFrenningur nV og n-til eFtir miðjan daginn. HöFuðborgarsVæðið: LéttsKýJað, en smáéL síðdeGis. na gjóla. bjart og Frost syðra, en él um landið n-Vert. HöFuðborgarsVæðið: BJaRt, fRemUR hæGUR VindUR oG fRost. roFar til n- og a-lands. snjókoma syðra og Versnandi um kVöldið. HöFuðborgarsVæðið: LíKLeGa snJóR Um miðJan daGinn, en sLydda Um síðiR. rólegra veður í bili með bakka úr norðri, hríð og stormi norð- vestantil eftir miðjan dag á morgun, má segja að þessum óveðurskafla sem hófst á Þorláksmessu sé lokið. á laugardag lítur út fyrir fremur hægan vind á landinu. Vissulega enn él norðantil hér og þar, en sunnantil verður létt- skýjað og nokkurt frost inn til landsins. eins hæglætisveður og frost norðan- og austan- lands framan af sunnudeg- inum. Þá versnar syðst með snjókomu og síðar hvössum vindi, vægri hláku og slyddu. -1 -3 -4 -1 -4 -4 -4 -4 -3 -8 -4 -5 -9 -10 -5 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Kvennalandsliðin í knattspyrnu og handbolta munu etja kappi í góðgerðarleik í Vodafonehöll- inni í dag, föstudag, klukkan 17.30. stelpurnar keppa bæði í handbolta og fótbolta. allur ágóðinn af leiknum rennur til Barnaspítala hringsins. miðaverð er 500 krónur en fólki er frjálst að borga meira og rennur upphæðin að sjálfsögðu til Barnaspítalans. margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu er spennt fyrir leiknum. „Við stelpurnar í kvennalandsliðinu í fótbolta höfum átt okkur þann draum í langan tíma að spila við kvennalandsliðið í handbolta bæði í handbolta og fótbolta. Við teljum okkur rosalega góðar í handbolta og viljum því auðvitað skora á þær bestu. Við ákváðum því að slá tvær flugur í einu höggi og at- huga hvort almenningur væri ekki til í að taka þátt í þessu með okkur og láta gott af okkur leiða á jólunum með því að styrkja Barnaspítala hringsins. Við vonum að sem flestir séi sér fært að mæta á þennan stórleik og styðja auðvitað rétt lið til sigurs.“ Vetrarhæfileikarnir haldnir í fyrsta sinn Réttindavakt velferðarráðuneytisins ásamt Geðhjálp, Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi íslands standa fyrir ímyndarátaki sem ætlað er að auka vitund almennings um styrkleika fatlaðs fólks. átak- inu verður hleypt af stokkunum í anddyri Borgarleikhússins í dag, föstudag, klukkan 11. teknar hafa verið upp auglýsingar þar sem fatlaðir einstaklingar sýna styrk sinn og sjónum er beint að þeim hæfileikum sem fólk býr almennt yfir. Verða auglýsingarnar sýndar í sjónvarpi og netmiðlum. Þá verða Vetrarhæfileikarnir haldnir í fyrsta skipti en þar munu hæfileikaríkir einstaklingar, fatlaðir sem ófatlaðir, sýna hæfileika sína og verða gefnar einkunnir með nýstárlegum hætti. meðal þeirra sem koma fram eru mamikó dís Ragnarsdóttir tónlistarkona, Bergvin oddsson uppistandari, steinar Baldursson tónlistarmaður og RWs vegg- listahópurinn. dómnefnd skipa eygló harðardóttir, steinunn ása Þorvaldsdóttir og anna svava Knútsdóttir. anna svava Knútsdóttir leikkona er í dómnefnd á Vetrarhæfileikunum. Ljós- mynd/Hari 4 fréttir helgin 27.-29. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.