Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 27.12.2013, Blaðsíða 68
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og Rúnar Freyr Gíslason, samskipta-fulltrúi samtakanna, hafa báðir farið í meðferð og starfað ötullega innan samtakanna síðan. Blaðamaður hitti þá í Von, húsi SÁÁ, til að ræða um 30 ára afmæli Vogs og margt fleira. Nú stendur yfir undirbúningur afmælisveislunnar enda eru þeir báðir mjög ánægðir með afmælis- barnið, spítalann Vog, sem byggður var fyrir söfnunarfé og fyrst opnaður 28. desember 1983. Veislan verður hófleg en skemmtileg og haldin í Von á laugardaginn og vonast Arnþór og Rúnar til að sem flestir mæti, bæði fólk sem var meðal þeirra fyrstu sem fóru í meðferð á Vogi og þau sem hafa ný- lokið meðferð og allir þar á milli og aðstand- endur. „Páll Óskar og Mónika koma fram, Hjómskálakvinttettinn verð- ur með lúðrablástur og bumbuslátt og það verður mikið fjör. Auk þess verður opnuð sýning á ljósmyndum með myndum úr sögu SÁÁ og Vogs sem Spessi ljós- myndari hefur haft umsjón með,“ segir Rúnar. Einnig verður haldinn opinn stjórnar- fundur og eru bæði núverandi og fyrrverandi stjórnar- menn hvattir til að mæta. Rúnar segir um að gera ef einhver vill halda ræðu afmælis- barninu til heilla, að hafa samband og láta setja sig á mælendalista. Yndislegt líf eftir meðferð Arnþór og Rúnar starfa báðir í Von, húsi SÁÁ, í Efstaleiti þar sem þeir vinna mikið með fólki sem er komið í bata og er margt skemmtilegt á dagskránni þar í viku hverri. „Stundum heldur fólk að það eigi aldrei eftir að hlæja aftur eða hafa gaman eftir að það er komið út af Vogi. Fólk er fast í því að eina skemmt- unin sé fólgin í því að fá sér en við viljum sýna að það er svo sannarlega ekki þannig,“ segir Rúnar. Arnþór bætir við að alkóhólistar hafi margir hverjir vanið sig á að leysa flest sín persónulegu vandamál og sam- skiptaflækjur undir áhrifum og að öll skemmtun sé tengd því að neyta vímugjafa. „Þegar víman er svo tekin út úr jöfnunni þarf fólk að læra að haga lífi sínu í nýjan hátt,“ segir hann. Hjá SÁÁ er boðið upp á fjölbreytt félags- starf svo sem bíósýningar, fundi, fyrirlestra, spilakvöld og dans, edrú spurningakeppnir, skíðaferðir og margt fleira. Rúnar segir að það sé algengt þegar ungt fólk er nýkomið úr meðferð að það kunni ekki að skemmta sér án vímugjafa. Áður en hann fór sjálfur í meðferð hafi hann verið búinn að ákveða að fólkið hjá SÁÁ væri einhvers konar söfnuður sem hann gæti aldrei tengst. „Það var viss þröskuldur fyrir mig. Svo fór ég að kynna mér mál- ið og sá að það er alls konar fólk sem er alkóhólistar. Það hjálpaði mér og lækkaði þrösk- uldinn. Ég vissi ekki að alkóhólistar væru bara venjulegt fólk sem gerir fullt af flottum hlutum á degi hverjum og er alls ekki númer eitt, tvö og þrjú alkóhólistar. Alkóhólisti í bata þýðir að viðkomandi hefur tekið sig í gegn, hætt neyslu vímuefna og er að reyna að vera betri manneskja á hverjum degi.“ Heilahræringur og Nóbelsverðlaun Ekki er langt síðan alkóhólistar á Íslandi voru meðhöndlaðir á Kleppi með klaka- böðum og raflostmeðferð og voru sumir stofnendur SÁÁ í þeim hópi. Í Bandaríkjun- um voru AA-samtökin stofnuð árið 1934 og þá var þegar farið að tala um alkóhólisma sem sjálfstæðan sjúkdóm. Arnþór segir skrýtið til þess að hugsa að árið 1949, meira en 10 árum eftir stofnun AA, hafi Antóni Egas Moniz fengið Nóbelsverð- laun í læknisfræði fyrir að þróa svokallaða lopotomíu sem með- ferð við geðsjúkdómum, til að mynda alkóhólisma. Aðferðin byggðist á því að farið var með prjón inn í augntóftir fólks og hrært í framheila þess með honum. „Fólk róaðist víst við þetta en sem betur fer virkar samtalsmeð- ferðin og sú stefna að vera edrú og ná áttum í samfélagi með öðrum miklu betur en lopo- tomían. Sem betur fer varð Antóni, gaurinn með prjóninn, atvinnulaus,“ segir Arnþór og hlær, og leggur áherslu á hversu stutt sé síðan ástandið var svona. „Við Rúnar vorum stálheppnir með nútímalegu og kærleiksríku með- ferðina sem við fengum.“ Fordómar gagn- vart síkomufólki Þó alkóhólismi sé sjálfstæður sjúk- dóm- ur sem allir geta fengið má enn finna fyrir fordómum segja þeir Arnþór og Rúnar þá sérstaklega beinast að þeim sem hvað veik- astir séu. „Það er stöðugt verið að spyrja hvers vegna við tökum við sama fólkinu í meðferð aftur og aftur og af hverju þetta fólk nái ekki varanlegum árangri. Endur- komufólkið hefur upp til hópa fæðst inn í óbærilegar félagslegar aðstæður og alist upp við mikið óöryggi, kvíða, ótta og jafn- vel ofbeldi. Svo eru aðrir sem hafa jafnvel skaðast í slysum eða eru með alls kyns tví- greind vandamál. Þetta er okkar veikasta fólk og við tökum alltaf á móti þeim. Það mun ekki breytast. Við þurfum að þróa betri aðferðir til að bæta lífsgæði þessa fólks,” segir Arnþór. Afmælisbarnið stækkar Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun Vogs þar sem komið verður upp betri að- stöðu fyrir veikasta fólkið. Áætlað er að byggingin og nauðsynleg tæki kosti um 200 milljónir og hefur þegar verið safnað fyrir stórum hluta kostnaðarins og biðla þeir félagar til almennings og fyrirtækja um að styrkja framtakið. „Einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki hafa stutt okkur dyggilega en það er vissulega þröngt á þingi á þessum almennu söfnunarsvæðum þegar ríkisreknar stofnanir hafa lagt undir sig leikvöllinn og safna þar fjármunum hver fyrir hinn í samkeppni við frjáls félagasam- tök. Þetta er eins og í gamla daga þegar hrekkjusvínin í hverfinu komu og tóku yfir leikvöllinn og leiktækin og boltann,“ segir Arnþór. Áætlað er að viðbygging Vogs verði tekin í notkun í maí á næsta ári og verður lokahnykkur söfnunarinnar vonandi í skemmtiþætti í sjónvarpi og nánar auglýstur þegar nær dregur. Þeir félagar finna þó fyrir miklum velvilja í samfélaginu og nefna sem dæmi að álfa- salan ár hvert sé gríðarlega mikilvæg fjár- öflunarleið fyrir SÁÁ. „Flestir þekkja ein- hvern sem hefur fengið aðstoð hjá SÁÁ og við tökum öllum opnum örmum. Það eru tíu til tólf þúsund manns í langtíma bata núna. Á 36 árum hafa samtökin byggt upp traust hjá almenningi. Við finnum að fólkið heldur með okkur og við höldum svo sannarlega með því,“ segir Rúnar. Vogur fagnar 30 ára afmæli sínu á morgun, laugardag. Haldið verður upp á daginn í Von frá klukkan 15 til 17 og eru allir velkomnir. Arnþór Jónsson formaður og Rúnar Freyr Gíslason samskiptafulltrúi hafa báðir farið í meðferð og stoltir helga þeir starfs- krafta sína SÁÁ. Þetta er eins og í gamla daga þegar hrekkjusvínin í hverfinu komu og tóku yfir leikvöllinn. Fólkið heldur með SÁÁ Fólk sem vill leggja inn beiðni um að innritast á Vog getur hringt í síma 530-7600. Á vef SÁÁ er hægt að taka sjálfspróf sem geta upplýst fólk frekar og gefið vísbendingar. Ef niðurstöðurnar benda til þess að fólk eigi við áfengisvanda að stríða þarf það að grípa til aðgerða. Hægt er að reyna að draga úr drykkjunni en ef það tekst ekki strax er ráðlegt að tala við ráðgjafa hjá SÁÁ. Sé niðurstaðan að við- komandi sé alkóhólisti þarf að hætta allri drykkju og það er ekki auðvelt. Sími á Göngudeild SÁÁ er 530-7600, hægt er að panta viðtal alla virka daga. Sjálfsprófið má nálgast á vef SÁÁ http://www.saa. is/islenski-vefurinn/leidbeiningar/sjalfsprof/ Viltu á Vog? Arnþór Jónsson og Rúnar Freyr Gíslason starfa báðir í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti. Þar er fjölbreytt dagskrá í hverri viku. Ljósmynd/Hari 12 DESEMBER 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.