Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 16
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
V Verðtrygging lána, hugsanlegt afnám henn-ar og almenn skuldaniðurfelling verða án efa meðal helstu mála kosningabaráttunnar sem fram undan er fyrir komandi þingkosn-ingar. Stefnumörkun stjórnmálaflokkanna
liggur fyrir. Hjá sumum er langt gengið í
kosningaloforðum, að ekki sé sagt glanna-
lega – vaktar upp væntingar sem erfitt
verður að standa við og lítt hugsað til kostn-
aðar sem lenda mun á skatt-
greiðendum og eigendum
lífeyrisréttinda. Verðtrygg-
ing er fráleitt gallalaus en
hún kom til sem neyðarráð-
stöfun gegn verðbólgubruna
spari- og lánsfjár. Verðbólgan
er vandinn, verðtryggingin
er afleiðingin. Agaleysi hér-
lendis veldur meiri verðbólgu
en í viðmiðunarríkjum okkar.
Verðbólga á Íslandi er háð
sömu efnahagslegu lögmálum
og annars staðar. Á þessu vekur Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, athygli um leið og hann bendir
á að í löndunum í kringum okkur sé meiri
samfélagsagi, agi í hagstjórn, ríkisfjár-
málum og á vinnumarkaði. Þar gefi hvorki
stjórnvöld né aðilar vinnumarkaðar sig ósk-
hyggju á vald og víki kerfisbundið frá hinu
skynsamlega. Vegna verðbólgu minnkar
árangur í atvinnulífinu, óvissa leiðir til verri
ákvarðana, kaupmáttur og lífskjör verða
verri en ella. Heimilin gjalda verðbólgunn-
ar. Fólk veit ekki hvar það stendur og áætl-
anir bregðast.
Vilhjálmur varar við því að reynt sé að
kynna fólki að afnám verðtryggingar lána
sé töfralausn við vanda sem verðbólgan
veldur: „Stundum er fólki talin trú um að
hægt sé að afnema verðtrygginguna en
halda vöxtunum sem eru á verðtryggðu
lánunum. Það er blekking,“ segir hann og
bætir við: „Besta leiðin til að lækka fjár-
magnskostnað er lág verðbólga.“
Vextir munu elta verðbólguna og verð-
tryggð lán eru eitt lánsform af mörgum.
„Það að mörg heimili rísa ekki undir skuld-
um hefur ekkert með verðtrygginguna sem
slíka að gera,“ segir framkvæmdastjórinn.
„Í fjölmörgum löndum þar sem mikil vand-
ræði eru vegna skuldugra heimila er engin
verðtrygging en samt missir fólk húsin sín.
Vandinn er almennt þríþættur. Fasteignir
voru keyptar á alltof háu verði sem síðan
lækkaði verulega, fólk skuldsetti sig of
mikið og tekjur lækkuðu m.a. vegna minni
vinnu eða atvinnuleysis.“
Leiðin út úr vandanum, og það snýr
að starfi stjórn málamanna, er að skapa
atvinnulífinu skilyrði svo fleiri og betri störf
verði til svo tryggja megi tekjur heimilanna.
Til viðbótar þarf að beita skattalegum
aðgerðum og loks að lækka skuldir eða fella
niður hjá þeim verst settu, þar sem kröfur
er hvort sem er tapaðar – og gera fólki
þannig kleift að byrja upp á nýtt.
Dr. Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla
Íslands, talar á svipuðum nótum þegar
hann greinir umræðuna um afnám verð-
tryggingar hér á landi. Hann bendir raunar
á að frá árinu 2008 séu flest lán sem veitt
hafa verið óverðtryggð. Við fyrstu sýn ætti
afnám verðtryggingar og að snúa verð-
tryggðum lánum á breytilega nafnvexti
því ekki að vera tiltökumál – en tvennt
stórt hangi á spýtunni. Í fyrsta lagi muni
lánaskiptin, vegna stöðu stærsta lánveit-
andans, Íbúða lánasjóðs, valda gríðarlegum
kostnaði fyrir ríkissjóð. Í annan stað séu
íslensk hús næðis lán ekki aðeins verðtryggð
heldur einnig með jafngreiðsluskilmálum
til allt að 40 ára. Greiðslubyrðin er því færð
langt fram í tímann enda hækkar höfuðstóll
lánsins að nafnvirði vegna verðbóta fyrri
hluta lánstímans. Þessi fasteignafjármögn-
un jafnar greiðslubyrði til mjög langs tíma
á móti því að greiðslubyrði óverðtryggðra
lána er mun hærri enda er höfuðstóll þeirra
greiddur hraðar niður.
Ásgeir bendir á að stór hluti íslenskra
heimila ráði ekki við þá hækkun á greiðslu-
byrði sem nafnvextir bæru með sér. Málið
snúist því í raun um afskriftir, niðurfærslu
útistandandi lána fremur en breytt lána-
form framtíðar. „Hvað sem fólki finnst um
réttmæti slíkrar niðurfærslu er ljóst að
kostnaðurinn vegna hennar fellur á skatt-
greiðendur,“ segir hann um leið og hann
bendir á að þar sé um stórar upphæðir að
ræða, kostnaðurinn við að færa höfuðstól
verðtryggðra lána aftur til ársins 2008 gæti
verið 350-400 milljarðar króna. Af þessum
lánum eru 57 prósent veitt af Íbúðalána-
sjóði, með ábyrgð ríkisins, en 15 prósent
eru frá lífeyrissjóðum. „Almenn niður-
færsla verðtryggðra lána er því í raun bein
tekjufærsla frá þeim skattgreiðendum og
lífeyrisþegum sem ekki hafa náð að skuld-
setja sig nægilega til þess að hljóta slíka
leiðréttingu.“
Þessi kostnaður hverfur ekki með hókus-
pókus pólitík heldur greiðist með hærri
sköttum og/eða lægri lífeyri.
Glannaleg hókus-pókus loforð
Ávísun á hærri skatta og lægri lífeyri
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Sjónhverfingamennirnir
Verðmyndum hlutabréfanna var hand-
stýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi
og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar,
stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt.
Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á
hendur fyrrverandi yfirmönnum í Lands-
bankanum.
Nú? Þá er þetta allt í lagi
Þetta var í gangi áður en ég
byrjaði í bankanum.
Sigurjón Þ. Árnason,
fyrrverandi forstjóri
Landsbankans, varð fyrir
miklum vonbrigðum með
ákæru sérstaks saksóknara
á hendur honum fyrir
markaðsmisnotkun.
Nú? Þá er þetta allt í lagi
Ég ætla ekki að svara því. Ég er löngu
hætt í pólitík.
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi
iðnaðarráðherra, hefur ekkert að segja
um áhrifin sem Kárahnjúkavirkjun hafði
á lífríkið í Lagarfljóti.
Pottþétt miðað við höfðatölu
Við erum sennilega að fara að slá met í
vanhæfni og lítill sómi af þessu
þingi okkar sem ég batt svo
miklar vonir til að yrði þingið
sem endurvann traust og
trúnað þjóðar.
Birgitta Jónsdóttir,
þingkona Hreyfingarinnar,
er reið yfir meðferðinni sem
stjórnarskrárfrumvarpið fær á þingi.
Bakþankar og bömmerar
Í eðlilegu árferði hefði ég póstað
Bakþönkunum mínum núna. Mér hefur
hins vegar verið meinað að skrifa fleiri
Bakþanka fyrir Fréttablaðið.
Kolbeinn Proppé, blaðamaður á
Fréttablaðinu, upplýsti í netheimum
að honum hefði verið vikið til hliðar í
pistlaskrifum á blaðinu. Óstöðugir ærðust
og stóra bakþankamálið hélt áfram að
vinda upp á sig.
Hjúkk, er okkur þá borgið?
Ísland verður aldrei aftur upp-
eldisstaður fyrir milljarða-
mæringa.
Athafnamaðurinn Karl
Wernersson færði þjóðinni
góðar fréttir í viðtali við
Bloomberg.
Kommar enn á kreiki
Mín upplifun er að þessi femínismi
sem hefur orðið ofan á í
íslensku samfélagi hafi
hvorki með kvenfrelsi
né jafnrétti að gera,
heldur sé bara venju-
legur gamall vinstri
sósíalistaboðskapur. Það
er bara mín upplifun, ég hef
skrifað um þetta áður.
Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður,
tók þátt í málfundi um femínsima hjá
Heimdalli. Honum leiddist ekki en
heyrði fátt nýtt.
Femínistar eru frá Venus,
lögmenn frá Mars
Ég sé ekki að við getum
fundið sameiginlegan
umræðugrundvöll þegar
kemur að kvenfrelsis-
málum.
Femínistinn og
baráttukonan ódeiga,
Hildur Lilliendahl, mætti
Brynjari Níelssyni hjá Heimdellingum.
Henni fannst lögmaðurinn illa
undirbúinn og vita fátt og sá ekki fram
á að þau finndu samræðugrundvöll.
Vikan sem Var
16 viðhorf Helgin 22.-24. mars 2013
VERKSÝN
Námskeið í undirbúningi
viðhaldsframkvæmda fyrir húsfélög
Verksýn ehf. býður forsvarsmönnum húsfélaga til námskeiðs í
undirbúningi viðhaldsframkvæmda. Á námskeiðinu, sem tekur
eina kvöldstund, verður farið yr ferli viðhaldsframkvæmda
á ölbýlishúsum. Námskeið verða haldin á þriðjudagskvöldum
í mars og apríl, í húsakynnum Verksýnar ehf. að Síðumúla 1 í
Reykjavík. Námskeiðin eru opin öllum stjórnarmönnum
húsfélaga, þeim og húsfélögunum að kostnaðarlausu.
Áhugasamir geta skráð sig á námskeið með tölvupósti á
netfangið verksyn@verksyn.is eða í síma 517-6300.
Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem
sérhær sig í viðhaldi og endurnýjun
fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt ölda
verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og
húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar
með áratuga reynslu í mannvirkjagerð
og viðhaldi fasteigna.
Verksýn ehf l Síðumúla 1 l 108 Reykjavík l www.verksyn.is
Glæsilegt smurbrauð fyrir fundinn í fyrirtækinu
eða veisluna heima.
MATARSNEIÐAR,
SNITTUR & SAMLOKUR
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is S. 599 6660
FYRSTA
SVANSVOTTAÐA
VEITINGAHÚSIÐ
Á ÍSLANDI
Fermingargjöfin
fæst í Líflandi
Lífland hefur að bjóða frábærar gjafir
fyrir æsku landsins. Vandaðar og
notadrjúgar flíkur með klassísku sniði.
Fatnaður fyrir unga hestamenn,
beisli, hnakkar og aukahlutir í úrvali.
Lífland verslun Akureyri | Lónsbakka 601
Akureyri | sími 540 1150
Lífland verslun Reykjavík | Lynghálsi 3
110 Reykjavík | sími 540 1125
www.lifland.is