Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 24
– fyrst og fre mst ódýr! 589 kr.pk. Verð áður 1185 kr. pk. Krónuís, súkkul. og vanillu, 5 l Meðan birgðir endast! FrábærT Verð! 50% afsláttur v 5 lítrar Kattelskir leikhússgestir kjósa VG Sé eitthvað að marka allar þær skoðanakannanir sem hell- ast yfir landslýð þessi dægrin mun þingheimur taka miklum breytingum að loknum alþingiskosningunum í vor. Stuðnings- fólk eins stjórnmálaflokks á það oft til að býsnast yfir því hvernig nokkrum detti í hug að greiða öðrum en sínum flokki atkvæði og klórar sér í hausnum yfir grunnhyggni náungans. Vitaskuld hafa ótal þættir áhrif á hvernig fólk ráðstafar atkvæði sínu; brennandi hugsjónir, gamall vani, áhrif frá foreldrum, efnahagur og staða hvers og eins í lífinu almennt. N ý neyslu- og lífsstílskönnun Capacent Gallup bendir þó til þess að óháð öllu þessu bindi ýmsir þættir í fari fólks það áhugaverðum böndum sem gefa vísbendingar um hvar það stendur í pólitíkinni. Fráleitt er að alhæfa nokkuð út frá þessu en niðurstöðurnar eru bráðskemmti- legar þegar þær eru skoðaðar í pólitísku sam- hengi. Hefði til dæmis einhverjum dottið til hug- ar að fólk sem fer sjaldan á bókasafn er líklegra en aðrir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Val fólks á gæludýrum getur stundum gefið ákveðna vísbendingu um viðhorf eigandans til lífsins og tilverunnar. Dæmigerðar staðalímyndir í þessu sambandi eru til dæmis Vítisengillinn sem tekur rottweiler-hundinn sinn með sér í inn- heimtuleiðangra og hinn mátulega einfaldi en lífsglaði metró-hnakki sem er í svo öruggur með kynhneigð sína að hann skammast sín ekkert fyrir að spóka sig með litla, geðstirða og geltandi chihuahua-hundinn sinn. Capacent-könnunin gengur ekki svo langt að greina kjósendur eftir hundategundum en athygli vekur að hundaeigendur eru líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn, kjósa ekki eða skila auðu. Þeir sem eiga ekki hund eru aftur á móti líklegir til þess að kjósa Samfylkinguna. Hér væri fróðlegt að kafa dýpra og fá að vita hvort þarna séu eigendur smalahunda í meiri- hluta sem gæti skýrt fylgisspekt þeirra við Fram- sókn. Þá hefði ef til vill mátt ætla að sjálfstæðis- menn væru upp til hópa hundaeigendur í ljósi þess að tveir helstu páfar flokksins á síðustu áratugum, þeir Albert Guðmundsson og Davíð Oddsson, áttu tvo ef þekktustu hundum sam- tímasögunnar, tíkina Lucy og hinn trygga Tanna. Allt í hund og kött Hundar og kettir eiga sjaldn- ast samleið og mögulega gilda sömu lögmál um eigendurna. Í það minnsta í pólitísku samhengi þar sem þeir sem eiga ketti eru mun líklegri til að kjósa Samfylkinguna og Vinstri-græn en aðra flokka og síst þykir kattafólkið líklegt til þess að greiða Framsóknarflokknum atkvæði sitt. Þessi niðurstaða er síðan mjög eðlileg í ljósi þess að kettir hafa haft mikil áhrif á stjórnarsamband Sam- fylkingar og VG en eins og kunn- ugt er var Jóhanna Sigurðardóttir kófsveitt við að smala köttum fram eftir kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Ríkisstjórn kattafólksins deilir því þó ekki með kisunum að eiga níu líf og það eina sem hún á er að fjara út. Annað sem bindur stuðningsfólk stjórnarflokkanna saman er að þeir sem nota gleraugu eru drjúgur hluti af kjósendum flokkanna. Ekki er ólík- legt að þetta fólk sé með hin þekktu kynjagleraugu á nefinu en þá hlýtur sú spurning að vakna hvort kjósendur annarra flokka greiði atkvæði blind- andi, hafi fulla sjón, séu búnir að fara í laseraðgerð eða noti bara linsur? Menningarmunur Menningarneysla virðist einnig aðgreina stuðningsfólk ólíkra stjórnmálaflokka samkvæmt könnuninni og þannig er fólk líklegra til þess að kjósa Vinstri- græn eftir því sem það fer oftar í leikhús. Tíðir leikhúsgestir eru síðan ólíklegastir til þess að kjósa Framsóknarflokkinn. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins fara sjaldan á bókasafn en kjós- endur annarra flokka en þetta þarf vitaskuld ekki að þýða að meðal sjálfstæðismaðurinn sé svo menningarsnauður að hann opni aldrei bók. Líklegra hlýtur Ríkisstjórn kattafólksins deilir því þó ekki með kisunum að eiga níu líf en það eina sem hún á er að fjara út. 24 úttekt Helgin 22.-24. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.