Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 30
Borscht, borsj, – með rauðrófum
eða bara hverju sem er
Kári Sævarsson
Austur-Evrópubúar hafa lagt nokkra merka rétti á
hið alþjóðlega veisluborð. Krúttpönnukökurnar
blinis með kavíar og sýrðum rjóma og ungverska
gúllasið eru réttir sem margir kannast við.
Í Austur-Evrópskum mat eru innihaldsefni eins og
dill, sýrður rjómi og allskyns rótargrænmeti algeng.
Það á einmitt við um réttinn sem ég fjalla um í
þessari færslu, borsj súpuna.
Matarblogg
meira á gottimatinn.is
Fylgstu með matarbloggurunum
á gottimatinn.is
Morgunstund gefur gull í mund
Inga og Gísli
Morgunverðurinn er talinn mikilvægasta máltíð
dagsins og er því nauðsynlegt að huga vel að
samsetningu hans. Ef það sama er oft á
boðstólum verður unga fólkið oft leitt og því er góð
hugmynd að breyta til eins og með aðra málsverði.
Í staðinn fyrir hefðbundinn hafragraut eða morgun-
korn er hægt að búa til hollustumúslí og um helgar
er tilvalið að brjóta upp þessa daglega rútínu og
borða músli með dökku súkkulaði og kókosflögum.
Matarblogg
meira á gottimatinn.is
Matarblogg
Erna Sverrisdóttir
Allt hefur sinn tíma - Sefun
Salat og sódavatn eru í órafjarlægð á köldum,
dimmum vetrarkvöldum, þrátt fyrir að
matargestir séu dömur. Febrúar er sannarlega
tími fyrir umvefjandi mat eins og pasta með
kraftmiklum sósum, matarmiklar súpur og
hægeldaða kjötrétti.
Tagliatelle með rækjum og
tvenns konar tómötum
meira á gottimatinn.is
fórnaði ýmsu til þess en hef þess í
stað náð þangað sem ég er kominn
í dag,“ segir hann.
Stefndi alltaf á atvinnu-
mennsku
Matthías segist aðspurður telja
að fótboltaáhuginn hafi komið
frá pabba sínum. „Hann er mikill
fótboltaáhugamaður. Ég var alltaf
með bolta við fæturna á mér og svo
átti ég marga góða vini í fótbolt-
anum og við fylgdumst að upp alla
yngri flokkana. Þetta er einhvern
veginn í blóðinu á mér,“ segir
hann.
Hann segist hafa stefnt að því
lengi að verða atvinnumaður í
fótbolta og hafa séð á efri unglings-
árum að það væri möguleiki. „Ég
gaf þá von aldrei upp á bátinn og sé
ekki eftir því í dag. Það eru sann-
kölluð forréttindi að hafa náð langt
í fótboltanum, það gefur mikið,
félagsskap og ferðalög og að fá að
vinna við það sem er skemmtileg-
ast,“ segir hann.
Matthías er samningsbundinn
við Start út árið 2014. Hann keppir
að því daglega að bæta sig í íþrótt-
inni og komast lengra. „Ég er hins
vegar fyrst og fremst að einbeita
mér að því að skapa mér nafn hér
í Noregi núna enda er ég í fyrsta
sinn að spila í norsku úrvalsdeild-
inni. Ef það tekst er stutt að fara
eitthvað lengra,“ segir hann.
Matthías og sambýliskona hans,
Rakel Tómasdóttir, eiga saman
fjögurra ára son, Vilhjálm Atla.
Þau kynntust í Versló og hafa verið
par í sjö ár. Þau búa í sólríkasta bæ
Noregs, Kristiansand, sem er 70
þúsund manna bæjarfélag í suður-
Noregi. Matthías segir umhverfið
ofsalega fallegt og sumrin séu frá-
bær enda kunni þau vel við sig.
Venjulegur dagur í lífi Matth-
íasar hefst klukkan sjö þegar hann
fer á fætur og býr til hafragraut
með chia-fræjum, lifrarpylsu, rús-
ínum og kanil handa þeim feðgum.
„Þá erum við tilbúnir í slaginn,“
segir hann og hlær. Síðan keyrir
hann soninn á leikskóla og Rakel í
vinnu sína á stórri verkfræðistofu í
bænum og fer svo sjálfur á æfingu.
Æfingin stendur til hádegis þegar
við tekur góður hádegisverður
og svo slökun fram á miðjan dag
þegar hann sækir soninn í leik-
skólann og konuna í vinnuna. „Þá
taka við svona hlutir sem tilheyra
venjulegu heimilislífi,“ segir hann.
Liðið spilar einn til tvo leiki í viku,
alltaf um helgar en annan að auki á
meðan bikarkeppnin stendur yfir.
Aðspurður segir hann soninn
efnilegan með boltann. „Ég passa
mig á því að vera ekki að þröngva
neinu upp á hann en það virðist
sem hann sé með meðfæddan
fótboltaáhuga í sér. Hann hefur
allavega næga orku, strákurinn,“
segir hann og hlær.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
„Ef foreldrar vilja stuðla að því að börn þeirra lifi heilbrigðu lífi og haldi sig frá áfengi og vímuefnum verður að hjálpa þeim að
finna sér áhugamál, hvaða áhugamál sem er, og aðstoða þau við að stunda það.“ Matthías Vilhjálmsson með sambýliskonu sinni,
Rakel Tómasdóttur og syni þeirra Vilhjálmi Atla. Ljósmynd/Kristin Søvik
Matthías hefur leikið með íslenska landsliðinu frá því 2009 og með öllum unglingalandsliðunum. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages
30 viðtal Helgin 22.-24. mars 2013