Fréttatíminn - 22.03.2013, Page 44
Egg – samt ekki páskaegg
Þ
Það hvein í tálknunum á samstarfskonu
minni síðastliðinn föstudag. Hún hafði
fyrr um morguninn tilkynnt okkur, glöð í
bragði, að hún ætlaði að halda partí heima
hjá sér það sama kvöld. Væntanlegar voru
um tuttugu vinkonur sem ætluðu að gera
sér glaðan dag – eða öllu heldur kvöld
og nótt. Ég leyfði mér, í mesta sakleysi,
að spyrja hvað hún ætlaði sér að gera við
eiginmann sinn á meðan á þessu stæði því
vænta mætti ærlegs stuðs þegar tuttugu
kátar konur hittust. „Það er ekkert mál,
ég geymi hann bara á neðri hæðinni fyrir
framan sjónvarpið,“ sagði samstarfskonan
og vorkenndi karli sínum þetta ekki. Það
er við aðstæður sem þessar sem tveggja
hæða hús hentar einkar vel.
Það var hins vegar ekki langt liðið á
daginn þegar tónninn í samstarfskonunni
breyttist. Hún hafði sér fyrir séð útvíkk-
aðan saumaklúbb þar sem vinkonurnar
fengju sér aðeins í tána eða kannski rúm-
lega það, svona í miðjan kálfa. Svo yrði
spjallað og hlegið – einkum hlegið. Svo
saklaust var partíið hins vegar ekki. Að
því komst samstarfskonan þegar hún varð
þess vör að samkvæmið, sem átti að halda
í hennar eigin húsi, hafði verið auglýst á
Facebook sem heimakynning á kynlífs-
tækjum – og það án þess að hafa samband
við húsráðanda. Þessi prúða og léttlynda
samstarfskona hreinlega trylltist. Þótt
hún lokaði að sér á meðan hún hellti sér
yfir þá eða þær sem að kynningunni
ætluðu að standa dugði ekki einfaldur
hurðarhleri í dyragatinu til hljóðeinangr-
unar. Hún lét viðkomandi heyra það og
vitaskuld endaði samtalið með því að kyn-
lífstækjasýningin var skotin í kaf. Sam-
starfskonan er húsfreyja á sínu heimili og
ræður hvort þar skal sýna tól ástarlífsins.
Það tók hún ekki í mál, að sér forspurðri,
auk þess sem hún benti á að varla gæti
hún boðið karlanganum upp á þetta og
enn síður þremur unglingum á heimilinu.
Vinkonurnar voru engu að síður velkomn-
ar og partíið var haldið eftir sem áður,
bara án apparatanna og píku skrækjanna
sem fylgja víst vörukynningum sem þess-
um, einkum ef áfengisáhrifin eru komin
áleiðis upp í kálfann.
Heimakynningar á
kynlífstækj-
um ku vera vinsælar þótt betra sé að hús-
ráðendur séu með í ráðum eða hafi helst
frumkvæði að þeim. Þær hafa alveg slegið
út ryksugu- og pottakynningar en Tupper-
ware heldur víst stöðu sinni. Sama dag
og samstarfskona mín gerði kynlífskynn-
inguna afturreka úr sínum húsum rakst
ég á viðtal við 23 ára athafnakonu í ekki
ómerkari fjölmiðli en Viðskiptablaðinu.
Þrátt fyrir ungan aldur er konan komin
vel á veg í viðskiptalífinu, rekur tvö fyrir-
tæki, annars vegar samskiptafyrirtæki
sem hjálpar fólki að finna ástina og hins
vegar fyrirtæki sem selur kynlífstæki.
Kynlífstækjafyrirtæki konunnar er hægt
að heimsækja og þar má velja gleðiganda
við hæfi en salan fer ekki síst fram í áður-
nefndum heimakynningum, sem fyrir-
tækið býður jafnt á höfuðborgarsvæðinu
og á Akureyri. Hin unga framkvæmda-
kona segir að gríðarlega mikil sala sé í
kynlífstækjunum enda sé hún með sjö til
tíu kynningar á viku. „Við erum aðallega
með kynningar fyrir saumaklúbba, árshá-
tíðir, gæsapartí, afmæli og skilnaðarpartí.
Þetta eru í flestum tilvikum konur en ein-
staka sinnum eru karlapartí þótt það heyri
til undantekninga,“ segir athafnakonan í
viðtali við blaðið. Samkvæmin sem þarna
eru nefnd eru öll þekkt, afmæli, sauma-
klúbbar og árshátíðir en þetta er í fyrsta
sinn sem ég rek augun í þá hátíð sem
þarna eru kölluð skilnaðarpartí. Fyrir-
fram hefði maður haldið að skilnaður væri
ekkert sérstakt fagnaðarefni en það kann
að vera misskilningur. Ef til vill eru sumir
orðnir svo langþreyttir á sambandi að
ástæða þykir til að slá verulega í klárinn
þegar því lýkur.
Í kynningu kynlífsfyrirtækisins segir
um heimakynningarnar: „Ertu að fara
halda partý, gæsun, steggjun eða bara
kósýkvöld með nokkrum velvöldum?
Við komum til þín og höldum kynn-
ingu á öllum okkar vörum, við mætum
með lagerinn og posann svo hægt sé að
versla á staðnum kynningin tekur rúman
klukkutíma. Mjög skemmtilegt og mikið
um hlátur.“
Ekki er að efa það að mikið er um hlátur
á þessum sérstöku skemmti- og sölukynn-
ingum. Af myndum að dæma á síðu fyrir-
tækisins eru egg einkum til sölu og það
engin páskaegg. Sum eru að sönnu eins
og saklaus hænuegg að sjá en önnur eru
framúrstefnulegri, nær spæleggi, „ein-
staklega falleg hönnun, fellur vel í lófa
sem einfaldar forleikinn og gerir hann
seiðandi og spennandi,“ eins og segir í
kynningu. Auk þess er boðið upp á örv-
andi dropa og „einstaklega skemmti-
legt paraleikfang. Pistilskrifarinn
játar fúslega, miðað við mynd af því
apparati, að átta sig öngvan veginn
á því hvernig það að gagnast pari
í ástarleik en það skrifast aðeins
á fákunnáttu þess sama manns
sem ekki hefur náð meiri frama
í heimakynningu en að sitja eina
pottakynningu.
Munurinn á pottakynningunni
og kynlífstækjakynningunni
er hins vegar sá að hver pottur
kostaði fleiri hundruð og fimmtíu
þúsund, ef rétt er munað, en kyn-
lífseggin og droparnir ekki nema
1500 til 19.900 krónur. Það er því
líklegt að talsvert reyni á posana
á kynningarfundunum, þrátt fyrir
kreppu og lítinn hagvöxt. Og engu er
víst logið um það sem segir á síðu fyrir-
tækisins, og fyrr greinir, að mikið sé um
hlátur – ef ekki skræki.
Kannski missti samstarfskona mín af
miklu.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í maí og júní ef
næg þátttaka fæst:
Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í byggingagreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í prentgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í bílgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í hönnunar- og handverksgreinum í maí - júní.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í snyrtigreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Í málmiðngreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur til 1. maí.
Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur til 1. júní.
Í ljósmyndun í september – október. Umsóknarfrestur til 1. júlí.
Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið
og þær liggja fyrir.
Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi,
lífeyrissjóðsyrlit og burtfararskírteini með einkunnum eða
staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2013.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir
iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veang:
www.idan.is og á skrifstofunni.
IÐAN - fræðslusetur,
Skúlatúni 2, 105 Reykjavík,
sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401,
netfang: idan@idan.is
Vegna aukinna umsvifa leitum við að starfsfólki á
auglýsingadeild Fréttatímans. Við bjóðum spennandi
starfsumhverfi á skemmtilegum vinnustað.
Ef þú ert með metnað og brennandi áhuga á fjölmiðlun
þá sendu póst á valdimar@frettatiminn.is
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Starfsfólk á auglýsingadeild
Fyrirtæki í Reykjavík sem starfar á sviði inn- og útutnings
óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Viðkomandi
þarf að hafa menntun sem nýtist í star (helst á sviði
viðskipta), hafa reynslu af sambærilegum störfum, vera
skipulagður, stundvís og hafa gott vald á ensku í rituðu og
mæltu máli. Þá er það skilyrði að viðkomandi ha þekkingu
og/eða reynslu á handgerðum persneskum teppum.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 843-8080
Alfacom General Trading ehf.
44 viðhorf Helgin 22.-24. mars 2013