Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Síða 59

Fréttatíminn - 22.03.2013, Síða 59
fermingar 59Helgin 22.-24. mars 2013 F lókin fjölskyldumynstur skapa gjarnan erfiðleika þegar stórfjölskyldan kemur saman. Margir kvíða kom- andi fermingarveislum og öllu sem þeim fylgir. Það skiptir þó mestu máli að fermingarbarnið njóti dagsins. Elísabet segir það auðvitað mjög misjafnt hvernig fólk hefur unnið úr sínum skilnaði. „Það er hægt að búta reiðina niður ef svo má segja. Við get- um verið reið fyrrverandi maka fyrir einhverjar gjörðir hans en verðum að reyna að minna okkur á það góða til þess að beina frekar athyglinni að börnunum svo þau geti notið dagsins.“ Hvernig eiga stjúpforeldrar að hegða sér í veislunni? Stjúpforeldrið sem býr meira með barninu en annað foreldrið ætti að haga seglum eftir vindi, varast að móðgast þótt á móti blási og því finn- ist blóðfjölskyldunum gert hærra und- ir höfði þennan dag. „Í svona veislum er mikið talað um hve barnið líkist hinum og þessum úr þessari eða hinni ættinni og sitt sýnist hverjum. Gott er að taka allri svona umræðu glaðlega og gefa helst öllum ættum eitthvað í kostum barnsins. Jákvætt viðmót skil- ar sér,“ segir Elísabet. Fermingardag- urinn er fyrst og síðast stig upp á við til að taka ábyrgð á trú sinni, sjálfum sér, þátttöku sinni í lífinu og gleðjast í sjálfsmynd sinni. Fermingardagurinn er sátta- dagur. Í grein sinni, sem birtist í Kirkjuritinu eftir páska, nefnir Elísabet nokkur at- riði sem ber að hafa í huga við þessar aðstæður. Hún hvetur fólk til að halda fjölskyldufund á heimilinu. Auk þess sé nauðsynlegt fyrir blóðforeldra að komast að samkomulagi um hvort nýjum kærustum sé boðið eða ekki. Hún leggur áherslu á að fermingar- dagurinn sé sáttadagur. „Sé annað blóðforeldrið veikt af áfengis- eða eiturfíkn er rétt að ræða þessi veikindi við fermingarbarnið með góðum fyrir- vara. Það er einnig mikilvægt að vinna úr því þó við séum ósátt við hegðun blóðforeldris eða stjúpforeldris. Við verðum að muna hversu sterk fyrir- mynd við fullorðna fólkið erum börn- unum með hegðun okkar. Það segir sína sögu til framtíðar ef við getum sameinast um fermingardaginn.“ Ferming Þér/ykku r er boðið í ferming una mína þann 5. m aí 2013. Athöfnin fer fram í Digranes kirkju klukkan 11.00. Að henni lok inni verður bo ðið til veis lu í safna ðarheimil inu. Hlakka t il að sjá y kkur öll. Póstlistinn minn heldur utan um heimilisföng boðsgestanna á þægilegan hátt þegar þú þarft að bjóða í fermingar. Þú getur líka hannað persónulegt boðskort og sent það með skemmtilegu persónulegu frímerki sem setur punktinn yfir i-ið. Fyrir fjarstadda aðstandendur eru persónuleg skeyti sniðug leið til að slá í gegn hjá fermingarbarninu með ljósmynd úr eigin myndasafni. Við mælum sérstaklega með því að senda fermingarbörnum myndir af þeim sjálfum. SKEYTI www.postur.is TIL HAMINGJU MEÐ FERMINGUNA! Elsku Þórdís okkar Við sendum þér innilegar hamingjuóskir með fermingardaginn. Megi þér farnast vel í framtíðinni. Dóri og Lauga H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 3– 05 88 Við ... verðum að reyna að minna okkur á það góða til þess að beina frekar athyglinni að börnunum svo þau geti notið dagsins. Nintendo Wii U Nintendo Wii hefur farið sigurför um heiminn og verið mest selda leikjatölva í heimi ár eftir ár. Nýja Nintendo Wii U er byltingarkennd leikjatölva sem byggir á grunni Wii leikjatölvunnar og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur frá því hún koma á markað þann 30. nóvember síðastliðinn. Nánari lýsing og text: http:// ormsson.is/voruflokkar/5711/ Pioneer iPod vagga Þessi flotta iPod vagga frá Pioneer hleður og spilar tónlist og myndbönd frá iPod og iPhone. Einnig er innbyggður CD/ DVD spilari og því auðvelt að tengja tækið við sjónvarp með HDMI eða composite video tengi. FM útvarp er í tækinu með 9 stöðva minni. USB tengi gerir notanda kleift að spila tónlist eða myndir beint frá USB lykli. Einnig er AUX hljóð inngangur, þannig að auðvelt er að spila tónlist frá nánast hvaða tæki sem er. Með bluetooth tengi (sem er aukabún- aður) gefst möguleiki að streyma tónlist beint frá snjallsíma, spjaldtölvu eða hvaða blutooth afspilara sem er. X-SMC1 iPod vaggan frá Pioneer er fáanleg hjá Ormsson í þremur mis- munandi litum, svört, svört/silfur og hvít og kostar 35.900 krónur.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.