Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Él verða norðaustantil, en annars bjartviðri og hiti um eða yfir frostmarki. höfuðborgarsvæðið: NA-átt og léttskýjAð. suðaustan- og austanlands snjóar dálítið, annars úrkomulaust, en strekkingur af na. höfuðborgarsvæðið: ÚrkomulAust, eN Að mestu skýjAð. rignng eða slydda um mest allt land þegar líður á daginn og hvassviðri. höfuðborgarsvæðið: Þurrt um morguNiNN, eN síðAN rigNiNg. hláka með rigningu á sunnudag lægðir verða á sveimi fyrir sunnan og suðaustan land. él verða norðaustantil í dag og á morgun laugardag má gera ráð fyrir snjókomu um tíma suðaustanlands og eins él eða snjór víða á Austur- og Norðausturlandi. Bjartviðri hins vegar vestan- og suðvestanlands, en NA-strekkings- vindur og hiti nærri frostmarki. á sunnudag er síðan spáð lofti af suðlægum uppruna norður yfir landi. Hlýnar og rigning eða slydda um land allt síðdegis. 3 -1 -1 0 3 1 -2 -3 -2 0 3 1 -1 1 4 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Nýr Mitsubishi Outlander frumsýndur Nýr Mitsubishi Outlander verður frumsýnd- ur hjá Heklu, umboðsaðila Mitshubishi, á morgun, laugardaginn 16. febrúar á milli klukkan 10-16. Umhverfi, gæði og öryggi ásamt aksturseiginleikum eru meginþætt- irnir sem liggja að baki þróunar á þriðju kynslóð hins fjórhjóladrifna Mitsubishi Outlander. Þessi nýja gerð Outlander sem verið er að kynna hér á landi var frumsýnd á bílasýningunni í Genf á liðnu ári og kom á almennan markað í fyrstu Evrópulönd- unum á liðnu hausti. Outlander er í boði í tveimur stigum búnaðar, „INTENSE“ og „INSTYLE“, og í boði ýmist 5 eða 7 manna. Báðar gerðir eru hlaðnar búnaði, bæði til þæginda og öryggis. Átján ára í fimm ára fangelsi átján ára piltur var í vikunni dæmdur í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Drengurinn stakk fyrrverandi kærustu föður síns ítrekað með hnífi í apríl í fyrra. Drengurinn játaði verknaðinn en sagðist ekki hafa ætlað að bana henni heldur einungis hóta. Drengur- inn varð tvísaga um hvort hann myndi eftir verknaðinum eða ekki en hann veittist einnig að konunni með hnefahöggum og spörkum. þrír vilja verða mannréttindadómarar róbert ragnar spanó. Þrír hafa óskað eftir því að verða tilnefndir sem dómaraefni við mannréttindadóm- stól Evrópu en kjörtímabil íslensks dómara við dómstólinn rennur út 31. október. Þeir eru Guðmundur Alfreðsson, prófessor við lagadeild Háskólans á Akureyri, Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Evrópuráðið fór þess á leit við ís- lensk stjórnvöld að tilnefnd verði af hálfu Íslands þrjú dómaraefni og var auglýst eftir þeim 24. janúar, að því er fram kemur á síðu innanríkisráðuneytisins. Umsóknirnar verða nú sendar nefnd sem meta mun hæfni umsækjendanna til að vera tilnefndir sem dómaraefni af íslands hálfu. - jh É g trúi því að nafn föður míns verði hreinsað og vonast til þess að skýrsla starfshópins verði liður í þeirri veg- ferð ásamt því að hún upplýsi um einhver af þeim fjölmörgu mannréttindabrotum sem framin voru á föður mínum og öðrum sak- borningum“ segir Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski. Sævar var einn sex sak- borninga sem dæmdir voru fyrir aðild að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokall- aða, sem er eitt umfangsmesta sakamál í ís- lenskri réttarsögu. Í lok ársins 2011 skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra starfshóp sem fara átti yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Skýrslu starfshópsins er að vænta eftir um tvær vikur. Sævar var einn þeirra sem sakfelldur var í sakadómi árið 1977 og í hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa banað Guðmundi Einars- syni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Sævar var í gæsluvarðhaldi í um fjögur ár, þar af tvö ár í einangrun, og er það lengsta gæsluvarðhald sem sögur fara af á Íslandi. Sævar skýrði frá því að hann hafi verið lát- inn sæta miklu harðræði og pyntingum á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi og hefur fyrrverandi fangavörður vitnað um það í fjölmiðlum. „Ég vil að sannleikurinn í þessu máli komi fram í dagsljósið,“ segir Hafþór. „Ég trúi á sakleysi föður míns og veit að fólk, allavega í seinni tíð, gerir sér fulla grein fyrir því að pabbi átti enga aðild að þessum mannshvörfum líkt og greinargerð pabba og Ragnars Aðalsteinssonar [lögmaður hans] um endurupptöku málsins sýnir fram á,“ segir Hafþór. „Þótt pabbi hafi ekki náð endanlegu lífsmarkmiði sínu, að hreinsa nafn sitt, var barátta hans ekki til einskis. Dómsmorð, bók pabba sem inniheldur greinargerð pabba og Ragnars, ber vitni um hverju hann áorkaði. Þegar ég lagði fram beiðni til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, lét ég greinargerð þeirra fylgja með,“ segir hann. Hafþór er 23 ára laganemi og hefur tekið við keflinu af föður sínum, sem lést árið 2011. „Óskaniðurstaða skýrslunnar yrði sú að grundvöllur sé fyrir því að málið verði tekið upp að nýju,“ segir Hafþór. Hann hefur kynnt sér mál föður síns til hlítar en segist ekki hafa komist dýpra en Sævar í rannsókn málsins. „Ég hef lesið máls- skjölin, dóminn, greinargerð pabba og Ragnars og önnur gögn sem ég hef fundið. Hins vegar vantar mikið af gögnum sem ég vonast eftir að starfshópnum hafi tekist að hafa upp á, m.a. fjarvistarsönnunum sem hann hafði í báðum málunum,“ segir Hafþór. Meðal þeirra gagna sem Sævar og Ragnar fengu ekki við gerð greinargerðar sinnar voru gögn frá ríkissaksóknara þar sem Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður sem skipaður var sérstakur ríkissaksókn- ari við meðferð á beiðni Sævars, neitaði Sævari og lögmanni hans um aðgang að gagnasafni ríkissaksóknara. Að auki fengu þeir umbeðna lögregluskýrslu ekki afhenta og að ennfremur vantaði um 300 blaðsíður í gögn varðandi rannsókn lög- reglunnar í Keflavík á málinu, að sögn Haf- þórs. „Þrátt fyrir það var nægilega mikið sem sýndi fram á þau fjölmörgu mannrétt- indabrot sem framin voru í þessu máli og þýðingarmiklar forsendur Hæstaréttar hafa verið hraktar, enda standast þær enga skoðun,“ segir Hafþór. Hann trúir því að réttarkerfið sé breytt frá því föður hans var synjað um endurupp- töku árið 1997. „Ég trúi því að samfélagið sé loks tilbúið til þess að horfast í augu við sannleikann. Það hefur sýnt sig í ný- legum málum á borð við málefni barna á vistheimilum þar sem brotið var skelfilega á mörgum þeirra barna sem þar dvöldust. Pabbi dvaldist sjálfur sem barn á tveimur af þeim vistheimilum. Sannleikurinn á það til að leita upp á yfirborðið. Ég trúi því að það gerist í þessum málum líka,“ segir Hafþór. sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  dómsmál HaFþór sævarsson tók við keFli Föður síns Trúi því að nafn föður míns verði hreinsað Hafþór Sævarsson, sonur Sævars M. Ciesielski, sem dæmdur var fyrir aðild að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða, bíður niðurstöðu skýrslu starfshóps innanríkisráðherra sem fara átti yfir málin. Hafþór er sannfærður um sakleysi föður síns og trúir því að nafn hans verði hreinsað. hafþór sævarsson er 23 ára laganemi og hefur tekið við keflinu af föður sínum, sævari Ciesielski, sem lést árið 2011 án þess að ná lífs- markmiði sínu að hreinsa mannorð sitt. Sævar var dæmdur fyrir að bana Guðmundi og Geirfinni árið 1974 í einu umsvifamesta sakamáli Íslands- sögunnar. Ljósmynd/Hari 4 fréttir Helgin 15.-17. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.