Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 2
Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100%  heilbrigðismál sigrún björk fangar athygli heilaskurðlækna víða um heim m ig langaði að vinna við eitt- hvað sem tengd- ist náminu mínu og setti mig í sam- band við leiðbein- anda síð- asta vor. 22 ára býr til þrívíddar- líkön af höfuðkúpum Sigrún Björk Sævarsdóttir er 22 ára söng- nemi sem lauk BS gráðu í heilbrigðisverk- fræði á síðasta ári. Hún notaði síðasta sumar í að vinna þrívíddarlíkan af höfuðkúpu til þess að nýta við heila- og skurðlækningar. Verkefnið vann hún með leiðbeinanda sínum, heilbrigðisverkfræðingi á Landspítalanum og heilaskurðlækni. Þetta hefur ekki verið gert áður og verkefnið hefur því kveikt á áhuga á meðal lækna víðs- vegar um heiminn. Sigrún Björk Sævars- dóttir er hörkudugleg ung kona sem hefur hlotið verðskuldaða athygli innan læknastéttarinnar hér heima og utan land- steinanna. Ljósmynd/Hari Hann nefndi þessa hugmynd sem hefði komið frá heilaskurðlækni á spítalanum, þar sem hann starfar. Tæknin er til staðar en hún hefur hingað til verið notuð við kjálkaskurðlækningar og undirbúning við lengingu á kjálka. Við ræddum möguleikana á að nýta þetta einnig á heila- og skurðlæknasviði og í framhaldinu fékk ég styrk hjá Rannís síðasta sumar og gat því í samvinnu við heilaskurðlækninn látið þetta verða að veruleika,“ segir Sigrún Björk Sævarsdóttir. Verkefni hennar hefur hlotið mikið lof innan læknastéttarinnar en það fólst í því að smíða og samþætta þrívíddarmódel við staðsetningarbúnað sem notaður er við heilaskurð. Módelið hannar Sig- rún eftir mjög nákvæmum þrívíddar- myndum, annarsvegar úr segulómun og hinsvegar sneiðmyndir. Úr teikningunum vinnur hún þrívíddarmódel af höfuð- kúpu sjúklings í raun- stærð sem er svo prentað í þartil- gerðum þrívídd- arprentara. „Þá getur skurð- læknir- inn met- ið mód- elið fyrir aðgerð og jafnvel sett upp sýndaraðgerð og gert þannig sömu aðgerð viku áður og undirbúið sig. Heilaskurð- læknar þurfa að sjá mikið fyrir sér í þrívídd og einu tækin sem þeir hafa haft hingað til eru sneiðmyndirnar. Þetta er mun áþreifanlegra og gerir þeim kleift að komast að æxli og mögu- lega sjá fyrir vandamál sem komið geta upp við skurðaðgerðina.“ Aðferðin hefur þegar verið reynd á Landspítal- anum, það tókst mjög vel til og segir Sigrún að með því að hafa þetta svona í höndunum fari læknirinn mun öruggari í aðgerðina og jafnvel geti mikill kostnaður sparast. „Vegna notkunar á líkaninu gat læknirinn séð fyrir leiðir að meini og hægt var að framkalla aðgerðina hér heima í stað þess að fljúga með sjúklinginn út,“ segir Sigrún og tekur fram að einnig sé þetta kjörið fyrir nema. „Efnið í líkaninu er mjög svipað og í raunveru- legri höfuðkúpu og því hægt að nota sömu tól við hvorutveggja. Það sem mig langar svo að þróa áfram er að hægt sé að samkeyra það tölvukerf- um sem notuð eru innan heilbrigðisgeirans og jafnvel bæta svo við líkanið taugabrautum.“ Sigrún er 22 ára gömul og er því töluvert á undan jafnöldrum sínum í námi, en hún hyggst byrja á mastersnámi fljótlega. Núna einbeitir hún sér að söngnámi en hún er á áttunda stigi. „Ég hef alltaf þurft að flýta mér svolítið að hlutunum. Ég kláraði framhaldsskólann á tveimur árum og finnst lang best að hafa nóg fyrir stafni. Það er líka mjög gott að hafa listina til þess að vega upp á móti hinu,“ útskýrir Sigrún sem segist hafa notað eyður í Háskólanum fyrir söngnámið. „Ég er mjög skipulögð og passa þannig upp á að hafa tíma fyrir félagslífið, vini og fjölskyldu. Ég er ekki alltaf niðursokkin í bækurnar,“ segir hún og hlær. „Ég á líka mjög auðvelt með að læra en hef samt þurft að hafa mikið fyrir því. Það er bara svo lítið mál þegar þú ert að fást við eitthvað sem þér finnst skemmtilegt.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is „Hægt var að framkalla aðgerð hér heima í stað þess að fljúga með sjúklinginn út.“ Matarverð hækkar enn Matvöruverð heldur áfram að hækka, að því er fram kemur í nýjustu verð- könnun ASÍ. Frá því í haust hefur verð á vörukörfu ASÍ hækkað umtalsvert í nær öllum verslunarkeðjum. Mest er hækkunin í versluninni Iceland, ríflega 10 prósent og í Krónunni 9 prósent. Í verslunum 10-11 hefur vörukarfan hækkað um rúm 6 prósent, í Hagkaupum um tæp 6 prósent og í Bónus um rúm fjögur prósent. Í Nóatúni og Samkaupsverslununum nemur hækkunin tveimur til þremur prósentum en í öðrum verslunum er hækk- unin undir einu prósenti. Inflúensan á undanhaldi Inflúensufaraldurinn sem geisað hefur á landinu er nú á undanhaldi, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Faraldurinn náði hámarki upp úr miðjum janúar, sem er nokkru fyrr en undanfarin ár. Að öðru leyti virðist hann svipaður faröldrum undan- farinna vetra. Vonast er til að RS veirusýk- ingum muni einnig fækka á næstunni og að RS faraldurinn sé því einnig í rénun. -sda Meirihluti vill ekki í Evrópusambandið Í nýrri könnun MMR kemur fram að þeim sem eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið fjölgar lítillega. Nú eru 63% á móti en aðeins fjórðungur fylgjandi. Karlar eru hrifnari af inngöngu í Evrópusambandið en konur og fólk á höfuðborgarsvæðinu er jákvæðara en íbúar á landsbyggðinni.  menntaskólar ratleikur í versló grín sem fór úr böndunum Harmar kynþáttagrín í Versló Töluvert fjaðrafok varð á samskipta- miðlum í gær vegna myndar af leið- beiningum í ratleik frá árshátíðardegi Verslunarskóla Íslands. Á myndinni sem var deilt víða má sjá ummæli sem snúa meðal annars að innflytjendum, femínistum, samkyn- hneigðum og konum. Einnig innihalda leiðbeiningarnar áróðurstengd pólitísk skilaboð sem snúa að Sjálfstæðisflokki og gegn Samfylkingu. Hrafnkell Ásgeirsson er formaður nemendaráðs Verslunarskólans. Hann segir ratleikinn alls ekki vera í anda yf- irlýstrar stefnu skólans og að leiðbein- ingar ratleiksins séu misheppnað grín einangraðs hóps innan eldri bekkja skólans. „Þetta kemur frá einum bekk, sem er í kringum 20 manns. Sjálfur var ég bara að sjá þetta og finnst mjög ósmekklegt og ljótt.” Hrafnkell segir að sér þyki augljóst að hér sé um að ræða grín sem hafi farið úr böndunum. Nemendur í bekknum sem um ræðir eru á lokaári og eru þeir því um tvítugt. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Hér eru leiðbeiningarnar en í þeim var að finna fordóma sem formaðurinn harmar: „...taka vatn úr polli í Æsufellinu og drekka það (35) auka 50 stig ef innflytjandi stingur puttanum í vatnið áður en það er drukkið.“ 2 fréttir Helgin 15.-17. febrúar 2013 Góð og fagleg þjónusta er metnaðarmál Sjóvá leggur höfuðáherslu á að veita viðskiptavinum sínum góða og faglega þjónustu. Ráðgjafar okkar eru boðnir og búnir til að aðstoða viðskipta- vini við að meta tryggingaþörf sína og finna út hvernig best er að haga henni. Að sjálfsögðu vill enginn lenda í tjóni, en ef til þess kemur skiptir öllu að tjónaþjónustan sé fagleg og skilvirk. Hjá tjónaþjónustu Sjóvár starfar reynslumikið starfsfólk sem veitir þér hraða og góða þjónustu þegar mest á reynir. Sjóvá er ákaflega stolt af því að mikil ánægja ríkir með tjónaþjónustuna okkar. Ánægjan kemur skýrt fram í könnunum og mælingum, og við finnum líka fyrir henni í öllum okkar samskiptum við viðskiptavini. Hún er okkur hvatning til að gera enn betur í þína þágu. Þú færð meira í Stofni Stofn er vildarklúbbur viðskiptavina Sjóvár. Í Stofni fá þeir betri kjör á tryggingum sínum og njóta ýmissa fríðinda. Þar má nefna endurgjaldslausa vegaaðstoð, sem getur til dæmis komið sér vel þegar dekk springur eða bíllinn verður straumlaus. Í Stofni njóta viðskiptavinir einnig afsláttar af barna- bílstólum og öðrum öryggis- vörum, sem og af viðgerðum á smádældum á bílum. Þá aðstoðum við viðskiptavini í Stofni við skipulag og utanumhald með nágranna- vörslu í sínu hverfi. Síðast en ekki síst fá skilvísir og tjónlausir viðskiptavinir í Stofni endurgreiddan hluta iðgjalda sinna í febrúar ár hvert. Ekkert annað íslenskt tryggingafélag býður slíka endurgreiðslu. Einstök börn Eins og áður gefst þeim sem það kjósa kostur á að ráðstafa endurgreiðslunni að hluta eða í heild til góðs málefnis. Í ár er það stuðningsfélagið Einstök börn sem njóta góðs af þessum möguleika. Félagið, sem var stofnað árið 1997, styður börn og ungmenni með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma eða skerðingar. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -2 8 0 2 ÞÚ INNLEYSIR ENDURGREIÐSLUNA ÞÍNA Á SJOVA.IS ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ Þessa dagana færð þú ásamt 20.632 öðrum tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum í Stofni hluta af iðgjöldum síðasta árs endurgreidd ÁVÍSUN Á ÁNÆGJU Vantar þig að stoð? Hringdu og við aðstoðu m þig við að i nnleysa tékkan n. 440 20 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.