Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 50
50 skák Helgin 15.-17. febrúar 2013  Skákakademían Framtíðarstjörnur skína í Hörpu a ugu skákheimsins munu beinast að Íslandi næstu daga og vikur. Um helgina verður landskeppnin við Kínverja í Arion banka í Borgartúni, þar sem örugglega munu sjást stórkostleg tilþrif, og á þriðjudaginn hefst sjálft N1 Reykjavíkurskákmótið í Hörpu. Keppendalistinn á XXVIII. Reykjavíkurskákmótinu er langur og glæsilegur. Þegar þetta er skrif­ að eru um 220 skákmenn frá um 40 löndum skráðir til leiks. Flestir koma frá Noregi (26), Þýskalandi (15), Svíþjóð (13), Kína (12) og Bandaríkjunum (12). Nú eru 66 Íslendingar skráðir, en þeim á ugg­ laust eftir að fjölga. Hvorki fleiri né færri en 37 stór­ meistarar hafa boðað komu sína á N1 Reykjavíkurskákmótið, 10 stórmeistarar kvenna og 27 alþjóð­ legir meistarar. Tveir ríkjandi heimsmeistarar tefla í Hörpu: Alexander Ipatov frá Tyrklandi sem er heimsmeistari 20 ára og yngri og kínverska stúlkan Guo Qi, sem varð í fyrra heims­ meistari stúlkna 20 ára og yngri, þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára. Fleiri framtíðarstjörnur munu skína í Hörpu. Anish Giri frá Hol­ landi, Wesley So frá Filippseyjum og Yu Yangyi frá Kína skipa efstu sætin þrjú á heimslista 20 ára og yngri og hinn ótrúlegi Wei Yi, 13 ára, kemur til Íslands með 2501 skákstig og tvo stórmeistaraáfanga í farangrinum. Íslensk börn og ungmenni (og auðvitað skákáhugamenn á öllum aldri) fá stórkostlegt tækifæri til að kljást við bestu og efnilegustu skákmenn heims. Um síðustu helgi fóru íslensku skákbörnin á kostum á Norðurlandamótinu í skólaskák. Þau unnu til flestra verðlauna og sigruðu í heildarkeppni Norður­ landaþjóðanna. Vignir Vatnar Stefánsson varð Norðurlandameist­ ari 11 ára og yngri – eftir harða keppni við Nansý Davíðsdóttur, sem hreppti silfrið. Þá unnu þeir Mikael Jóhann Karlsson, Oliver Aron Jóhannesson og Dawid Kolka til bronsverðlauna í sínum flokkum á Norðurlandamótinu. Íslensku skákbörnin og ung­ mennin voru heiðruð í Hörpu á miðvikudaginn, þegar Skáksam­ band Íslands og N1 efndu til kynn­ ingar á skákhátíðinni sem í hönd fer. Eggert Benedikt Guðmunds­ son forstjóri afhenti börnunum viðurkenningarskjöl, sem auk þess báru eiginhandaráritun Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara okkar. Friðrik tefldi á fyrsta Reykjavík­ urskákmótinu, árið 1964, og hefur þrisvar sigrað á mótinu. Nú er stóra spurningin, hvort þessi goð­ sögn íslenskrar skáksögu verður með á N1 Reykjavíkurmótinu sem hefst á þriðjudaginn í Hörpu. Frið­ rik er 78 ára og tefldi síðast – með glæsibrag – á móti í Tékklandi í desember. Friðrik hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann tefl­ ir í Hörpu, en um helgina verður meistarinn í íslenska liðinu sem mætir kínversku snillingunum í landskeppninni í Arion. Ef Friðrik verður með á N1 Reykjavíkurskákmótinu er ljóst að aldursmunur á yngsta og elsta keppanda verður yfir 70 ár – því hinn galvaski Óskar Víkingur Davíðsson 7 ára er líka skráður til leiks. Þetta verður gaman. skákþrautin Svartur leikur og vinnur Magnus Carlsen hafði svart og átti leik gegn Karjakin, sem lét dólgslega á kóngsvæng. Norski snillingurinn fann rétta svarið – eins og venjulega. Lausn: 1... 0-0 (hróker- ing) og svartur vann, enda tveir hvítir menn skyndilega í uppnámi. Óskar Víkingur Davíðsson 7 ára verður yngsti keppandinn í næstum 50 ára sögu Reykjavíkurskákmótanna. Hér er Óskar að tafli við Öldu unnardóttur. Samstarf innsiglað. Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins og Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 í Hörpu. Niðurstaða Bráðskemmtileg kvöldstund með tveimur af ástsæl- ustu leikurum Ís- lands í verki sem hér eftir er orðið klassískt í íslensku leikhúsi.  Ormstunga Höfundar: Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir Leikstjórn: Peter Engkvist Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Benedikt Erlingsson Lýsing: Garðar Bergþórsson  Leikdómur OrmStunga Ormstungan F yrir fimmtán, sextán árum lofaði ég að bjóða kærustunni í Skemmtihúsið við Laufásveg. Að sjá rísandi stjörnur, þau Benedikt Erlingsson og Halldóru Geir­ harðsdóttur í uppfærslu á Gunnlaugssögu ormstungu. Sagan var mér þá enn í fersku minni eftir menntaskóladvöl, enda ein af styttri Íslendingasögunum. Aldrei varð neitt af ferð í Skemmtihúsið. Þessi sama kærasta, nú eiginkona mín, er greinilega eins og fíll­ inn. Gleymir engu. Ég fékk því olnboga­ skot yfir morgunverðarborðið, minntur á svikið loforð úr tilhugalífinu. Miðum var því reddað og við hjónin mættum ásamt öðrum menningarpáfum landsins á frum­ sýningu verksins í Borgarleikhúsinu fyrir sléttri viku. Miðarnir voru pantaðir seint og því enduðum við hjónin á aftasta bekk. Um þessa öftustu bekki þarna á Nýja sviðinu má segja að öðrum megin ná þeir óþarflega langt upp í rjáfur. Gestir máttu hafa sig alla við að hlusta því sjaldnast tala leikararnir beint til áhorfenda, með þá skellihlæjandi beggja vegna sviðsins. Nú, sextán árum síðar, þarf ekki að kynna þau Benedikt Erlingsson og Hall­ dóru Geirharðsdóttur sérstaklega. Um hæfileika þeirra í leikhúsinu þarf í raun ekki að fjölyrða. Þetta fólk er einfaldlega meðal okkar fremstu listamanna. Þau þjóta milli persóna verksins áreynslulaust og það fer ekki á milli mála hver er hvað. Jafnvel þótt leikararnir tali bæði við sjálfa sig og berjist. Áhorfendur, sérstaklega þeir sem fengu miða á fyrsta bekk, eru vel nýttir til fjörsins. Kollega Jón Viðar – sem var í talsvert betra sæti – var meira að segja ávarpaður með nafni og hláturdós ein þar fremst var oftar en ekki skilin eftir með hross í taumi. Þetta var vel gert og náði fullkomlega blöndu þess að gera nóg en ekki of mikið. Leikmynd er minimalísk sem og bún­ ingar leikara. Halldóra „vopnuð“ þremur, fjórum flautum sem hún spilaði skemmti­ lega á. Oft á tvær flautur í einu og jafnvel sitt hvora laglínuna í hvorri. Sagan er náttúrlega harmræn ástarsaga og henni eru gerð góð skil. Ég er þess fullviss að endurmenntunarnámskeið ná ekki að koma henni mikið betur til skila. Jafnvel þótt nokkur kvöld yrðu nýtt til verksins. Þótt mér leiðist fátt meira en spunaleik­ hús finnst mér að sama skapi fátt skemmti­ legra í leikhúsi en snarpar og snaggara­ legar sýningar sem teygja rætur sínar í þá hefð. Þegar Ormstunga var fyrst frumsýnd fyrir öllum þessum árum gekk yfir landið leikhúsbylgja. Gott ef ekki voru spuna­ leikrit yfir hádegismatnum hér og þar um bæinn. Svo mikill var áhuginn á leikhús­ inu þarna rétt fyrir aldamótin. Ormstunga sækir svolítið í þessa spunahefð og má segja verkið hafi verið upphafið að þessum líflegu og skemmtilegu „áhorfendasýn­ ingum“ sem hafa verið svo vinsælar síðan. Sýningar eins og Brák, Mr. Skallagríms­ son og jafnvel Gói og eldfærin hefðu senni­ lega aldrei orðið til ef ekki væri fyrir þessa bráðskemmtilegu sýningu sem sannast nú að er orðin klassík í íslensku leikhúslífi. Ég mun pottþétt bjóða frúnni að sjá hana aftur eftir fimmtán, sextán ár. Halldóra Geirharðs- dóttir lætur sig ekki muna um að spila á í það minnsta þrjár blokkflautur, þverflautu og á kontrabassa. Hér lætur hún Benedikt Erlingsson fá það óþvegið. Ljósmynd/Borgar- leikhúsið Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is  Skíði VeðurSpár að Skána Fyrir heLgina Útlit fyrir að opið verði í Bláfjöllum Vikan sem er að líða er búin að vera ein sú besta í Bláfjöllum það sem af er vetri. Fólk hefur verið duglegt að drífa sig upp í fjöll og njóta dýrðar­ daganna sem verið hafa. Það spáði leiðinlegu um komandi helgi en spár hafa verulega verið að skána síðasta sólarhringinn. Stjórn­ endur Skíðasvæðanna sjá því fram á opnun um helgina. Rétt er að minna á að Skálafell er opið um helgar frá klukkan 10­17 eins og í Bláfjöllum. Ný box og rail eru komin í Bláfjöll og því ættu allir bretta­ eða freestyle­ iðkendur að æfa sig um helgina og hita upp fyrir Mint Snow keppnina í Bláfjöllum sem er fljótlega. Nánar um það síðar... Bretta- og freestyle-iðkendur ættu að mæta í Bláfjöll um helgina og æfa sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.