Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 10
A Aukning erlendra ferðamanna hingað til lands utan háannar er það sem mesta athygli vekur í ævintýri ferðaþjónustunnar undanfarið. Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum liðins árs á Keflavíkur-flugvelli. Aukningin milli ára fór yfir 20 prósent sex mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í september, 25,4 prósent, í mars 26.5 prósent, í desember 33,7 prósent og í nóvember hvorki meira né minna en 60,9 prósent. Hlutfallsleg aukning er því mest utan háannar. Árið 2012 fóru 647 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð og ef ferjusiglingum frá Seyðisfirði er bætt við er talan tæplega 660 þúsund. Fjölgunin milli ára er 106 þúsund ferðamenn, eða 19,6 prósent. Þá eru ótaldir farþegar skemmtiferðaskipa. Þeir voru um 92 þúsund á liðnu ári. Aukning var frá öllum mörkuðum, Bretlandi, Norður-Ameríku, Mið- og Suður-Evrópu, Norðurlöndunum, auk annarra landa. Frá árinu 2000 hefur fjöldi ferðamanna til lands- ins meira en tvöfaldast. Erlendir ferðamenn voru þá um 300 þúsund. Árleg aukning hefur að jafnaði verið um 6,3 prósent frá árinu 2000 og í ljósi þess sést hve fjölgunin er mikil á nýliðnu ári, nær 20 prósent. Gistinætur erlendra gesta árið 2011 voru um 2,4 milljónir og hefur árleg aukning þeirra verið að jafnaði 7,2 prósent frá árinu 2000, heldur meiri en fjölgun ferðamanna. Þá eru ótaldar gistinætur Ís- lendinga en þær voru um átta hundruð þúsund árið 2011. Ferðaþjónustan er því komin með öruggan sess sem undirstöðuatvinnugrein hérlendis en frá árinu 2008 hækkuðu útflutningstekjur af ferðaþjónustu úr tæpum 94 milljörðum króna í 117,6 milljarða, sé miðað við heildarneyslu erlendra ferðamanna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu ferðaþjón- ustunnar. Sem hlutfall af heildarútflutningstekjum eru þetta um 14 prósent. Að viðbættum umsvifum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja erlendis voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar samtals 160,8 millj- arðar króna árið 2010, eða 19 prósent af útflutningi vöru og þjónustu samtals. Árin 2011 og 2012 jukust umsvifin enn sem meðal annars má sjá af því að ferðamennska og aðrir flutningar skiluðu 15,2 millj- örðum króna meira af gjaldeyrisinnflæði á fyrstu þremur ársfjórðungum 2012 en sama tímabil árið áður. Aukningin milli 2010 og 2011 hafði þó verið 15,7 prósent. Það munar um neyslu hvers ferðamanns því með- alútgjöld eru talin hafa verið um 234 þúsund á hvern þann sem hingað kom árið 2011, að meðtöldum far- gjöldum. Reiknað er með sjö gistinóttum á hvern ferðamann en tölur benda til þess að dvalarlengd er- lendra gesta hafi aukist að meðaltali undanfarin ár. Vaxtarverkir fylgja svo örri þróun og vel þarf að halda á spilunum til að styrkja stöðu þessarar mikilvægu atvinnugreinar og fyrirtækjanna sem að henni standa. Stjórnvöld léku sér nokkuð með fjöregg hennar þegar fram komu áform um hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7 í 25,5 prósent en lendingin varð 14 prósent eftir að mótmælaalda reis. Virðisaukaskattur á gistingu er í lægra skattþrepi í flestum samkeppnislöndum. Í fyrrnefndri skýrslu er bent á brýn verkefni sem snúa að stjórnvöldum, meðal annars að móta framtíðarsýn í málefnum ferðamannastaða. Tæplega helmingur ferðamanna á árinu 2011 kom yfir sumarmánuðina þrjá, tæplega þriðjungur að vori eða hausti og um fimmtungur að vetri. Takist að fjölga enn ferðamönnum utan háannar, eins og áhersla er lögð á, þarf meðal annars að huga að því að halda vinsælum ferðamannaleiðum opnum yfir vetrartímann, þróa afþreyingu og lengja opnuna- tíma safna, svo nokkuð sé nefnt. Í skýrslunni um stöðu ferðaþjónustunnar kemur fram að nú þegar megi kalla höfuðborgarsvæðið heilsársáfangastað. Stuðla þarf að því að það eigi við um landið í heild þegar fram í sækir. Sé skynsamlega á málum haldið ætti fátt að vera því til fyrirstöðu. Fjölgun erlendra ferðamanna utan háannar Heilsársáfangastaðurinn Ísland Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Hverjum bjallan glymur Það ætti kannski frekar fyrir háttvirtum þingmanni að liggja að greiða til baka eitt- hvað af þeim 1700 milljónum sem hún og eiginmaður hennar hafa fengið afskrifað- ar áður en hún fer að breiða út ósannindi og dylgjur um aðra þingmenn í þingsal. Þór Saari móðgaðist fyrir hönd ráðherra innanríkis- og utanríkismála, og taldi Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur dylgja um þá úr ræðustóli Alþingis. Skot hans á Þor- gerði Katrínu féll í grýttan jarðveg og hann lauk máli sínu við dynjandi undirleik þingforseta á bjölluna. Fyrirgefðu, Fídel Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Gylfi Magnússon, fyrrverandi við- skiptaráðherra, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum að Ísland yrði Kúba ef Icesave-málið yrði ekki leyst með samningi. Stúdentapólitík Það var sjúklegt fyllerí alla nóttina þarna á aðfaranótt föstudags. Það var verið að brjóta glös og svona, þetta voru bara algjör skrílslæti. Íbúi við Vesturgötu barmaði sér í DV yfir sigurhátíð Vökuliða sem fögnuðu stórsigri í kosningum til til Stúdentaráðs á akademískan hátt. Öðrum hefur dottið þetta í hug Það hefur aldrei hvarflað að mér að segja af mér. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðis- flokksins, stendur fastur á sínu og fer hvergi. Hasar í rauða hverfinu Og ég bara negldi hann, ég kýldi hann kaldan. Sigurður Auðberg Davíðs- son, barþjónn á Amsterdam, afgreiddi snarlega dólg sem sveiflaði hnífi. Líf metin til fjár Aðgerðir næturinnar tóku enda klukkan að ganga 6 í morgun og hafði þá 4 manns- lífum verið bjargað. Erla Björk Birgisdóttir, skurð- hjúkrunarfræðingur á Land- spítalanum, vakti mikla athygli með pistli um þau kraftaverk sem gerast innan veggja spítalans.  VikAn sem VAr General Electric kæli- og frystiskápar sem hafa inn- byggða klakavél með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru öflugir og glæsilega innréttaðir. Fást hvítir, svartir og með stálklæðningu. Verð frá kr. 398.800 stgr. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is TILBOÐSDAGAR Tilboð Amerískir með klakavél Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð 40.000 Höfðagaflar 5.000 Sjónvarpsskápar 25.000 Rúm 153cm 157.000 Púðar 2.900 Vín Torino Fjarstýringavasar 2.500 Hægindastólar 99.000 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N 10 viðhorf Helgin 15.-17. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.