Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 6
Skagfirskur sveitabiti
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Mýksti brauðosturinn
á markaðnum nú á tilboði!
Fáanlegur 26% og 17%.
Melaheiði 17 - 200 Kópavogi - Sími: 564 3344
GSM: 898 3380 - Póstur: runir@heimsnet.is
Bjóðum upp á nokkrar gerðir fermingakorta.
Stærð 14x15cm. Verð 150 kr. stk. Umslag 29 kr. stk.
Aðstoðum við uppsetningu texta og myndvinnslu.
Útbúum sálmaskrá
góð og persónuleg þjónusta
Nafnspjöld - Reikningar - Bréfsefni - Umslög - Ljósritun
Plaköt - Barmmerki - Bæklingar - Öll almenn prentun
Mikil gleði og samtakamáttur einkenndi átakið sem fór fram úr öllum
vonum aðstandenda. Ljósmynd/Kolbrún
Dans Þingmenn og ráðherrar létu sjá sig í hörpu
Tvö þúsund dönsuðu gegn ofbeldi
Mikill fjöldi fólks kom saman í hádeginu í gær, fimmtudag,
og dansaði í þágu kvenna í alheimsbyltingu gegn kyn-
bundnu ofbeldi.
Tilgangurinn var að fá saman um einn milljarð kvenna,
karla og barna um allan heim til þess að dansa til stuðnings
konum og stúlkum og krefjast þess að kynbundið ofbeldi
heyri sögunni til. Verkefnið sem heitir Milljarður rís er al-
þjóðleg bylting með Eve Ensler í fararbroddi
„Við á Íslandi erum kannski ekki stór hluti af milljarði en
við getum látið fyrir okkur fara,“ sagði í tilkynningu frá V-
dagssamtökunum, UN Women og Lunch Beat í síðustu viku.
Hanna Eiríksdóttir er framkvæmdastýra UN Women á Ís-
landi. Hún segir að Íslendingar hafi svo sannarlega sett sitt
mark á átakið, en um 1500 manns lögðu leið sína í Hörpu til
þess að stíga þar dans.
„Við reiknuðum með svona 400 en það komu heilu fylk-
ingarnar og það var alveg troðið,“ segir Hanna.
Á meðal þeirra sem mættu voru hinir ýmsu þingmenn
og ráðherrar. Einnig vakti athygli viðvera Vigdísar Finn-
bogadóttur mikla athygli, en hún ku vera einkar lunkinn
dansari.
„Þetta var ótrúleg stund við urðum öll klökk yfir þessum
ótrúlega krafti, gleði og samtakamætti sem einkenndi
hverja manneskju á staðnum,“ segir Hanna sem vonar
að átakið verði upphaf nýrra tíma í málefnum kvenna um
heiminn.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
e kki verða birtar opinberlega upplýsingar um gæði umönnunar á hjúkr-unarheimilum landsins, samkvæmt ákvörðun landlæknisembættisins. Að sögn Önnu Bjargar Aradóttur, yfirhjúkrunarfræðings hjá embættinu,
verður það hins vegar gert í framtíðinni þegar embættið telur að hjúkrunarheim-
ilin séu tilbúin í það. „Nú er embættið í samstarfi við stjórnendur heimilanna um
það hvaða gæðavísar skuli birtir, þeir eru ekki allir jafn hæfir til samanburðar
og hvenær það verður,“ segir Anna Björg. „Vert er að taka
fram að gæðavísar eru aðeins vísbending um gæði þjón-
ustu og það eru margt sem getur haft áhrif á gæðin sem
þarf að skýra um leið og þeir eru birtir,“ segir hún.
Árið 2011 vakti doktorsrannsókn Ingibjargar Hjalta-
dóttur um aðbúnað á hjúkrunarheimilum athygli en rann-
sókn hennar fór fram á árunum 1996-2009. Í ljós kom að
gæðum á umönnun hefði hrakað mjög á tímabilinu. Á
árinu 2009 reyndist mikill skortur á virkni íbúa hjúkrun-
arheimila og í ljós kom að um 55 prósent þeirra að meðal-
tali hafi mjög lítið við að vera. Auk þess fengu 65 prósent
íbúa 9 tegundir af lyfjum eða fleiri, sem er of mikið miðað
við staðla um lyfjagjöf. Þá kom í ljós að tæpur helmingur
þjáðist af þunglyndi.
Í framhaldinu var Ingibjörg fengin til að þróa mælitæki
fyrir gæði umönnunar á hjúkrunarheimilum og rætt var
um í hagsmunahópum hvort birta ætti niðurstöður úr
þeim opinberlega, í því skyni að auka gegnsæi þjónust-
unnar og veita aðstandendum upplýsingar um ástand og
þjónustu allra hjúkrunarheimila landsins.
Landlæknisembættið hefur, eins og að ofan greinir,
hins vegar tekið ákvörðun um að hjúkrunarheimilin séu
ekki tilbúin í að slíkar upplýsingar séu birtar opinber-
lega.
Fréttatíminn tók stikkprufu á nokkrum úttektum sem
gerðar voru á vegum landlæknis á hjúkrunarheimilum
á síðasta ári í því skyni að meta hvort brugðist hafi verið
við þeim ábendingum um það sem betur mætti fara sam-
kvæmt niðurstöðum rannsóknar Ingibjargar. Hjúkrunar-
heimilið Skjól hefur ýmist staðið í stað eða farið aftur frá
árinu 2010 í mælingum á nokkrum gæðavísum og í úttekt
landlæknis segir að ekki hafi verið unnið markvisst með niðurstöður þeirra.
Algengi hegðunarvandamála sjúklinga hefur aukist, enn fleiri sjúklingar nota
fleiri en níu lyf, fjöldi þvagfærasýkinga er yfir efri viðmiðunarmörkum og virkni
sjúklinga hefur lítið sem ekkert aukist.
Til samanburðar hefur hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir unnið markvisst í
úrbótum í ljósi niðurstaðna fyrri gæðamælinga og hefur árangur náðst á flestum
sviðum. Algengi róandi lyfja og svefnlyfja og stöðugrar notkunar svefnlyfja er
samt sem áður enn á mörkum efri viðmiðana, að því er fram kemur í úttekt land-
læknis í fyrra.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
heilbrigðismál gæðamál hjúkrunarheimila
Umönnun sjúklinga
enn víða ábótavant
Hjúkrunarheimili eru ekki tilbúin til þess að upplýsingar um gæði umönnunar á þeim séu birt
opinberlega, samkvæmt ákvörðun landlæknisembættisins. Árið 2011 komu fram sláandi niður-
stöður um skort á gæðum þjónustu á hjúkrunarheimilum þar sem helmingur þjáðist af þunglyndi,
þeir eru ekki nægilega virkir og stórum hluta sjúklinga var gefinn mun fleiri lyf að staðaldri en
gott þykir. Ekki öll hjúkrunarheimili hafa nýtt ábendingar og bætt þjónustu við sjúklinga.
Helmingur íbúa á hjúkrunar-
heimilum þjáðust af þunglyndi
árið 2009. Ekki hafa öll
hjúkrunarheimili brugðist við
niðurstöðum rannsóknar um
gæði umönnunar á hjúkrunar-
heimilum. Ljósmynd/Getty
FYRSTA SVANSVOTTAÐA
VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is s. 599 6660
FYRSTA
SVANSVOTTAÐA
VEITINGAHÚSIÐ
Á ÍSLANDI
6 fréttir Helgin 15.-17. febrúar 2013