Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 31
5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist. Náðu 5 stjörnu formi steini og beinagrindur í skáp- unum.“ Stökk á Johnny Hilmir segist hafa verið búinn að heyra af Fyrirheitna landinu áður en Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð- leikhússtjóri bauð honum hlut- verk Johnnys Byron. „Fólk sem sá sýninguna í London var búið að segja mér frá henni og að þarna væri mjög spennandi stykki á ferðinni. Ég vissi ekkert að Tinna væri með þetta verk en sló strax til þegar hún nefndi þetta við mig. Ég var fljótur að kasta mér á Johnny. Þetta er heilmikil rulla og maður er á sviðinu allan tímann. Þarna eru samt mjög skemmtileg hlut- verk fyrir alla leikarana en það koma margir við sögu og ég myndi segja að þetta væri stór sýning. Þetta eru allt æðislega fín hlut- verk og það eru allir að blómstra þarna og Guðjón Pedersen leik- stjóri er alveg í essinu sínu og í miklu stuði. Þannig að það er svífur góður andi yfir vinnunni og sýningunni. Finnur Arnar er líka búinn að gera þessa frábæru leikmynd með heilli rútu inni á sviðinu og heilum heimi í kringum hana. Manni finnst maður bara eiga heima þarna. Þetta er falleg sviðsmynd í ljótleika sínum.“ Jón Viðar gerir kröfur Umfangsmikil uppfærsla ástralska leikstjórans Benedict Andrews á Machbeth eftir Shakespeare vakti athygli og umtal í janúar. Sitt sýnd- ist hverjum en Hilmir skemmti sér vel á meðan á blóðbaðinu stóð. „Það er alltaf gaman þegar þessi stóru Shakespeare-verk eru sett upp. Það er alltaf viðburður og frábært að taka þátt í því. Þetta var erfitt en skemmtilegt og mikið álag á hópnum. Maður var þarna í klukkutíma baðaður í einhverju blóðsýrópi þannig að maður komst hvorki lönd né strönd og beið bara baksviðs. En það var þess virði. Mér fannst gaman að þessu og skemmtilegt að sjá Bjössa [Björn Thors] og Möggu [Margrét Vil- hjálmsdóttir] gera þetta og þetta var flott hjá þeim. Þetta var bara viðburður og það var gaman að taka þátt í þessu. Benedict er feikilega klár náungi og skemmtilegt að vinna með honum. Hann er kröfuharður en jafnframt mjög klár. Bara svona skapandi náungi enda mjög vinsæll leikstjóri í heiminum í dag, sem hefur fengið stór verðlaun. Það er alltaf gaman að geta fengið svona leikstjóra til landsins. Jón Viðar Jónsson, leikhúsgagn- rýnandi DV, var þó ekki hrifinn af uppsetningu Benedicts, gaf sýning- unni eina stjörnu sem leikararnir máttu skipta á milli sín. Jón Viðar víkur oftast nær fögrum orðum að Hilmi Snæ en leikarinn segist þó ekki upplifa sig sérstaklega í náð- inni hjá hinum stranga rýni. „Nei það er nú alls ekkert alltaf. Ég man nú eftir nokkrum skiptum þar sem hann hefur ekki verið neitt sérstaklega ánægður með mig. En það er bara eins og það er. Ef honum mislíkar þá mislíkar honum verulega. Ég held að Jón Viðar geri miklar kröfur til mín. Hann hefur oft skammað mig og það er bara fínt. Það er nauðsynlegt að láta skamma sig líka. Það er bara svoleiðis.“ Bjart fram undan Hilmir Snær er annálaður hesta- maður en skepnurnar hafa mátt mæta afgangi í atinu sem hefur verið hjá honum á sviðinu. „Ég er búinn að hafa lítinn tíma til þess að sinna hestunum. Ég er nýbúinn að taka þá inn og rétt byrjaður að sýsla í þessu en það er ákaflega gott þegar maður er að vinna mik- ið að komast út undir bert loft og anda að sér súrefninu á hestbaki. Ég kúpla mig svolítið út með því að fara í hesthúsið, þótt maður sé bara að moka skítinn eða eitthvað. Maður tæmir hugann alveg. Þetta er mitt jóga,“ segir Hilmir sem horfir björtum augum til sumars- ins og loka leikársins. „Nú er bara mikil hestamennska fram undan og þegar þessu lýkur mun ég bara eiga heima uppi í hesthúsi að temja og svona. Þannig að það er bjart fram undan. “ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Lj ós m yn d/ H ar i viðtal 31 Helgin 15.-17. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.