Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 44
44 bílar Helgin 15.-17. febrúar 2013 Mercedes-Benz er þekktari fyrir lúxusbíla en þýski bíla- framleiðandinn er einnig mjög öflugur þegar kemur að atvinnubílum. Mercedes-Benz hefur um árabil verið með Actros nafnið á öllum stærri vöru- og flutningabílum sínum. Nú verður þýski bílaframleiðandinn með nýtt nafn á nýjum vinnuþjark þegar vörubíllinn Arocs verður kynntur til sögunnar í vor, að því er fram kemur í til- kynningu Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz. „Arocs verður með mikilli veghæð og grindin verður hærri en venja er í vörubílum. Þá verður Arocs með meiri sveigj- anleika og gefur þar af leiðandi mun meiri möguleika á að nota bílinn í allri vinnu utan vega m.a. við vegagerð, í húsgrunnum, í námum og annars staðar sem þörf er á. Arocs verður boðinn í mörgum útfærslum, bæði tveggja, þriggja og fjögurra drifa. Bílarnir verða frá 238 hestöflum upp í alls 625 hestöfl og með burðargetu frá 18 tonnum upp í alls 44 tonn. Arocs er umhverfismildur vinnubíll þrátt fyrir mikið afl og vinnugetu og hefur m.a. fengið Euro VI umhverfisvottun sem er mikil viðurkenn- ing,“ segir enn fremur. „Arocs er mjög spennandi bíll í hinum sífellt stækk- andi vinnubílaflota Mercedes-Benz. Arocs mun hafa getu og burði til að vinna utanvega og á krefjandi stöðum og fæst bæði með eða án framdrifs. Arocs verður mjög spennandi kostur fyrir íslenskan markað og sérstaklega fyrir verktaka sem er í snjómokstri, vegagerð eða annari verktakavinnu t.d. undir krana. Arocs verður hagkvæm- ur bíll í alla staði,“ segir Páll Halldór Halldórsson, sölu- stjóri atvinnubíla hjá Öskju. Arocs fylgir fast á hæla atvinnubílanna Actros og Antos frá Mercedes-Benz sem komu á markað 2011 og 2012. Arocs verður með mikilli veghæð og grindin verður hærri en venja er í vörubílum.  Vörubílar Vinna utan Vega og Við krefjandi aðstæður Arocs er nýr kraftajötunn frá Mercedes-Benz Upplýsingar og innritun í S. 567 0300 Þarabakka 3 Góð þekking á undirstöðum umferðarinnar er gott vegarnesti fyrir framtíðarökumenn! Ætlar þú að fara með ökunema í ængaakstur? Við bjóðum upp á sérstakt leiðbeinendanámskeið vegna ængaaksturs á tveggja vikna fresti. Námskeið til undirbúnings almennu ökupró er haldið í hverri viku allt árið. Fagmennska í fararbroddi. Ökuskólin í Mjódd býður upp á ölda gagnlegra námskeiða um umferðarmál www.bilprof.is Kia frumsýnir hugmyndabíl Kia frumsýndi á bílasýningunni í Chicago nýjan, fjórhjóladrifinn hug- myndabíl, Cross GT Concept CUV. Hér er um að ræða svonefndan blending sem er stærri en Sorento jeppinn og er með tvinnaflrás, að því er fram kemur í tilkynningu Öskju, umboðsaðila Kia. „Allt er lagt í að gera bílinn sem þægi- legastan og rúmbestan. Þá er mikið lagt í innanrýmið þar á meðal ýmiss lúxus- búnaður. Einkenni bílsins er lítil slútun að framan og aftan en mikið hjólhaf. Bíllinn er ennfremur hábyggður og með sítengdu aldrifi,“ segir enn fremur. Bílllinn er með 3,8 lítra, V6 bensínvél og flötum rafmótor sem er undir gólfi bílsins. Samanlagt er afkastageta bílsins 400 hestöfl og togið ekkert smáræði eða alls 678 Nm. Bíllinn kemst 30 km eingöngu fyrir rafmagni en bíllinn mun verða með lágan koltvísýringsút- blástur. Samkvæmt upplýsingum frá Kia kemur fram að Cross GT sé náskyldur Sorento en ennþá stærri. Hjólahafið er 3,10 metrar, eða 40 cm lengra, og lengd bílsins er 4,90 metrar. Hugmyndabíll Kia, Cross GT Concept CUV, er fjórhjóladrifinn blendingur, stærri en Sorento jeppinn.  reynsluakstur toyota Verso 7 manna n ýr Toyota Verso er algjör snilldarbíll fyrir stórar fjölskyldur. Hann rúmar sjö í sæti en tvö öftustu sætin leggjast niður með einu handtaki og þá er hann einfaldlega fimm manna bíll með stóru skotti. Að auki fer sér- staklega vel um farþega í aftursæti (miðröð) því sætin eru þrískipt, og hver og einn situr í bílsæti sem er jafnstórt og framsæti. Því má vel spenna þrjú börn í stólum í miðröð- ina (það er ekki algengt) og tveir bílstólar komast vel fyrir í öftustu röð. Hún er þó ekki ætluð fyrir full- orðinn í lengri ferðir. Bílsætin eru öll á sleðum og því má renna þeim fram og aftur að vild og skapa þannig rými fyrir fótleggi eftir því sem þörf krefur. Bíllinn er því sérstaklega rúmgóður að innan – en að utan er hann nettur og frekar lítill um sig. Stór að innan og nettur að utan, sem sagt. Hann hefur allt til alls og státar af skemmtilegum lausnum fyrir fjölskylduna. Í gólfi í miðröð eru geymsluhólf (fyrir leikföng) og skúffa undir sætum og aftan á framsætinu eru felliborð, líkt og í flugvélum. Þau vöktu sérstaka lukku meðal minna barna. Þeim fannst ekki lítið sport að koma vatnsflöskunni sinni fyrir í glasa- haldaranum í borðinu sínu og borða nestið á borðinu á milli þess sem ég sótti þau í skólann og skutlaði á íþróttaæfingu. Því bílar fjölskyldna í dag eru svo miklu meira en tæki til að komast á milli staða. Þeir eru íverustaður fjölskyldunnar hluta úr degi, á morgnana og svo aftur síð- degis, þar sem koma þarf við ýmsu, svo sem að matast og leika sér. Þá er ekki slæmt að geta líka hlustað á uppáhaldstónlistina og það er sannarlega hægt í Toyota Verso. Sjö manna týpan hefur sem staðalbún- að afþreyingarkerfi með snertiskjá (og bakkmyndavél) og Bluetooth tengingu þannig að auðvelt er að hlusta á uppáhaldstónlistina úr sím- anum eða með því að stinga USB lykli í þartilgerða rauf. Versóinn er jafnframt fremur sparneytinn, díslivélin eyðir 4,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra í blönduðum akstri. Stór að innan en nettur að utan Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Nýr Toyota Verso er hannaður með fjölskylduna í huga. Hann rúmar sjö í sæti og hvarvetna eru sniðug geymsluhólf fyrir hvers kyns aukahluti sem fylgja fjölskyldunni. Plúsar + Mjög rúmgóður + Skemmtilegar geymslulausnir + Sparneytinn + Vel úthugsaður fjöl- skyldubíll Mínusar ÷ Þriðja sætaröðin ekki fyrir fullorðna Helstu upplýsingar Breidd 179 cm Verso Terra 5 sæta frá kr. 4.310.000 Verso Sol 7 sæta frá kr. 5.180.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.