Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 34
Birgitta Jónsdóttir hefur lifað við- burðaríku lífi. „Vinkona mín segir að eitt ár í mínu lífi sé eins og sjö hjá öðrum,“ segir hún kímin. Birgitta verður seint talin hefðbundin þingkona. Hún lifði lífi pönkarans á Hlemmi, tók þátt í að móta internetið, fyrst íslenskra kvenna, er eitt andlita Wikileaks, skáld og forsprakki píratahreyfingar hér á landi, allt þvert á spár samfélagsins sem sagði hana ekki eiga eftir að verða að neinu. Hún er í einlægu viðtali við Fréttatímann um myrkrið í sálinni, áföllin og sigrana. Föðurmissirinn varð að lífgjöf minni B irgitta tekur á móti blaðakonu í þing-húsinu. Hún afsakar sig fyrir að vera of sein en hún hafði verið á þingfundi sem hafði dregist vegna FBI málsins svokall- aða. „Það er mjög erfitt að skipuleggja tíma sinn af mikilli nákvæmi í þessu starfi. Þetta er allt svolítið „kaotískt“ eins og þú sérð.“ Birgitta Jónsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún flutti til Hveragerðis úr Þingholtunum um þriggja ára aldurinn og þaðan til Þorláks- hafnar, með móður sinni, tónlistarkonunni Berþóru Árnadóttur. „Ég vildi alltaf vera með henni. Mamma var mikill búddisti og allir voru jafnir fyrir henni. Það erfði ég frá henni ásamt svo mörgu öðru. Hún gaf mér svo margar dýrmætar gjafir. Hún var alltaf baráttukona fyrir því sem skipti máli og ég vil líta á að ég hafi því fengið það beint í æð.“ Í Þorlákshöfn fann Birgitta sig illa, þrátt fyrir mikið listalíf sem móðir hennar stóð fyrir. Hún var því á stöðugu flakki gegnum unglingsárin og skólagangan slitrótt og andleg líðan eftir því. Föðurmissir og einangrun í Danmörku „Ég fór í Skógaskóla í fyrsta bekk í gaggó en líkaði ekki svo ég flutti til ömmu og afa í Hveragerði. Þau reyndu að setja mér einhverjar reglur sem snérist algjörlega í höndunum á þeim. Ég hafði verið sjálfala fram að því, þar sem mamma ferðaðist mikið vegna tónlistarinnar. Ég skrópaði í skólanum eftir hádegið til þess að húkka mér far í bæinn og hanga á Hlemmi og þar kynntist ég loksins krökkum sem voru pönkarar eins og ég.“ Birgitta fór, eins og svo margir ungir pönkarar þess tíma, að Núpi í heimavist. Þar kynntist hún skoðanabróður og besta vini sínum, Jóni Gnarr. „Við eydd- um löngum stundum í að lesa okkur til um anarkisma, stofnuðum Greenpeace félag, settum upp leiksýningar og svona. Það er svo fyndið að við tvö vorum þessir krakkar sem fengum að heyra það stöðugt frá samfélaginu að ekkert yrði úr okkur.“ Birgitta útskýrir að meðal annars vegna þessa hafi verið myrkur í henni og hún hataði sjálfa sig fyrir að passa hvergi inn. Um tvítugsaldurinn urðu kaflaskil í lífi Birgittu sem urðu til þess að hún fór í mikla sjálfsskoðun en hún upp- lifði mikið áfall þegar faðir hennar hvarf á aðfangadag. „Pabbi minn hvarf klukkan 18 á að- fangadagskvöld og hann hefur aldrei fundist. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna en ég hef reynt að líta á þetta áfall sem mína lífgjöf. Mér líkaði ekki þessi jarðvist og ég ætlaði mér alltaf að deyja ung. Ég fór lengi vel í gegnum allskonar sjálfsvígspælingar og skil slíkar hugsanir hjá fólki því mjög vel,“ segir Birgitta. Þegar í ljós kom að faðir Birgittu hafði gengið út í Sogið segist hún hafa séð hvað slíkt gerir eftirlifendum og hugsaði sinn gang. „Ég sá hvað þetta gerir fjölskyldunni. Það varð svo ótrúleg sorg og þetta atvik varð til þess að ég hætti við að vilja deyja frá öllu,“ útskýrir Birgitta sem í staðinn hellti sér út í mikla sjálfsskoðun. „Ég vildi finna út hversvegna ég var svona óhamingjusöm og jafnframt finna lífs- gleðina.“ Birgitta Jónsdóttir er baráttukona í lífinu sem inni á þinginu. Líf hennar einkennist af miklum ólgusjó og hefur alla tíð gert. Ljósnyndir/Hari Sjálf ætlaði ég alltaf að vera skáld. 34 viðtal Helgin 15.-17. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.