Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 15.02.2013, Blaðsíða 25
eiðholti NÚ ER KOMIÐ AÐ ÍBÚUM Í AÐ HÆTTA AÐ HENDA PAPPÍR Í RUSLIÐ Allt um breytta sorphirðu er að finna á pappirerekkirusl.is ER KOMIÐ AÐ ÞÍNU HVERFI? Sorphirða í Reykjavík mun á næstu mánuðum breytast til hins betra – og nú er komið að Breiðholti. Reykvíkingar munu á þessu ári hætta alfarið að henda pappír, pappa, dagblöðum, tímaritum, fernum og skrifstofupappír í almennar sorptunnur. Pappír er verðmætt efni sem auðvelt er að nýta til hagsbóta fyrir umhverfið. Í stuttu máli: Pappír er ekki rusl. TVÆR LEIÐIR TIL AÐ LOSNA VIÐ PAPPÍRINN BLÁ TUNNA Þú pantar bláa tunnu á pappirerekkirusl.is, með símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Við komum með bláu tunnuna til þín innan nokkurra daga. GRENNDARGÁMAR Á pappirerekkirusl.is finnur þú næsta grenndargám í þínu hverfi. Kjalarnes – LOKIÐ Grafarholt og Úlfarsárdalur – LOKIÐ Okt 2012 2012 2013 Árbær og Grafarvogur – LOKIÐ Breiðholt – Í INNLEIÐINGU Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir Miðbær og Hlíðar Vesturbær Nóv Jan 2013 Feb 2013 Mars 2013 Apr 2013 Maí – Takk fyrir að flokka! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 2- 19 31 Seðlabanki Íslands kannaði um nýverið væntingar markaðsaðila til ýmissa hagstærða, svo sem verðbólgu og vaxta. Leitað var til 36 markaðsaðila á skuldabréfa- markaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 24 aðilum og var svarhlutfallið því 67%. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að ársverðbólga verði 4% á fyrsta og öðrum ársfjórðungi þessa árs og um 4,5% bæði eftir eitt og tvö ár, sem er um 0,2-0,3 prósentum minni verðbólga en þeir gerðu ráð fyrir í síðustu könnun bankans sem framkvæmd var í nóvember sl. Jafnframt sýna niðurstöður að markaðsaðilar vænta þess að árs- verðbólga verði að meðaltali um 4,5% á næstu fimm og tíu árum, sem er svipuð niðurstaða og í síð- ustu könnun. Markaðsaðilar vænta þess að gengi krónu gagnvart evru verði 175 krónur eftir eitt ár en það er hækkun á gengi evrunnar um 8 krónur frá síðustu könnun,“ segir í frétt bankans. Niðurstöður könnunar bankans sýna að markaðsaðilar vænta þess að veðlánavextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 6% á fyrri helm- ingi ársins en það eru 0,25 prósent- um lægri vextir en í síðustu könnun bankans. Að auki vænta markaðs- aðilar að veðlánavextir verði 6,25% eftir eitt ár sem er einnig lækkun um 0,25 prósentur frá fyrri könnun. Meirihluti markaðsaðila áleit taumhald peningastefnunnar vera hæfilegt þegar könnunin var fram- kvæmd. - jhNýherji sér um rekst­ ur upplýsingakerfa Ísafjarðarbæjar Ísafjarðarbær hefur samið við Nýherja um alrekstur á upplýsingakerfum og endurnýjun á miðlægu tölvuum­ hverfi. Þá var samið um Rent a Prent prentþjónustu, sem er umhverfisvæn prentþjónusta og felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði. Nýherji mun hefja sýndarvæðingu á öllum út­ stöðvum starfsmanna sveitarfélagsins, en þær eru um 350. Sýndarútstöðvar eru smávélar sem nota mun minna rafmagn en venjulegar útstöðvar, enda eru diskar og öflugir örgjörvar óþarfir. Til þess að sinna viðhalds- og tækniþjónustu fyrir sveitarfélagið hefur Nýherji ráðið starfsmann með aðsetur á Ísafirði, að því er fram kemur í tilkynn­ ingu Nýherja. „Markmiðið með samstarfinu við Nýherja er að efla öryggi og auka hagræðingu í upplýsingakerfi Ísafjarðarbæjar,” segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. -jh Gjaldeyrisútboð Seðlabankans í mars Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkis­ verðbréfum. Jafnframt kallar bankinn eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðin þrjú sem haldin verða þriðjudaginn 19. mars 2013 eru liður í losun hafta á fjármagnsvið­ skiptum, að því er fram kemur í tilkynn­ ingu Seðlabankans. - jh Kraftmikill leigu­ markaður Alls voru gerðir 963 leigusamningar á landinu í janúar. Það er fjölgun um 125% frá fyrri mánuði þegar leigu­ samningar voru 429. Frá sama mánuði fyrra árs nemur fjölgunin 11%. Mikil árstíðarsveifla er á leigumarkaðinum og og er janúar yfirleitt stór mánuður á leigumarkaði enda margir á hreyfingu í ársbyrjun í tengslum við nýtt upphaf í skólum og fleira, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Á höfuð­ borgarsvæðinu voru gerðir samtals 634 samningar, fjölgun um 18% frá sama mánuði fyrra árs. „Þessar tölur virðast því benda til þess að leigumarkaðurinn fari af stað inn í nýtt ár af krafti.“ Á síðasta ári voru gerðir 9084 leigu­ samningar á landinu öllu og fækkaði þeim um 9% frá árinu áður. „Þróunin á síðasta ári virtist benda til þess að leigumarkaðurinn væri aðeins farinn að draga saman seglin, en á tímabilinu 2009-2011 voru gerðir um það bil 10.000 leigusamningar á ári hverju. Eins og þróunin í janúar sýnir er ennþá mikil sókn í leiguhúsnæði og sést það einnig á þróun leiguverðs, en á síðasta ári hækkaði leiguverð á höfuð­ borgarsvæðinu samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands um 6,4%. Þetta er meiri hækkun en sem nemur hækkun íbúðaverðs á sama tíma, en á tímabilinu hækkaði íbúðaverð á höfuðborgar­ svæðinu um 5,8%.“ - jh Finnur Oddsson, aðstoðarforstjóri Nýherja og Daníel Jakobsson, bæjar­ stjóri Ísafjarðarbæjar.  Seðlabankinn Væntingar markaðSaðila kannaðar Vænta 4,5 prósent ársverðbólgu næstu 5 til 10 ár Már Guðmundsson seðlabankastjóri. viðskipti 25 Helgin 15.-17. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.