Læknablaðið - 01.01.1923, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ
n
geröa ööruvísi en með gömlu aöferöinni, sem Quincke innleiddi, og sem
cnn er notuö af mörgum, nl. aö stinga inn ö'ðru hvoru megin viö miö-
línuna og á ská inn í mænuganginn. Þessi aðferð getur verið vandasöm
og er von að menn kvekkist á henni. Ef aftur á móti er stungið inn í mið-
linunni og farið að eins og eg mun síðar koma að, þá er enginn vandi að
komast inn í mænuganginn.
H æ 11 a n. Sennilega getur lhp. verið hættuleg við heilaæxli, ef ekki
cr rétt að farið. Ef sjúkl. situr uppi og ört er tappað, getur hættulegur
þrýstingsmunur hlotist af þvi, ef tumor er í heilanum, sem þrengir að
og hindrar rás vökvans (e. t. v. getur foramen Magendi þá lokast). Þessa
hættu er hægt að koma i veg fyrir með því, að láta sjúkl. liggja á hlið-
mni og umfram alt að tappa hægt, þá jafnar þrýstingurinn sig jafnóðum
og tappað er.
Gagnið. Lítið væri þó varið i að vera að kvelja sjúklinginn með
þessu, jafnvel þótt verkið væri létt og hættulaust, ef það hjálpaði hvorki
okkur að diagnostisera né sjúklingnum að batna. Þar er því til að svara,
að við geturn með engu móti fengið betri upplýsingar um meninges og
ástand þeirra, en með því að rannsaka mænuvökvann, sem allajafna segir
strax til, ef þær sýkjast, og ef um bólgu er að ræða, leiðir rannsóknin
allajafna í ljós hvers eðlis hún er. Auk þess hefir lumbalpunktion með
úttæming á mænuvökva symptomatiskt góð áhrif á allar
heilabólgur, þvi þegar þrýstingurinn minkar, linast kvalir sjúkl.
að miklum mun, svo að sjúkl. hættir oft að bylta sér og verður rólegri.
Við heilabólgur er því rétt að gera lumbalpunktion hvað eftir anriað, til
að lina kvalirnar, í mörgum tilfellum daglega. Annars fer það eftir líðun
sjúklingsins hve oft það er gert.*
Við meningitis .cerebrosp. epid. hefir lumbalp. samfara innspýting á
meningokokserum lækkað dauðratöluna um helming eða meira, og svo
að segja í öllum tilfellum hefir það stórum bætandi áhrif á líðun sjúkl., þó
að það geti ekki bjargað lifi hans. Hjer er lumbalpunktion óumflýjanleg,
því að serum kemur ekki að notum nema því sé dælt inn intraspinalt.
Á síðustu árum hafa augu manna opnast meira og meira fyrir þvi, að
til sé svokölluð aseptisk heilabólga. Hún lýsir sér kliniskt alveg eins og
tub. eða septisk heilabólga, svo að ekki er unt að þekkja hana nema með
nákvæmri rannsókn á spinalvökvanum. Lunibalpunktion hefir afargóö
áhrif þess á heilabólgu, því að eftir eina ástungu bráðbatnar sjúkl. venjul.
Gagnið liggur því í augum uppi. Fyrst og fremst diagnostiskt. Eins og
allir vita, geta meningitiseinkenni komið fram við allskonar infektionir
án þess að um pathologiskar breytingar sé að ræða i meninges. Þetta
hefir verið kallað meningismus eða irritatio meningum og er einkum
algengt við taugaveiki, en kemur líka fyrir við pneumokokka- og strepto-
kokkainfektionir o. fl. Meningitiseinkennin geta verið svo áberandi, að
cngum detti í hug að efast um að sjúkl. hafi heilabólgu, fyr en lumbalp.
* Nýjasta meðferðin á heilabólgum er sú, að dæla lofti inn í mænuganginn; þá
má tæma miklu meiri spinalvökva út en annars er gert, ef jafnmörgum tenings-
centim. af lofti er dælt inn og út er tæmt af mænuvökva. Þetta má gera með
2 nálum, sem standa i mænuganginum í einu, tæmt í gegnum aðra, en lofti dæit
inn í gegnum hina. Árangur kvað vera sérlega góður.