Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1923, Síða 27

Læknablaðið - 01.01.1923, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ *5 of líti'S að gera. Loks er eftirlitsmaSurinn, sem senda skal út um land viö og viö. Honum ætlar stjórnin heldur ekki neina þóknun, en væntanlega kemur engum til hugar aö hann fari feröir sínar ókeypis. Þessir smá- póstar gleymast í útreikningum stjórnarinnar. Þaö mun vera hér sem oftar aö sparnaðarátyllan er e. k. pons a s i n o r u m, sem stjórnmála- mennirnir stundum gripa til, þegar þeir eru ekki vel sterkir á svellinu. Því veröur auövitaö ekki neitað, aö einstöku málum kunni aö vera betur komiö hjá 3ja manna nefnd, en landfekni einum, þótt slíkt veröi ekki ráöiö af aths. stjórnarinnar. En tryggingin er ekki fólgin í hinu háæru- verða „rá'Öi“ heldur þeim einstöku læknum sem þaö skipa. Sýni þeir ekki áhuga og samviskusemi viö starfiö, munu væntanlega hljótast af því sömu vandræöin sem nú eiga sér staö í heilbrigðisstjórn landsins. Líta veröur og á, að „ráðið“ vinnur störf sín í hjáverkum, en landlæknisstörfin eiga aÖ vera aöalstarf, sem landlæknir helgar alla starfskrafta sína. í aths. stj. viö frumv. er ekki getið ýmsra mikilvægra starfa, er á land- lækni hvíla, svo sem eftirlit og barátta gegn landlægum sjúkdómum, t. d. sullaveiki, berklaveiki og kynsjúkdómum. Hann þarf og að leggja ráö á um stærö og fyrirkomulag sjúkraskýla o. fl. Auövitað þyrfti landlæknir og að vera kunnugur heilbrigöislöggjöf og -ráöstöfunum í nálægum lönd- um, og eiga frumkvæöi að hverskonar heilbrigöisráðstöfunum sem til gagns mega veröa. Því fer svo fjarri, aö embættið sé óþarft; áhugasamur iandlæknir getur haft mikiö og veglegt starf með höndum. Menn getur deilt á um fyrirkomulag þessa embættis, hvort einn skuli vinna þetta verk, eöa þeim skift milli fleiri manna. En þegar öllu er á botninn hvolft, er siöur en svo, aö hiö ytra fyrirkomulag sé einhlítt. Jafn mikiö veltur á því, aö landsstjórnin sýni ekki sarna tómlætið, sem nú á Rér staö, um framkomu embættismanna þjóöarinnar. G. Cl. Læknafélag' Reykjavíkur. Fundur var haldinn i Læknafél. Rvxkur mánud. 8. jan. 1923 kl. Sl/2 S'Öd. á Mensa Academica. i- Form. kvnti fundarmönnum Halldór Arnórsson umbúðasmiö, er niættur var á íundinum ásamt 2 sjúkl. er báru umbúðir er H. hafði gert. Sýndi form. þá fleiri umbúöir eftir H. (tilbúna fætur, hnéhólka, alunxin- mumsóla) og kvaö fundarnxenn nxundu sannfærast um að þeir hefðu veriö heppnir í valinu meö umbúöasmiöinn. Voru allir á einu rnáli urn þaö, aö umbúöir H. stæöu síst aö baki vönduöustu erlendum umbúðum. Var hon- úm þakkað með lófataki. 2. G. Thoroddsen las upp endurskoöaða reikninga Lbl. fyrir árið 1922. Samkv. þeinx var hagur Lbl. öllu betri en í fyrra. Voru þeir samþyktir. 3- Þá voru 2 menn kosnir í ritstjórn Lbl. i staö M. E. er átti aö ganga ur stjórninni og St. J. er var á förum til útlanda. Kosningu hlutu: próf. Sæm. Bjarnhjeöinsson til 3ja ára nxeö 6 atkv. og G. Claessen til 2ja ára með 8 atkv. F.ndurskoðendur reikn. Lbl. voru endurkosnir meö lófataki.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.