Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1925, Side 4

Læknablaðið - 01.12.1925, Side 4
i;o LÆKNABLAÐIÐ ingu, aS breytingar á lymfunni, sem streymir um allan likamann, væri undirrót krabbameinsins. Nú var mikitS kapp lagt á að skoða æxlin og rannsaka sem nákvæmast byggingu þeirra og byggingu heilbrigðra vefja í líkamanum, og við þær rannsóknir komst Virchow að setningunni: omnis cellula e cellula; skömmu seinna var aukið við þá setningu og sagt: omnis cellula e cellula ejusdem generis. Þetta var um og eftir 1860. Með rannsóknum komust menn nú smátt og srnátt að því, að krabba- niein var ekki sjúkdómur, sem kom af sýkingu alls líkamans, heldur óx það út frá einhverjum einum stað á líkamanum, og sýkti svo frá sér með því að vaxa ótakmarkað út í umhverfið, og með því að krabbameins- frumurnar bárust hingað og þangað um líkamann með sogæðum og blóð- æöum og mynduðu þar ný mein, ekki á þann hátt, að sýkingin breytti þeim frumum, sem fyrir voru, í krabbameinsfrumur, heldur Ijarst sjálf krabbameinsfruman á nýjan stað og margfaldaðist þar svo, að nýtt mein myndaöist. Með þessu kollvarpaðist alveg lymfutheorian og menn hættu líka að trúa á utanaðkomandi sýkingu, sem valdandi krabbameinum, en hvað átti þá að setja í staðinn? Ekki gat mannsandinn látið sér það nægja, að benda á hvernig krabbameinið yxi í byrjunarstaðnum og hvernig það bærist um líkamann, hann varð lika að fá svar við þeirri spurningu, hvern- ig á þvi stæði, aö kral)bameinið tæki sig upp og byrjaði að vaxa í fyrstu. Við þá spurningu hafa margir glímt í samræmi við þekkingu vora á byggingu krabbameina, og margar tilgátur hafa fram komið, en engin ennþá, sem gefið geti fullkomna skýringu, sem allir geti sætt sig við og samþykt. Tilgátum þeim, sem ríkt hafa seinustu áratugina um orsakir krabba- meina, má aðallega skifta i tvennt: Önnur tilgátan er sú, að krabbamein orsakist af því, að frumur losist úr samljandi við þann stað, sem þær eiga heima á og fari aö vaxa sjálfstætt, en hin heldur því fram, að það komi af eðlilegum og eðlilega bundnum frumum, sem verði fyrir ert- ingu, og þess vegna fari að vaxa sjálfstætt og takmarkalaust, og ertingin getur þá verið margskonar, alt frá greinilegum meiðslum til ertingar af sníkjum, hvort heldur eru dýr eða gerlar. Fyrri tilgátan er kend við Cohnheim og Ribbert, en sú seinni við Virchow. Cohnheim hélt þvi fram, að krabbamein, og öll önnur æxli, ættu rót sína að rekja til fósturlífsins, þar losnuðu einstaka frumur eða frumu- hópar út úr sambandi við umhverfið og fylgdust ekki með í þroskuninni. Þessar frumur liggja svo i dvala lengri eða skemri tíma, en taka svo alt í einu að vaxa, og vaxa óðfluga eins og títt er um fósturvefina,. og' Colmheim lagði mikla áherslu á það, að frumurnar héldu eiginleikum sínum frá fósturlífinu og vaxtarkrafti. Ytri orsakir geta svo legið til þess, að frumurnar fara svo alt i einu að vaxa, t. d. aukin næring til þess staðar, sem ]>ær liggja á, minkuð mótstaða gegn þessum frásprengdu frumum, og fleiri breytingar á ástandi líkamans. Ribbert tekur þetta alt gott og gilt, en fer lengra á þessari sömu braut. Samkvæmt hans kenningu eru það ekki eingöngu frásprengdar frumur úr fósturlífinu, sem valdið geta meinsemdum, heldur líka frumur, sem

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.