Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 14
i8o LÆKNABLAÐIÐ byrjar ef ekki er frekar aö gert. Sjúkl. veröur þá aö vera stööugt undir læknishendi og fá tæmda blööruna mismunandi oft eftir því hve mikið er residualþvagiö og það eykst stöðugt, útþenslan á blöðrunni verður meiri og meiri og retentionin nær alla leiö upp í nýru, sem srnátt og smátt láta undan. Þar að auki á hann stöðugt á hættu aö fá retentio completa, sem bráðrar aðgeröar þarf við, og þarf ekki mikið út af að Ijregða til þess að svo fari. Fæstir sjúkl. geta verið stöðugt undir læknishendi og 'æknirinn ekki altaf viðlátinn, svo þegar svona er komið verður sjúkl. oftast að læra að kateterisera sig sjálfur eða láta einhvern sinna nán- ustu gera það. Hann fær þó altaf fyr eða síðar cystitis og pyelitis, og jafnvel líka þó að læknir framkvæmi kateterisationina. Kateterlífið er því sannkallað hörmungalíf og aldrei nema neyðarúrræði. Við og við kernur það fyrir að úr prostata blæðir, og getur blætt tölu- vert. Ef það kemur fyrir er sjálfsagt að sjúkl. liggi í rúminu og stöðvast þá oftastnær blóðrásin sjálfkrafa. Retentio completa kemur tiltölulega oft fyrir, og er ekki sjaldan fyrsta sjúkdómseinkennið, sem rekur sjúkl. til læknis. Þá verður að færa inn kateter og tæma blöðruna eða stinga á henni, ef ekki tekst að koma inn katetri, sem sjaldan kemur fyrir ef farið er að með lægni. Sjálfur hefi eg aldrei gert né séð gerða blöðruástungu. Margt hefir verið reynt til þess að ráðast á sjálfa orsök sjúkdómsins og með misjöfnum árangri og skal því fátt eitt talið. Sexualóperationir hafa verið gerðar, ef vera kynni að þær hefðu áhrif á hypertrofíuna, testes tekin bæði eða annað og vasectomiur gerðar. Kastrationin sýnist engin áhrif hafa á sjúkdóminn, en getur veiklað sjúk- iinginn andlega og likamlega. Rovsing hefir látið mikið af vasectomi, sér- staklega í byrjun sjúkdómsins, en fæstir aðrir hafa orðið varir við nokk- urt gagn af henni nerna þá við einn og einn sjúkling, svo hæpið er að segja hvort lækningin er post eða propter. Röntgengeislanir hafa verið reyndar á prostata og hafa stundum gefist vel í byrjun, en reynslan er ennþá lítil, og sennilega eru geislanirnar gagns- litlar ef miklar blöðrubreytingar eru komnar, nema langvinn kateterað- gerð sé gerð samtímis og á eftir. Hægt er að komast frarn hjá prostatahindruninni með því að búa til nýtt blöðruop, gera cystostomia suprapubica og leggja þar inn pípu. Þetta er hættulítil operation en er neyðarúrræði. Hversu vel sem um er búið, þá eru mikil óþægindi að fistlinum fyrir sjúkl. og skifta verður um pípu á 2—3 mánaða fresti og jafnvel oftar. Pípurnar verða steindar og vilja brotna og stykki verða eftir í blöðrunni, sem steinar myndast um, og sjúkl. þessir ganga flestir með stöðuga blöðrubólgu, sem hætt er við að leiti upp í nýru. Intraurethraloperationir og partiel prostatectomia hafa verið gerðar, en eru nú fátíðar vegna þess, að hættan við operationirnar var töluverð, en árangur lítill. Aðaloperationin er prostatectomia totalis, sem svo er kölluð, þó að ekki sé öll prostata tekin, heldur að eins æxlin, sem stækkuninni valda. Hægt er að gera hana bæði perinealt og suprapubiskt gegnum blöðruna. Báðar þessar leiðir eru mikið notaðar, og tvísýnt um, hvor betri er. Perineal- leiðin er ef til vill hættuminni í höndum æfðra skurðlækna, en erfiðari;

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.